Vikan


Vikan - 01.10.1959, Side 14

Vikan - 01.10.1959, Side 14
Og án þess að hugsa mig um tvisvar, skellti ég henni gfir hnén á mér og rak henni þrfú vel útilátin högg á bakhlutann . . . Ég veit, að vinir minir telja mig þó nokkuð gáfaðan. Forstjórinn í útflutn- ingsfyrirtækinu, þar sem ég vinn, er vafalaust á sömu skoðun, því að hann fær mér erfiðari og ábyrgðarmeiri verkefni í hendur með degi hverjum, og hann hefur gefið í skyn, að ég verði einhvern tíma hátt settur hjá fyrirtækinu. I fljótu bragði virðist því engin ástæða vera fyrir mig að vera með minnimáttarkennd. En ég verð að viðurkenna, að á einu sviði er ég ótta- leg afturúrkreista. Ég skil nefnilega ekki konur. Það hlýtur beinlínis eitt- hvað að vera að mér. Ég hegða mér alltaí eins og fáráðlingur gagnvart veikara kyninu. Auðvitað ætti ég ekki að vera að koma upp um þennan veik- leika minn, en eftir öll þau axar- sköft, sem mér hafa orðið á, finnst mér á einhvern hátt fróun í því að leysa frá skjóðunni. Síðar getið þér svo sagt mér, hvort þér séuð sammála mér um það, að ég sé þessi afglapi, sem ég held mig vera. Hlustið nú á: Fyrir tæpu ári kynnt- ist ég ákaflega fallegri stúlku í sam- kvæmi hjá einum vina minna. Þetta var ást við fyrsta handaband, — að minnsta kosti á mína hlið. Ég segi það satt, að ég var hreinlega mátt- laus í hnjáliðunum, þegar ég tók i höndina á henni. Oúú, hvað hún var falleg, — há og grönn, fullkomin kona, með mjúkt og fallegt hörund og stór, leikandi augu og logandirautt hár. Annars er ógerningur að lýsa henni. Maður verður að sjá hana i eðlilegum iitum, brosið fallega og allt það. Ég fór varla frá henni allt kvöld- ið — eins og húsbóndahollur rakki — og dansaði mikið við hana. Það eru engar ýkjur, en ég leyfði bókstaf- Smásaga eftir Erik Pouplier lega engum að komast að henni allt kvöldið nema rétt aðeins til þess að líta á hana aðdáunaraugum. Mér er íyllilega ljóst, að það er ákaflega óvið- eigandi að hanga svona i kringum konu í samkvæmi, en þetta kvöld þverbraut ég allar siðareglur. Ég var yfir mig hugfanginn af stúlkunni. Súsanna hét hún, — kölluð Sanna. Þegar farið var að borða kvöld- verð, mösuðu allir um allt milli him- ins og jarðar, og einn gesturinn fór að tala um daður í sumarleyfum. Þá var það, að Sanna greip fram í fyrir honum og sagði, að sömu sögu væri að segja um það, þegar fólk yrði ást- fangið í samkvæmum. Hún trúði alls ekki á slíkt. Það væri bókstaflega hlægilegt, sagði hún, þegar fullorðnir menn héldu, að tilfinningar þeirra gagnvart einhverri konu væru ó- sviknar, þótt þeir hefðu skemmt sér með henni eina kvöldstund og hefðu ef til vill síðar fengið að kyssa hana sakir vínneyzlu og gleðinnar, sem í samkvæminu ríkti. Þegar maðurinn reyndi svo síðar að halda þessu til streitu, væri voðinn vís. Daginn eftir hefði stúlkan vafalaust gleymt honum. Já, takk, hugsaði ég, — þá veit maður það. Auðvitað reyndi ég ekki að komast í samband við Sönnu eftir þetta kvöld, þótt mig bráðlangaði oft til þess að hringja til hennar. En ég cetlaöi ekki að gera mig að fífli. Ná- lægt tveimur vikum síðar rakst ég á vin minn, sem haldið hafði sam- kvæmið. Hann byrjaði á Því að segja, að ég væri óttalegur kjáni. - Nú? spurði ég. — Jú, sagði hann. Þú varst ákaf- lega hrifinn af Sönnu þetta kvöld, var það ekki? Hvers vegna hefurðu ekki haldið þeirri vináttu við? — Nei, sagði ég yfirlætislega, ég trúi ekki á daður i samkvæmum. — Jæja, þú um Það, en ég get sagt þér það, að Sanna hringdi til mín um daginn og spurði, hvers konar ruddi þú eiginlega værir. — Þarna sérðu! — Já, 'því að henni fannst þið hafa átt svo vel saman og að hún kynni vel við þig, en þegar hún heyrði ekki í þér eftir samkvæmið, gaf hún upp alla von. Ég varð auðvitað feginn að heyra þetta. Ég hugsaði með mér, að ég hefði augsýnilega misskilið hana, og innan stundar var ég búinn að hringja til hennar og bjóða henni á revýju. Þetta tókst með afbrigðum vel. Hún var jafnfalleg og aðlaðandi og hún hafði verið i samkvæminu, og ég komst ekki hjá því að sjá, að hún endurgalt vinsemd mína. Ég kvaddi hana svo og þakkaði henni fyrir, og áður en við skildum, höfðum við á- kveðið að fara með strætisvagninum næsta sunnudag eitthvað út fyrir bæinn og ganga úti i náttúrunni. Við vorum mikið saman upp frá þessu. Dag einn sátum við og mös- uðum saman, þegar hún sagði skyndi- lega: — Stundum óska ég þess að búa í landi eins og Italiu. Ég hef oft ver- ið í leyfi í Róm, og ég kann ákaflega vel við Itali. Svo fjörugir! Svo sann- ir! Svo spennandi! Svo hugmynda- príkir! Konu með mitt skapferli finnst mennirnir hérna stundum allt of daufir' Ég skrifaði þetta bak við eyrað. Ég ætlaði sannarlega að sýna henni, hvað í mér bjó! Ég fékk tækifærið til þess að hegða mér eins og blóðheitur Itali sumar- kvöld eitt, þegar ég ákvað að heim- sækja hana án Þess að gera boð á undan mér, en ég hafði aldrei komið heim til hennar áður. Við vorum ekki enn orðnir svo nánir vinir, að hún hefði kynnt mig fyrir foreldrum sínum, Þau áttu heima 1 einbýiishúsi, og þegar ég var í þann veginn að hringja dyrabjöllunni, kom ég auga á rautt hár Sönnu i glugganum á kvisther- berginu. Hún hafði ekki séð mig. Þá datt mér skyndilega dálitið I hug. Nú ætlaði ég svei mér að koma henni á óvart! Ég gekk umhverfis húsið og fann brátt það, sem ég var að leita Fyrir nokkru knúði ungur maður dyra á gistihúsi einu í Reykjavík að nóttu til og baðst gistingar. Kona var í fylgd með manninum og sagðist vera eiginkona hans. Dyravörður sagði eitt herbergi laust og tók fram gestabók hússins. Skrifuðu þau bæði nöfn sín, og skyldi maður- inn síðan greiða herbergisleiguna fyrir fram. Þegar til kom, reyndist hann ekki hafa nægt fé handa á milli, en hafði þó áður sagzt vera kaupmaður utan af landi. — Gekk nokkra stund í þófi, en sá varð endir, að konan iagði til það fé, sem á vantaði. Hugðist dyravörður síð- an bera upp tösku þeirra hjóna, sem var bæði stór og þung. Sagði maðurinn í henni mikil verðmæti og bað dyravörð fara varlega með. Dyravörður fór fyrir, en gestirnir á eftir. Er komið var í efsta stigann, bilaði lás töskunnar, og valt þá út grjót og pappírsrusl, gömul dag- blöð og fleira. Valt grjótið niður stigjmn, og áttu skötu- hjúin fótum fjör að launa. Aumingja drengurinn. Elvis Presley skrifaði nýlega vini sínum í Hollywood og kvart- aði þar m. a. um það, að hann þjáðist af feimni, siðan liann kom í herinn, og sagði því til sönnun- ar eftirfarandi sögu: Fyrir nokkru átti ég frí nokkra daga og dvaldist þá í Miinchen og hjó á sama gistihúsi og Kim Novak. Áður höfðum við oft talað saman i síma og farið vel á með okkur. Nú, sem við vorum þarna bæði stödd, ákvað ég að heimsækja hana. En er ég kom að dyrunum, áræddi ég engan veginn að berja. Hné mín skulfu, og ég var allur i uppnámi. Ég ætla ekki að lýsa þvi fyrir þér, hve feginn ég varð, er þjónn, sem þarna átti leið fram hjá, sagði mér, að Kim væri farin af gistihúsinu og úr horginni fyr- ir meira en tveimur tímum. Einu sinni í fyrndinni, þegar speglar voru sjald- séðir hér á landi, komu tveir ungir piltar og gamall karl saman inn á eitingastofu, en á einum veggnum hékk mjög stór spegill. Þremenn- ingarnir tylltu sér við borð saman og nutu veitinganna í ró og næði. En meðan þeir sátu og gæddu sér, — varð karlinum tíð- litið til spegilsins. Þeir urðu nú allir samferða út, en þá segir karlinn: — Tókuð þið, strákar, eftir tveimur laglegu piltunum, sem sátu í hliðarher- berginu, og með þeim svo grimmi- lega forljótur ft.karl? Einhver vinsœlasta íþrótt á baöstööum erlendis er aö fara á sjóskíöum. Ungir sem gamlir stunda þessa íþrótt og leggja á sig heilmikiö erfiöi til þess aö geta oröiö hlutgengir, því aö þaö þykir heilmikill heiöur aö því aö vera scemilegur skíöamaöur. Svo eru til skólar, þar sem þessi „skíöaíþrótt“ er kennd, en elcki er þaö fyrir „blankan“ álmenning aö stunda þar nám, því aö \hver kennslustund er dýr. Ungur ÞjóÖverji, Hardy Krúger, stofnaöi fyrir nokkru slíkan skóta suöur í Locarno, og nú leggja milljónungar og kvikmyndaleikarar leiö sína þangaö til skíöa- náms. Á myndinni gefur hann lærisveinunum lvugmynd um, hvernig aö skuli fara. \ o ^ Guðniundur „meistari“ átti fjórar forláta-vínflöskur, og var ein gul, önnur rauð, þriðja græn og fjórða blá. Gaf hann '' þeim nöfnin: Hitler, Stalín, Mússólíní og Churchill. Einu sinni á ári hélt hann veizlu fyrir bezta kunningja sinn, og voru þá allar flöskurnar íullar af víni, en víntegundirnar jafnmargar og flöskurnar. Nú rann upp veizludagur, og settust þeir vinirnir að drykkju, og var byrjað að drekka úr Hitler. Þegar liðið var að miðnætti, var búið úr Hitler og Stalín og langt kornið niður í Mússólíní, en þá var líka farið að svífa svo mikið á þá drykkjubræður, að báðir sofnuðu. Um leið og Guðmundur lagði sig, hafði Mússó- líní fallið á hliðina, og rann vínið um borðdúkinn. Árla næsta morgun vakna þeir jafnsnemma vinirnir og ætla að fá sér hressingu, en bregður heldur í brún, þegar þeir sjá, hvernig umhorfs er. Loksins hefur Guðmundur upp röddina og segir: — Þetta er bágt ástand, félagi. Hitler og Stalín hefur blætt út og Mússólíní ælt öllu, en God save the Queen, — hérna stendur þá -Churchill minn teinréttur og skruggu- fullur á skansinum. Boðið upp í dans Myndin er cmövitaö frá París, því aö livar annars staöar gefst mönnum kostur á aö bjóöa wpp svona œsi- lega fáklœddum döm- um á dansleikjum? ► Það niunu ekki margir menn í heiminum, sem geta stært sig af því að hafa hálfa milljón manna í vinnu. Þessi náungi hér á myndinni mun einn hinna fáu. Hann heitir Mit- chell, býr í Suður-Afríku og á þar alls konar námur, búgarða, stórt flugfélag ásamt fleira. Það var flugfélagið hans, sem á sinum tíma keypti gamla Gullfaxa af Flugfélagi Islands. Það kom fyrir á vinnu- stað í Reykjavík nýlega, | er verkstjórinn leit yf- ir vinnusalinn, að þar var enginn að verki, en konur og karlar stóðu sem í álögum. Útvarpstæki var í salnum, og er að var gáð, hljómaði söngur Hauks Mort- hens um ævintýri í Eyjum og á Siglufirði. Hvort verkstjór- inn hefur líka staldrað við og hlustað, vitum við ekki, en víst er, að enginn dægurlagasöngv- ari hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna sem Hauk- ur. Hann er líka sá eini, sem staðið hefur í „eldinum“ í fjöldamörg ár og er, — eins og gag-nrýnandi kornst að orði, — á heimsmælikvarða. Allar upptökur á hljóm- plötur fara fram í Ivaup- niannahöfn, og er það næst- um daglegt brauð fyrir Hauk að fljúga til Kaupmannahafn- ar. Þangað er hann lfka að fara hér. Það þykir ekki sérstökum tiðindum sæta í Hollywood, þótt eitt og eitt hjónaband hrökkvi. Samt taldist það til frétta, er Eddie Fisher skildi við Debbie sína Reynolds, enda hafði hjónaband þeirra verið talið „bera af“ i kvikmyndaborginni, og einhver kjaftakerlingaklúbbur hafði kjörið Eddie „bezta eiginmann ársins". Fyrst eftir skilnaðinn hermdu fréttir, að Eddie hefði verið óhuggandi, en eftir myndinni að dæma hefur heldur bráð af frúnni. En þarna er hún í hlutverki leikur á móti þeim Bing Grosby og ______Wagner. að, — langan stiga. Ég bisaði nú við áð koma stiganum á sinn stað, — hann var fjári þungur, — og með því að taka á öllum kröftum tókst mér að reisa hann upp. Ég klifraði upp stigann og tókst að komast alla feið upp að glugganum á kvisther- berginu, án þess að nokkur tæki eft- ir mér. Ég steig öðrum fæti inn um gluggann — og rak upp ógurlegt Indíánaöskur, um leið og ég stökk inn. Og þetta hafði sannarlega sín, áhrif. Sanna rak upp skaðræðisöskur og tók höndum fyrir andlit sér, eins og hún hefði séð eitthvað hræðilega ljótt. En nú var það ég, sem varð skelfd- ur. Ég heyrði þrusk bak við mig. Ég sneri mér við, og þarna stóð þá maður, stór og mikill, svo að mér leizt ekkert á blikuna. Axlirnar á honum voru á breidd við meðalhurð, og ofan á þeim var höfuð, sem minnti helzt á granítbjarg. — Hver eruð þér? þrumaði hann. Ég sagði til nafns, en það róaði jötuninn engan veginn. Hann var óhugnanlega grimmilegur að sjá. Mér fannst hann ætla að henda mér út um gluggann í næstu andrá. — Þekkir þú Þetta fífl? spurði hann Sönnu. Sanna kinkaði skelfd kolli. — Ég kynntist honum í samkvæmi, viður- kenndi hún, en hún forðaðist að minn- ast á, að við höfðum verið saman oftsinnis eftir það. Þursinn skrefaði að dyrunum. — Þessa leið, hreytti hann út úr sér. Ég þorði ekki annað en hlýða. Án þess að segja orð fór hann á eftir mér niður stigann og opnaði síðan útidyrnar fyrir mig. Sanna hringdi daginn eftir og spurði, hvort ég væri orðinn óður, og hún bætti því við, að það hefði viljað illa til, að faðir hennar hefði einmitt verið inni á herbergi hennar, þegar ég birtist svona skyndilega. Honum hafði alls ekki litizt sem bezt á mig. — Skilurðu ekki, sagði Sanna, að ég skammaðist mín vegna þin. Ég er alveg hissa á þvi, hvernig þú hegðaðir þér, — að fullorðinn maður skuli láta sér detta slíkt í hug! Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Við sættumst aftur. Sanna gleymdi til allrar hamingju brátt glappaskoti mínu, og ég reyndi ekki oftar að þykjast blóðheitur. En eins og ég sagði í upphafi, kann ég ekki lagið á lconum. Ekki leið á löngu, áður en allt gekk aftur á afturfótunum. Við höfðum verið að horfa á kvikmynd, þar sem hetjan var ruddamenni, sem sló stúlkurnar, sem hann var með, óspart utan undir. — Og samt elsk- uðu þær hann. — Þetta var ósköp kjánaleg mynd, t Hollywood segjast þeir hafa þrjár geröir af Ijóshœröu kvenfólki: í fyrsta lagi Monroe og Mansfield, — í ööru lagi Doris Day og í þriöja lagi Laureen Bacáll og Evu Maríu Saint. Eftir skilgreiningu þeirra þar fyrir vestan eru þessar þrjár geröir Ijós- hœröra dísa harla ólíkar, og þykir þeim mest til þeirra síöustu koma, ef dæma skal eftir blaöaummælum. Flestir hér muna eftir Evu Maríu Saint í kvikmyndinni A eyrinni, þar sem \hún lék snilldarlega á móti Marlon Brando. Þaö hefur lengi þótt loöa við Hollywood, ef leikara tekst vel i hhutverki, aö hann sé látinn leika hliöstætt hlut- verk upp aftur og aftur. Þetta átti ejnnig aö gera viö Evu Mariu. Henni voru boöin ötalmörg lilut- verk hliöstœö, þar sem ung og sak- laus stúlka reynir aö leiöa afvega- leiddan pilt á rétta braut. Hún neitaöi öllum slíkum tilboöum, og árangurinn varö sá, aö slöan hefur hún leikiö í hverri stórmyndinni á fœtur annarri. Eva María er gift og á tvo syni, og þeirra vegna neitar hún aö leika nema í einni mynd á ári. sagði ég, þegar við vorum á leiðinni heim til Sönnu til þess að fá okkur tesopa. (Jötunninn hafði nú brotið odd af oflæti sínu og sætti sig nú við, að ég fengi að heimsækja dóttur hans endrum og eins). — Eins og nokkur stúlka sætti sig við slíka meðferð. —• Þar skjátlast þér, svaraði Sanna. Innst inni dýrka konurnar rudda. Það er eitthvað í eðlinu. — Því að ruddamennið er svo sterkur verndari. Sama er að segja um mig. Ég dáist hið innra með mér að ruddum. Ég get ekki að þvi gert. Við höfðum setið og masað um hríð uppi á herbergi hennar, þegar okkur varð sundurorða. Þegar við Framh. á bls. 24.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.