Vikan


Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 16

Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 16
Nú fer aö líða að berjatímanum, svo að ekki er úr vegi að koma með nokkrar uppskriítir af berjum. 1 betta sinn verða það krækiber og blá- ber sem við vinnum úr, en í næsta blaði tökum við önnur islenzk ber til meðferðar. KRÆKIBERJA HRÁSAFT. kg lcrœkiber, ííOO—750 g sykur í 1 lítra af saft, 2 litlar msk. upvleyst vínsýra, i 'hvern lítra af saft. Berin eru þvegin og tínd, söxuð í berjakvörn eða venjulegri kjötkvörn. Saftin síuð og mæld Sykurinn og vín- sýran látin í. Hrært vel í, meðan syk- urinn bráðnar. Látin á flöskur, merkt og dagsett. Hratið frá berjunum soðið í dálitlu vatni og síað, sykut- látinn eftir geð- þótta. SYKURLAUS KRÆKIBERJA HRASAFT. Berin hreinsuð og söxuð. Saftin sí- uð og mæld. 1 g vínsýra eða sítrónu- sýra látin í hvern lítra af saft, einnig 1 g bensósúrt natrón (1 iítil msk. uppleyst bensósúrt natrón eða ata- mon). Saftin látin á flöskur með tappa og gipsað yfir. SOÐIN KRÆKIBERJ ASAFT. 3 kg krækiber, 5—7 dl vatn, 500 g sykur l 1 lítra af saft. Berin þvegin, tínd og látin i pott með vatninu. Soðin við hægan hita í ca. 10 min., þangað til þau fara að springa. Tekin upp úr og undin í klút eða kramin í sigti. Saftin mæid og látin aftur í pottinn með sykrin- um. Soðin í 4 mín., froðan veidd ofan af. Saftinni hellt heitri á hreinar og heitar flöskur. Flöskurnar látnar standa á þurrum klút, meðan hellt er á þær. Liturinn á saftinni verður fallegri, ef ca. 2 g af vínsýru er látið í hvern litra af saft. Hratið af berj- unum má sjóða aftur, eins og áður er sagt. HEIL BLABER I. 1 kg bláber, Vi kg sykur, 3 litlar msk. atamon eöa betamon. Berin þurfa að vera ný, heil og vel tínd. Þvegin og vatnið látið renna af þeim. Atamonið blandað saman við sykurinn. Berin og sykurinn er iagt í lögun í niðursuðuglös, sykur efst. Pergamentspappír, vættur báðum megin með atamon eða betamon, lagður yfir berin. Lok með gúmmí- liring og spennu látið yfir. Góður ábætir með þeyttum rjóma. Geymist ekki mjög lengi. HEIL BLÁBER II. 8 kg bláber, 5 kg sykur, % l vatns. Berin (ekki of þroskuð) eru þvegin og vatnið látið renna vel af þeim. Sykurinn leystur í vatninu og því hellt yfir berin, helzt í leirskál. Látið standa yfir nóttina. Lögurinn er svo síaður frá og soðinn, þar til hann byrjar að þykkna, þá eru berin látin út 1 og aðeins látin hitna í gegn, en ekki sjóða. Hellt heitu í glösin og þeim lokað um leið. SOÐIÐ BLÁBERJAMAUK. 2 kg. bláber, / kg. sykur, 1 g. bensósúrt natrón. Bláberin eru þvegin, möluð í venju- legri kjötkvörn, er áður hefur verið soðin i sódavatni og skoluð vei á eftir. Sykur og ber látið í pott og soðið hægt í 20 mín. Tekið af eldinum og látin í 1 lítil matskeið uppleyst bensósúrt natrón. Hrært í maukinu litla stund. Látið í glös. Ef bundið er yfir með pergamentpappír, er það ekki gert fyrr en nfcsta dag. Einnig er ágætt að leysa upp sykurinn fyrst í potti með 1 bolla af vatni og láta svo berin heil út í. Suðan rétt látin koma upp. Síð- i* an látið á glös og bundið yfir, þegar glösin eru orðin köld. Ef notuð eru glös með gúmmíhring og loki, er þeim lokað strax. HRÁTT BLÁBERJAMAUIÍ. Bláberin eru tínd og þvegin. „Pund á móti pundi“, þ. e. a. s. jafnir partar af berjum og strásykri. Eða: T kg. bláber móti % kg. sykri. Látið í leirkrukku og hrært með hvíldum i 3 klst. Gjarnan m'á gera þetta á 2—3 dögum. Hrært með sleif- arskafti. Látið i glös. Bundinn yfir pappír, vættur í rotvatnsefni. Ef not- uður er minni sykurskammturinn, má ekki geyma maukið of lengi, nema notuð séu þá varnarefni. Berjakeimut'- inn, nýtur sín betur, ef sykurinn er minni. Á sama hátt má hræra ribs- ber og sólber. SOÐIN BLÁBER. 1 kg. bláber, 500 g. sykur, 1 lítil stöng kanel. Berin eru þvegin, soðin með sykr- inum við hægan hita í 10 mín. og færð upp á sigti. Saftin soðin með kanil- stönginni í 15 mín. Berin látin ofan í aftur og suðan látin koma upp. Sett á glös, helzt með gúmmíhring. Lokað strax. 3» SOÐIN BLÁBERJASAFT. 2Vi kg. bláber, 1 l, vatn, 700 g. sykur í 1 l. saft. Berin þvegin og soðin í vatni i 15 mín. Kramin með sleif á sigti og saftin mæld. Sykurinn látinn í, soðið í 4 mín. Það sabr ekki þórt upp úr sjóði Allar húsmæöur fiekkja, hvaö þaö getur komiö sér vel, þegar þarf aö víkja sér frá matseldinni til annarra starfa eöa í símann og á meöun sýöur upp úr pottinum. Á sumum geröum eldavéla fer þaö sem upp úr sýöur ofan í vélina og getur valdiö skemmdnfn. Nú hefur fundist lausn á þessu vandamáli, svo nú gvta 'húsmœöur rólega brugöið sér frá um stundarsakir án þess aö illa fari. Lausnin er sú, aö Breiöfjörðsblikksmiöjan hér í bæ hefur nýlega hafiö framleiöslu á pottum, sem eru þeim kostum gæddir, aö ekki sakar þótt upp úr sjóöi. Þessir nýju pottar frá Breiöfjörös Bliklc- smiöju eru þannig úr garöi geröir, aö þeir mynda einskonar trekt efst eins og sést á myndinni til hægri. Þar ofaní er haföur hringur meö götum allt um kring. Á þeim hring er laus botn og líka gataöur. MeÖ því aö hafa vatn í neöri pottinum og mat í þeim efri, er hægt aö gufusjóöa og getur þaö oft komiö sér vel. Eins og myndin ber meö sér, sýöur upp úr efri pottinum en renn- ur síöan jafnótt inn um göt á hliö hans. Potturinn lítur vel út, og fœst í búsáhalda- verzlunum um allt land. HÚFA Þessa skemmtiiegu „baska“-húfu er hægt að heklg á einu kvöldi. Efnið sem þarf er: 100 gr. af grófu garni. Heklunál nr. 7. Rifsband 105 sm. að lengd og 2,3 sm. á breidd. Húfan er hekluð með stuðlahekli. Þ. e. a. s. garninu einu sinni slegið um nálina og síðan dregið í gegn um 2 lykkjur og í gegnum 2 1. Heklið laust, þá fær húfan léttan og sérkennilegan blæ. Heklið 9 stuðla og þeir eiga að mæla 10 sm. 'Byrjið efst á húfunni. Fitjið upp 5 lykkjur og tengið þær saman svo þær myndi hring. 1. og 2. umf., heklið 2 stuðla í hverja lykkju. 3. umf. heklið 2 stuðla í aðra hverja lykkju. 4. umf. heklið 2 stuðla í þriðju hverja lykkju. .5. umf. heklið 2 stuðla i fimmtu hverja lykkju. 6. umf. heklið 2 stuðla i áttundu hverjá lykkju. Framh. á bls. 26. j 3 16 V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.