Vikan


Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 13

Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 13
SMÁSAGA EFTIR LESLIE CLYDE gat ekki dulizt þaö, þótt lítt reyndur væri. Hún kvaðst heita Susan Jones og hafa skroppið með tjaldið á skott- unni sinni út í guðsgræna náttúruna, og svo kæmi vinstúlka hennar á sunnudagsmorguninn. Hún verður því með öðrum orðum ein í tjaldinu í nótt, hugsaði Barney með sér. En upphátt sagði hann: — Er það nú ekki talsverð áhætta, ég meina, að hafast ein við i tjaldi að næturlagi. Eg á við, einkum fyrir stúlku, sem er . . er . . . Sér til mikillar gremju fann Barney, að hann roðnaði við, og hann varð gripinn eins konar örvæntingar- dirfsku, þegar hann lét það flakka, sem lá honum á tungu: — Sem er svona falleg . . . Susan hló. Hún var hláturmild og hlátur hennar smitandi. — Þakka yður fyrir, herra Thom- as, svaraði hún, — ég held nefnilega. að þér meinið þetta. Nei. ég held það sé ekki svo hættulegt. Að minnsta kosti hef ég gert Það nokkrum sinn- um og ekki orðið meint af. En sjáum nú til, . . . ég ætlaði að fara að sjóða mér pylsur, og þá var ekki nokkur lífsins leið að koma tauti við primus- inn . . . Þau gengu inn í tjaldið. Barney tók að athuga prímusinn og reyndi að setja upp sérfræðingssvip. Einhvern veginn kom honum það til hugar, að það mundi að minnsta kosti ekki reyn- ast lakara að hreinsa primushausinn með þar til gerðri nál, og þegar í ljós kom, að Susan átti slíka nál i fórurn sínum, framkvæmdi hann þá hreisun sem bezt hann kunni með þeim árangri, að andartaki síðar stóð blá- skær loginn upp úr prímushausnum og suðaði hátt við. — Sjáum til, mælti Barney Thomas stoltur af afrekinu og þurrkaði svit- ann af enni sér. Og Susan klappaði saman lófum af hrifningu. — Ég vissi það alltaf, að þér mund- uð reynast maður til að kippa þessu i lag, herra Thomas. Maður sér það strax á yður, að þér eruð maður, sem kann tök á flestu og ekki er að tví- nóna við það . . . Hann roðnaði enn. Honum varð litið á hendur sér; þær voru hvorki sólbrenndar né sterklegar, enda yfir- leitt ekki vanari stærri átökum en stjórna sjálfblekung. En Susan vakti hann af þeim hugleiðingum með því að bjóða honum að doka við og bot'ða með sér heitar pylsur. Henni gafst naumast timi til að ljúka setningunm, áður en hann svaraði boðinu játand’. Næsta klukkústund leið í eins kon- ar sæluvímu. Hann gat ekki moð neinu móti skilið, að annað eins og betta skyldi geta komið fyrir mann eins og hann. Hann braut þó ekki beilann meira um það í bili, heid ir naut þess að virða þessa fallegi. stúlku fyrir sér og hlusta á hann, þegar hún masaði við hann um a■’t milli himins og jarðar. Og í kyrrð og \ arrna sumarkvöldsins vaknaði með honura óljós von um eitthvað ósktlj- anlegt og framandi. Barney var með öðrum orðum skyndilega orðinn svo ástfanginn, að þar komst ekki nein skynsemi að. Hann lét sig engu skipte, að kvöldverðurinn beið hans á borð- um heima hjá tengdamömmu, og hann ákvað að doka við í tjaldinu eins lengi og unnt reyndist. að var langt liðið á kvöldið, þeg- ar Susan stakk upp á því, að þau skryppu í bílnum hans og leltuðu uppi einhverja krá, þar sem þau gætu fengið sér hressingu, og Barney var umsvifalaust til í það. Þótt hún hefði stungið upp á þvi, að þau tækjust ferð á hendur með loft- belg eitthvað út i bláinn, mundi hann umsvifalaust hafa værið til í Það. Hún snakaði sér í kjól, og svo Oku þau af stað. Loks námu þau staðar úti fyrir krá, en þá kvaðst hún vilja lita þar inn fyrst og - sjá, hvernig umhorfs væri. Og þegar hún kom aftur eftir andartak, lýsti hún yfir þvi, að krá þessi væri svo sóðaleg, að þar gætu þau ekki setzt að drykkju. Það varð því ekki meira úr því. Barney stóð hjartanlega á sama, fyrst hann aðeins mátti njóta návistar hennar, og svo óku þau viðs vegar um nágrennið og nutu rökkursins og kyrrðarinnar. Þegar þau komu aftur heim í tjaldið, hitaði Susan þeim kaffi. Og þegar þau höfðu drukkið, vafði Barney hana örmum. Hún veitti atlotum hans ekki neitt viðnám, og nú var honum sjálfum öllum lokið. Þess háttar var ekl'.i sérgrein hans, og yfirvararskeggið varð honum til vandræða og baga, þegar hann kyssti hana. Hann ákvað, að það skyldi fá að kenna á hnífsegg- inni — og það fyrr en siðar. Seint og síðar meir losaði hún sig blíðlega úr örmum hans. — Góða nótt, Barney, hvislaði hún, og röddin var þrungin ástúð. — Nú verður þú að halda á brott, það er orðið, svo áliðið . . . Það var heppilegt fyrir hann, að það var að kalla engin umferð á leið- inni til Woodstock Hills, því að hann ók í sæluvimu með bros um varir og langaði einna mest til þess að taka lagið háum rómi. Hann fann ekki einu sinni til kviða, þótt hann vissi, hvað biði hans, — hafði ekki einu sinni gert sér það ómak að semja einhverja sögu sér til afsökunar, svo að hann væri undir það búinn að standa fyrir dómstóli hjá þeim eigin- konu sinni og tengdamóður. Það eitt angraði hann, að Susan hafði ekki sagt honum heimilisfang sitt, — en hann hafði látið henni í té utanáskrift sína, og hún hafði heitið því að skrifa hon- um. Á einni kvöldstund hafði Barney Thomas breytzt úr mús í mann. ÞAÐ var liðið á sunnudaginn, og enn var himinninn yfir Woodstock Hills myrkvaður þrumuskýjum. Barney leið alls ekki vel, þar sem hann sat úti í garði tengdamóður sinnar með bók í hendi. og lét sem hann væri sokkinn niður i lestur. Hugsanir hans voru viðs f jarri. Marjorie bafði vakað éftir honum um nóttina bg yfirhevrslan orðið mun strangari en hann hafði nokkru s'rnni getað látið sér til hugar koma ..alð' óreyndu. Hún hafðí ekki 'm’éð neinu móti viljað trúa Þeirri sögu hans, að skyndilega hefði hann verið gripinn svo óviðráðanlegri löngun til að skreppa i kvikmyndahús, áður en hann legði af stað, enda hafði gangur myndarinnar, eins og hann sagði frá, ekki orðið til þess að gera þá sögu trúlegri i hennar eyrum. Hann varð því að þola margar og leiðinlegar aðdróttanir af hálfu eiginkonu sinnar, það sem eftir var nætur, og ekki batnaði um morguninn, þegar tengda- móðirin kom dóttur sinni til aðstoðar við réttarhöldin. Barney lét þær þó ekki slá sig út af laginu. Hann sór og sárt við lagði, að hann segði satt, og þegar hádegis- verði var lokið, mátti kalla, að versta . fárviðrið væri liðið hjá, enda þótt myrk þrumuský grúfðu enn yfir, Og um Barney sjálfan var það að segja, að nú var svo komið, að hann dauðsá eftir því að hafa látið teyma sig út í slíkt ævintýri og óskaði þess heitast, að hann heíði ekki sinnt þvi. er stúlk- an veifaði til hans. Og enda þótt hann fyndi enn mýkt vara hennar við munn sér, var hann gersamlega brotinn mað- ur, óskaði þess .eins, að hann mætti hafa frið, og fann ekki til neinrar 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.