Vikan


Vikan - 26.11.1959, Page 25

Vikan - 26.11.1959, Page 25
 Hún heitir Angie Dickinson, og ÞaO er enginn vafi á, aO það nafn eigum við eftir að heyra oft nefnt á komandi árum. Angie er nefnilega óvenjuleg stúlka á fleiri en einu sviði. 1 fyrsta lagi er hún falleg, i öðru lagi hefur hún persónuleika, í þriðja lagi er hún gáfuð, í fjórða lagi vel vaxin, og í fimmta lagi hefur hún hæfileika. Með svo marga góða eiginleika hlýtur hún að hafa mikla möguleika, jafnvel í sjálfri Hollywood. Angie hefur nýlega fengið fyrsta tækifærið á hvita tjaldinu, og hún mun áreiðanlega kunna að nota sér það. — En ekkert liggur á, segir hún sjálf. — Ég hef tekið það rólega og undirbúið mig af nákvæmni til þess að vera betur undir- búin, þegar tækifærið loksins kæmi. Það kom I John Wayne-myndinni Rio Bravo, þar sem söngvararnir Dean Martin og Ricky Nelson léku með henni. Þar lék hún léttklædda og, að því er virtist, létt- lynda stúlku og mun hafa verið heillandi frá fyrsta til síðasta andartaks myndarinn- ar, að því er við lesum í erlendum blöðum. Saga hennar er óskön venjuleg. Hún fæddist í Kulm i Norður-Dakóta, en fjórtán ára fluttist hún með foreldrum sínum til Kaliforniu. Þegar skólagöngu lauk, fékk Angie starf sem einkaritari, en þegar hún vann fegurðarsamkeppni í sjónvarpi, ákvað hún að verja launum sínum til að komast á leikskóla á kvöldin. Árið 1955 fékk hún fyrsta hlutverk sitt, smáhlutverk í Four Star Playhouse, einum af kunnustu sjón varpsþáttum Bandaríkjanna. Fleiri smáhlut verk í sjónvarpi komu á eftir. En 1957 fékk hún hlutverk í myndinni Ég kvænist góðri konu, sem John Wayne framleiddi. Þar veittu ráðamenn Warner Bros. henni athygli. Hún fékk annað aðalhlutverkið í mynd- inni Rio Bravo, og þar með var hafinn ferill hennar sem leik- konu. Nú hefur hún fengið hlutverk í myndinni Brumberjarunninn, J|| en þar veröa mótleikarar henn- ar Barbara Rush og Richard Burton. Angie leikur þar hjúkr- unarkonuna Fran, en þarna fær hún ekki sömu tækifæri og í P„io Bravo til að sýna fagurskapaðan líkama sinn og granna fótleggi, sem að þröng skuli vera á þingi, þar sem æf- ingarnar fara fram! Angie Dickinson segir frá þvi, að hún hafi búið í Burbank, rétt hjá kvikmynda- verum. Warner Bros., i sex ár, og á þeim tíma hafi henni ekki boðizt eitt einasta hlutverk hjá félaginu. Síðan hafi hún flutt og fengið sér íbúð í 17 mílna fjarlægð frá kvikmyndaverunum, og þá hafi ekki liðið á löngu, þar til hún var búin að fá hlut- verk. Svona er lífið, segir hún. sumir halda fram, að séu fegurstu leggir í allri Hoilywood, — hún kemur nefnilega fram í einkennisklæðum hjúkrunarkonu mestalla myndina. 1 staðinn mætír hún á æfingunum í prjónasamfesting, sem fellur þétt að líkamanum. Það er ekki að undra, Það er ekki ýkjalangt síðan - fáir menn höfðu hugmynd um, hver Sacha Distel vár. Það rann ekki upp fyrir fólki utan Frakklands, fyrr en heimspressan tilkynnti einn góöan veðurdag feitu letri: Brigitte Bardot hefur trúlofazt! Það var sem hulu væri lyft af honum, þegar hann var kynntur umheiminum. Að vísu hafði hann áöur verið allkunnur í heimalandi sínu. Hann var talinn allgóður pianó- leikari sjö ára gamall. Það var 1940. Sama ár var móðir hans handtekin, en hún var framarlega í flokki í andspyrnuhreyfingunni frönsku. Sacha litli var látinn í fóstur til móðurbróður síns, hljómsveitarstjórans Ray Ventura, Þetta var atburður, sem átti eftir að verða af- drifaríkur fyrir drenginn. Allt stríðið var bókstaf- lega troðið inn í hann músík, og eftir stríðslok kom fyrir alvöru skriður á músíkferil hans. Þá gat Ventura nefnilega á ný farið að koma fram, livar sem honum þóknaðist, — og hvert sem hann fór, fylgdi Sacha litli honum eftir. Það var þó ekki af Því, að hann væri svo sérstaklega hrifinn af frænda sínum, — miklu íremur hreifst hann innilega af gítarleikara hljómsveitarinnar og leik hans. Hann fór í fyrstu gítartímana. Framför hans var mikil þegar í byrjun. Fljótlega var lagður grundvöllur að jazzhljómsveit, sem 15 ára gamalt ungmenni stjórnaði. Nú var hann orðinn hljóm- listarmaður. Fjölskyldan settist á rökstóla til að ræða framtíð drengsins. Öllum var ljóst, að tón- VIKAN TVEIR „í TOPPIHUH” p AÐ er ekki auðvelt að ná frama í kvikmyndaborginni Holly- wood. Menn þurfa að hafa sitt af hverju til að bera til þess að ná þar „á toppinn", eins og kallað er, og samkeppnin er hörð. Og hafi menn líka heppnina með sér, eru því heldur engin takmörk sett, hve langt má ná. Sem dæmi þess má nefna Tony Curtis, sem nú á — til- Tony Curtis og Sammy Davis tölulega ungur að árum — heilt kvikmyndafélag og er einn eftir- sóttasti og tekjuhæsti leikarinn I Hollywood. Og að auki er hann kvæntur fallegri konu, dansk-banda- rísku leikkonunni Janet Leigh, og eiga þau tvö börn. Tony er áreið- aniega „á toppnum“. listin var honum allt, og auðvitað átti hann að fá að stunda hana áfram. En hann varð að læra eitthvert fag líka, og þess vegna var hann sendur til Ameríku til að leggja stund á hljómplötufram- leiðslu. Á hálfu ári náði hann að kynna sér allar grein- ar framleiðslunnar, frá innpökkun til kaupa á höfundarrétti, en á kvöldin lék hann sér til gam- ans á næturklúbbum í Harlem. Þannig hélt til veran áfram, eftir aö hann kom heim til Parísar, — hljómplötuútgáfa á daginn, jazzklúbbarnir á kvöldin. Hann var líklegur til frama, — utan alls annars hafði hann orðið þess áskynja, að hann gat sungið laglega. Á þessum tíma hitti hann Brigitte Bardot. Slúðurdálkar blaöanna gerðu hann frægan á met- tíma, en hann vildi bara ekki verða frægur sem „unnusti Bardot". Hann vildi vinna fyrir frægð- inni með söng sínum og leik. Og nú — löngu eftir ævintýrið með fallegu leikkonunni — er hann vel þekktur og í áliti í sinni grein, ekki sízt fyrir eina nýjustu hljóm- plötu sína, sem farið hefur eins og eldur í sinu um allt meginlandið, og heitir Scubidu. Á hálfum mánuði hafði það lag verið leikið inn á plötu í 21 útgáfu í París einni. VIK A N CUMMINS dieselvélin er öruggasti afl- gjafinn við hverskonar framkvæmdir. CUMMINS dieselvélin er léttbyggð, gang- viss og sérlega sparneytin. CUMMINS dieselvélin er notuð að stað- aldri af yfir G0 framleiðendum i vega- gerðarvélar og önnur tæki sem þeir framleiða. CUMMINS PT oliukerfið er einfaldasta olíukerfið i notkun. 1 því eru aðeins 188 hlutir samanborið við yfir 450 hluti i öðrum olíukerfum. ■ CUMMINS ■ Simi 17450. C N það var enginn barnaleikur fyrir hann að komast þangað frá öngstrætunum í Brooklyn, þar sem hann eyddi dögunum fyrir líklega sex árum. Það var löng og ströng barátta. Hjá Universal-kvik- myndafélaginu, þar sem hann fékk fyrstu smáhlutverkin, töldu menn, að hann væri ósköp venjulegur ung- ur maður, fremur snoppufríður. En svo tókst honum að sýna fram á, að hann gæti með góðum árangri leikið gamanhlutverk. Hlutverk hans urðu stærri með hverri nýrri mynd. Sama gilti um launin. Jafnvel hinir grimmustu gagnrýnendur hafa nú viðurkennt, að Tony hafi ótvíræða leikhæfileika. En það eru ekki að- eins hæfileikarnir, sem hafa gert það að verkum, að hann hefur náð svo langt. Viljakraftur hans og menntaþrá hafa átt sinn þátt í því líka. Á undanförnum árum hefur hann leitazt við að bæta upp mennt- unarskort æskuáranna, og honum hefur tekizt það framar vonum. NGI negrasöngvarinn Sammy Davis yngri er einnig gott dæmi þess, hve langt má komast, þegar vilji og þolinmæði eru annars vegar. Árum saman kom hann fram í næturklúbbum Bandaríkjanna á- samt föður sínum og gömlum frænda, og enda þótt hann ætti kost á betra starfi einn sins liðs, neitaði hann ávallt að yfirgefa föður sinn og frænda, sem höfðu kennt hon- um allt. Hann hélt áfram, allsendis ódrepandi, og nú hefur hann upp- skorið árangur erfiðisins. Nú ákveð- ur hann sjálfur laun sín, og nú ríf- ast menn um að fá hann til að starfa fyrir sig. Hann á tvær kvikmyndir að baki, Anna Lucasta og Porgy og Bess, sem báðar hafa náð miklum vinsældum. Hann hefur svo sannar- lega náð upp „á toppinn". í næsta blaði: Kvikmyndasagan „HERSHÖFÐINGI DJÖFULSINS“. (ory 09 Sophio Houseboat nefnist ný bandarisk kvikmynd frá Paramount Internati- onal kvikmyndafélag- inu. Aðalhlutverk mynd- arinnar leika þau Sop- hia Loren og Cary Grant. 1 myndinni eru þau hjón og eiga þrjú mannvænleg börn. Auð- vitað kemur hjónunum vel saman. En það er lika sagt, að þeim Sop- hiu og Cary komi ó- venjulega vel saman í einkalifinu og séu væg- ast sagt mjög „svag“ hvort fyrir öðru. Hvort meira verður úr þvi en orðin tóm, skal hins vegar látið ósagt hér, en bæta má því við, að Cary er nýskilinn, en Sophia harðgift. 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.