Vikan


Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 14
F L U G ! Á í S L A N D FYLGZT MEÐ FARÞEGUM LOFTLEIÐA TIL NEW YORK Hinn 3. september árið 1919 hófs't islenzk flugvél fyrsta sinn til flugs yfir íslandi. Þetta var Avro-flug- vél, sem flogið var af grasvelli í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Flugvélinni stjórnaði brezkur maður, sem Cecil Faber hét. Þessi flugvél var eign fyrsta íslenzka flugvélagsins, sem stofnað var 28. marz 1919. Eini nú lifandi forystumaður þess er Halldór Jónsson frá Eið- um. Árið eftir, 1920, kom hingað vestur-íslenzkur flugmaður, Frank Fredrickson og stjórnaði hann flug- vél féiagsins. Hann kom nú til íslands, 39 árum sfðar til þess að halda hér hátíðlegt 40 ára afmæli flugsins á Islandi. Fjárskortur og skilningslseysi almennings olli því aö fyrsta islenzka flugfélagið varð að gefast upp. Árið 1928 var stofnað íslenzkt flugfélag fyrir for- göngu dr. Alexanders Jóhannessonar prófessors og starfaði það til ársins 1931, en þá varð það einnig að hætta rekstrinum af sömu ástæðum og fyrsta flug- félagið. Árið 1937 var flugfélag Akureyrar stofnað og síðar flutti það aðalbækistöðvar sinar til Reykjavíkur og nefnist eftir það Flugfélag fslands. Hinn 10. marz 1944 var flugfélagið Loftléiðir stofnað. Engin þjóð í heimi notar nú hlutfallslega jafn mik- ið af flugvélum til innanlandsferða og íslendingar og íslenzkar millilandaflugvélar halda uppi flugferðum milli Reykjavíkur og 10 erlendra stórborga. í tilefni 40 ára afmælisins birtir VIKAN nokkrar ljósmyndir af farþegum Loftleiða á leið til Banda- ríkjanna. Sagan hefst er þeir eru á leiðinni til af- greiðslu Loftleiða í Lækjargötu og lýkur, þar sem ljós- in á Broadway blasa rið þeim.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.