Vikan


Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 13

Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 13
Sigvaldi Thordarson, arkitekt Einbýlishús við Selvogsgrunn betta svipfagra einbýlishús blasir við augum vegfarandans, þegar farið er um Selvogsgrunn — það er að segja ekki fiskimiðunum suður af Selvogi, heldur samnefndri götu í Reykjavík. Það sem einkennir ytra útlit þessa húss, eru hreinar línur og skýrt afmarkaðir fletir. í fyrstu, finnst manni, að hér muni vera um að ræða venjulegt tveggja hæða hús, en þegar inn úr dyrunum kemur, verður það ljóst, að svo er ekki. Og hér erum við komin að því, sem einkennir húsið hvað mest: Það er byggt á fimm misháum gólfuni eins og gluggarnir á gaflinum gefa hugmynd um, ef við athugum þá nánar. Forstofa, eldhús og borðstofa eru á sömu hæð. Nokkrum þrepum ofhr er stofan, en síðan er gengið niður nokkur þrep í skrifstofu húsbóndans, sem er yfir bílskúrnum. Svefnherbergin eru á jarðhæð og gengið niður i þau úr forstof- unni og áfram nokkur þrep niður í kjallara (neðstu gluggarnir til hægri á gaflin- um). Hér hefur hugmyndaríkur arkitekt fengið að láta gamminn geysa og útkoman er mjög skemmtileg. Innréttingar eru víða gerðar á nokkuð sérstakan hátt. Til dæmis hallar loftinu í stofunni eins og þakið sýnir og neðan á það hefur verið) klætt með plötum úr hertri járnkvoðu. Húsið er úr steinsteypu og eigandi þess, Eiríkur Ásgeirsson, gat þess, að mótauppslátturinn hefði verið margbrotinn, en hann kvaðst annars mjög ánægður með húsið og samstarfið við arkitektinn. Séð úr skrifstofu húsbóndans upp í stofuna. aD™a DDDD

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.