Vikan - 26.11.1959, Qupperneq 16
Andstæðu-tízkan er hún nefnd
í París, þessi samsetning á hvítu
og svörtu. Fötin eru ýmist sam-
sett úr efnum, sitt af hvorum
litnum, eins og myndirnar hér
að neðan sýna, eða að hvít efni
eru puntuð með svörtum hnöpp-
um, bryddingum eða krögum,
sbr. myndirnar að ofan.
OG SVA^T
Ef kaupmaðurinn yðar er
yður velviljaður og þér eruð
búin að greiða matarreikning-
inn fyrir síðasta mánuð, gætuð
þér sennilega fengið nokkra
appelsínukassa eða einhverja
svipaða trékassa í verzluninni
fyrir lítið eða ekkert. Og ef
þér getið ekki í fljótu bragði
gert yður Ijóst, hvers vegna í
ósköpunum þér ættuð að fara
að draga heim gamla trékassa
til geymslu, skuluð þér líta á
myndirnar, sem þessum orðum
fylgja. Þér sjáið auðvitað þeg-
ar í stað, að þetta eru einmitt
hlutir, sem yður vantar til þess
að gera inbúið fullkomið, ekki
satt ?
Setjum svo, að yður grípi nú
áhugi á að gerast „húsgagna-
smiður", — gætið þess Þá fyrir
aila muni, að trékassarnir, sem
þér komizt yfir, séu nægjan-
lega sterkir. Æskilegastir eru
þeir kassar, sem hafa skilrúm
í miðju. en gallinn er sá, að
sumir slíkra kassa utan af
ávöxtum eru stundum gerðir úr
mjög þunnum við, — þeir eru
ekki heppilegir í húsgögn. En
þegar réttu kassarnir eru
fundnir, þarf ekkert nema
dálitla handlagni ásamt tölu-
verðum áhuga á verkinu. Hér
eru tvær uppástungur um
notkun trékassanna:
1. Litla náttborðið er hvorki
meira né minna en trékassi,
sem stendur á öðrum gaflinum.
Á hliðar og bak að utan og
innan er límt veggfóður og
I
16
VIKAN