Vikan - 03.09.1959, Blaðsíða 4
1. MAl ár hvert minnast verkamenn
allra landa hins merkilega réttar, sem
veitir þeim lagalega heimildir til verk-
falla til þess að bæta kjör sín, ef þeim
þykir ástæða til. Þessi hátíðisdagur
verkalýðsins er orðinn svo fastur í
sessi, að jafnvel einvaldsherrar eins
og Hitler og Stalin treystust ekki til
þess að fella hann niður; þótt hann
sé vitanlega ekki annað en nafnið tómt
í löndum þar sem verkalýðurinn hef-
ur verið sviftur öllum þeim mann-
réttindum, sem sjálfsögð eru talin
meðal lýðræðisþjóða.
Þótt segja megi, að verkamenn hafi
ekki farið að beita þessum rétti sín-
um sem reglulegum þætti í stjórn-
málabaráttu sinni fyrir bættum kjör-
um að jafnaði fyrr en á síðastliðinni
öld, hafa verkföll átt sér stað í ein-
hverri mynd frá alda öðli. I þessum
þætti ætla ég til gamans að rifja upp
elzta verkfall sem sögur fara af.
Samkvæmt frásögn sænska sagn-
fræðingsins Carls Grimberg átti sér
stað verkfall fyrir meir en 3000 árum
á ríkisstjórnarárum hins mikla her-
konungs Ramses 3. í Egyptalandi, en
nafn hans er einnig varðveitt í sög-
unni, sökum hinna stórfenglegu bygg-
inga, sem hann lét reisa á stjórnar-
árum sínum. Hann var arftaki eins
mikilfenglegasta konungs, sem ríkt
hefur yfir Egyptalandi Ramsesar 2.
og tókst honum um stund að endur-
lífga dýrðina frá dögum fyrirrennara
síns.
Vettvangur verkfallsins var borg
hinna látnu konunga og stórmenna á
Eins og fyrr var getið skall fyrsta
verkfall, sem um getur í sögunni á
á stjórnarárum Ramsesar 3. Ríkis-
tekjurnar höfðu þorrið verulega, sök-
um borgarastyrjaldar, sem hafði
geysað áður en hann tók við völdum,
svo og vegna dálætis konungs á presta-
stéttinni. Faraó gaf ár hvert næstum
200.000 poka korns til musteranna, að
öðrum gjöfum ótöldum. Hins vegar
þóttist hann ekki geta séð af 50 pokum
á mánuði handa hinum hungruðu
verkamönnum í Borg hinna dauðu.
Hinir sifelldu kveinstafir verkalýðsins:
,,Við sveltum; við höfum ekki fengið
neitt korn“, var hrópað í mótsögn við
hinar háttstemdu áletranir á veggjum
musterannna, þar sem auðæfi og dýrð
Faraós voru vegsömuð hástöfum. En
hinu má heldur ekki gleyma, að þetta
var ekki sök konungs eins: ýmislegt af
því, sem ætlað var verkalýðnum úr
kornbúrum ríkisins strandaði hjá
hvers konar milliliðum, hér og þar.
Dagbók, sem skrifari einn hélt í
Borg hinna dauðu hefur varðveitzt, og
þar segir hann frá því, að dag nokkurn
hafi verkamennirnir ruðst með kon-
ur sínar og börn yfir hina fimm múra,
sem lágu kring um Borg hinna dauðu
vesturbökkum Nílarfljóts andspænis
konungsborginni Þebu. Þarna hvíldu
hinir látnu i klettahvelfingum sínum
i Dal konunganna.
Á þeim tímum var þetta ekki síður
borg hinna lifandi en hinna dauðu. Þá
var á sléttunni fyrir neðan klettaborg-
ina fjöldi stórra mustera, sem voru
eins konar kapellur fyrir grafir hinna
dauðu og allt í kring voru íbúðarhús
fyrir þúsundir manna, sem gegndu því
hiutverki að hafa eftirlit með gröfum
faróanna og musterunum og annast
nauðsynlegar viðgerðir og viðhald.
Hér áttu þeir heima, sem önnuðust
smurningu líkanna, prestar, svo og
hvers konar verkalýður: landbúnaðar-
verkamenn, fiskimenn, vatnsberar og
aðrir verkamenn; og allt þurfti þetta
fólk eðlilega viðurværi og aðrar nauð-
synjar. Gamalt skjal frá þessum tím-
um getur þess t. d. að við musteri
Setis 1 eitt (en hann var fyrirrennari
Ramsesar 2.) hafi verið um 200 hús,
en af þeim finnast engar leyfar nú á
dögum.
Strangasti hernaðaragi rikti við öll
þessj störf. Verkamönnunum var skipt
í hópa, sem hver um sig hafði sinn
verkstjóra, og skráðu þeir nákvæmar
vinnuskýrslur um verkamenn sína. —
Ein slik „vinnuskýrsla", sem fjallar
um 43 menn er enn til á stórri kalk-
steinstöflu i brezka þjóðminjasafninu
í Lundúnum. Þar er haldin nákvæm
skýrsla um fjarvistir hvers einasta
manns, frá starfi. Samkvæmt henni
hefur suma tæplega vantað til vinnu
einn einasta dag allan ársins hring,
en aðrir verið fjarverandi meir en
hálfan mánuð. Ástæða til fjarvista er
í flestum tilfellum gefin „veikindi“,
og er það engan veginn óeðlilegt, þeg-
ar minnst er hins erfiða strits í gló-
andi sólarhita við steinhögg eða hins
óheilnæma andrúmsloft inn í kletta-
hvelfingunum frá ósandi lömpum, sem
báru litla birtu. I einu tilfelli er þó
gefin önnur ástæða til fjarvistar: —
„Hann var stunginn af sporðdreka".
Reyndar var annar verkamaður einn-
ig fjárverandi einn dag, vegna þess
að „hann þurfti að fá hár sitt skorið“.
Sumir verkamanna voru menn guð-
hræddir og yfirgáfu starf sitt til þess
að „færa guði fórnir". Endrum og
eins kemur það fyrir, að verkamaður
fær í skýrslunni áminningu fyrir leti.
Laun verkamanna voru greidd í af-
urðum: korni, fiski, olíu og öli. Stöku
sinnum fengu þeir einnig fatnað. Á
hátíðisdögum mátti vænta auka-
skammtar. En hins vegar var einnig
altítt, að það stóð á þessum nauð-
synjum, og þá kvörtuðu hinir hungr-
uðu vesalingar: „Við höfum ekki feng-
ið neitt korn, við sveltum. Við erum
máttvana". Og svo, þegar kvörtunum
var ekki sinnt, þá f/erSu þeir verkfall.
Farao
og
drottning
hans.
Á lítilli hæð, í kvikmyndaborginni
Hollywood, er lítið og fallegt hús, eitt af
fjölmörgum. Þau eru mjög svipuð þessi
hús, enda búa þarna kvikmyndaleikarar
og aðrir listamenn. í umræddu húsi býr
íslenzk fjölskylda, Pétur Rögnvaldsson og
kona hans Alís Berg. Hún er nýkomin
vestur um haf, fór flugleiðis með börn
þeirra tvö, eftir að Pétur hafði útvegað
sér húsið.
Þau búa þarna í næsta húsi við hinn
ágæta söngvara Pat Boone og konu hans
og börnin öll. Þeir Pétur og Boone eru
mjög á svipuðum aldri, enda eru þeir ágæt-
ir vinir, og hefur Boone verið Pétri mjög
hjálpsamur um allt. Pétur ætlaði að
taka á móti frúnni í New York, og Pat
Boone og frú ætluðu með honum, enda
var það á laugardegi sem hún var vænt-
anleg frá Reykjavík, en þá þurfti að endur-
taka eitt atriði úr kvikmyndinni og þar
með var útilokað að þeir gætu tekið á
móti frúnni hans Péturs.
Pétur er umtalaður mjög í kvikmynda-
borginni, enda sópar að honum, hávöxn-
um og hraustlegum, og er honum spáð
mikum frama. Þeir ku vera nokkrir sem
hafa áhuga á því að ná í hann, t. d. hefur
Kirk Douglas, sem hefur fengið sérstakan
áhuga fyrir víkingakvikmyndum, beðið
Pétur um að bíða með samningsgerð við
nokkra, því hann hafi áhuga á því að
láta hann leika í nokkrum víkingakvik-
myndum.
Annar kunningi og mikil hjálparhella
Péturs, er hinn ágæti leikari Clifton Weeb,
sem er vel þekktur hér heima. Hann hef-
ur mikla trú á Pétri og hefur verið hon-
um lærifaðir og ætlar að vera.
Kona Peter Ronson, eins og Pétur heit-
ir nú, er fædd á Akureyri, dóttir Ágústs
Berg og Bjargar Baldvinsdóttur leikkonu
á Akureyri.
Alís stundaði nám í Menntaskólanum
á Akureyri og varð stúdent þaðan .1955,
fór síðan til Reykjavikur og stundaði há-
skólanám um hríð. En svo hitti hún Pét-
ur, og þar með fór námið í vaskinn, og
sem sagt, nú er hún orðin húsmóðir í
Hollywood, og þegar blaðamaður Vikunn-
ar spurði Björgu Baldvinsdóttur hvort hún
ætlaði ekki til Hollywood til barnabarn-
anna, hristi hún höfuðið og sagðist ekki
búast við því, en oss leikur grunur á, að
hún fari einhverntíma þangað vestur, og
verði dóttur sinni til aðstoðar, einkum ef
hann Pétur Rögnvaldsson kemur til með
að heita Ronson um langan aldur.
4
VIKAN