Vikan


Vikan - 18.02.1960, Qupperneq 7

Vikan - 18.02.1960, Qupperneq 7
svlpti af sér feldinum, stökk út í mjðllina, hrasaði á hné, kippti hart í taumana og kallaöi á Jónas, að hann skyldi nema staSar. Hún kallaði enn, baksaði áfram, kippti enn i taumana. Loks leit Jón- as um öxl, en í sömu andrá bar þá bræður að. Annar sparn af sér skíðunum, en hinn, Langi-Franz, réðst á Jónas, sem brá hendi fyrir andlit sér til varnar högginu. En það kom fyrir ekki. Lena sá.hnúa Langa-Franz skella á enni honum svo hart, að hann féll við á hnén bæði. Eh armur Langa-Franz hafði um leið komið við lend fáksins, sem þreif sprettinn og dró hana á taumunum. Hún sá strax fram á, að hún mundi verða að sleppa takinu á þeim, svo að hún tók það til bragðs að kasta sér upp á sleðann .Það munaði minnstu, að hann ylti, en þetta tókst, og hún reis upp á hnén og herti taumhaldið. Þá sá hún að Blakkur hafði fælzt. Hann æddi áfram á hröðu stökki, hóf- arnir skullu á ísinn, og mjöllin rauk um sleðann. Enn herti blakki fákurinn sprettinn. Frostkaldur gusturinn sveið á vöngum hennar, og hún fann fingur sína stirðna í takinu um taumana. Hún reyndi að blístra til merkis um, að fákurinn skyldi hægja sprett- inn og nema staðar, en varir hennar voru dofnar af kulda, svo að hún gat ekki gefið frá sér minnsta hljóð. Hún heyrði það á gnýnum, er skaflajárnin skullu á ísinn, að þau voru koniin yfir mjalldyngjurnar og nálguðust ströndina. I gegnum kófið greindi hún langa, myrka skuggarák. Langoddinn, hugsaði hún með sér, þar sem hún lá á hnján- um á sleðanum, hélt af öllum mætti sinum í táumana og rýndi í mjall- kófið. Langoddinn, hugsaði .hún, þar sem alltaf stendur opin vök. Hún kippti í hægri tauminn. En Það var um seinan. Það brakaði og brast í ísnum, sleðinn skall til. Lena heyrði skvettur og skvamp, er fákurinn blakki svamlaði í sjónum við skörina og sleðinn tók að sökkva. Sem betur fór, var þetta svo nálægt landi, að vökin var grunn, og um leið og sleðinn sökk, tókst Lenu með einhverju móti að klöngrast upp á skörina hinum megin. Hún sleppti taumunum, greip báðum höndum i mélhringina á beizli fáksins, sem komið hafði báðum fram- fótunum upp á skörina, slengdi til hausnum og hneggjaði hátt við al hræðslu. Lena reyndi að toga í beizlið, en kom ekki taki við. Auk þess varð hún að gæta sín, svo að skaflajárnaðir hófar fáksins slösuðu hana ekki, þegar hann krafsaði með þeim skörina. Hún gekk nokkur skref aftur á bak, kippti fast í taumana og reyndi að draga filakk upp á skörina, en það reyndist ógerlegt, því að sleðinn dró hann niður að aftan, og hún sá fram á, að ekki yrði hjá því komizt að leysa sleðann úr dráttartauginni til Þess að bjarga þeim blakka. — Svona, svona, tuldraði hún og reyndi að róa fákinn, sem krafsaði skaflajárnuðum hófunum í skörina í sifellu og reyndi hvað eftir ann- að að rykkja sér upp úr vökinni. En sleðinn kippti alltaf á móti. Lena lagðist á bæði hnén svo tæpt á vakarbarminn sem hún frekast þorði, reyndi að leysa dráttartaugina þeim megin, en fákurinn blakki var svo ókyrr, að henni varð það um megn. Þá heyrði hún hratt fótatak nálgast að baki sér. Henni var hrundið sterklega til hliðar, efldar krumlur kipptu dráttartauginni sundur, fyrst öðru megin, síðan hinni, sem fjær var. Lena lá á hnjánum og reyndi að róa fákinn blakka, en svo laut komumaður niður, greip í taumana, kippti fáknum upp á skörina og teymdi hann spöl frá vakar- barminum. Nú bar hún kennsl á hann, svo að ekki varð um villzt; þetta var Marteinn, sem brugðið hafði við henni til hjálpar. — En hvar var Jónas, og hvað tafði hann? Án þess að mæla orð frá vörum gekk Marteinn enn fram á skörina, dró sleöann úr vökinni upp á isinn, hnýtti aftur saman dráttartaug- arnar, tók siðan til fótanna og var þegar víðsfjarri. Lenu sortnaði fyrir augum af þreytu og áreynslu. Hvar var Jónas? Hvers vegna kom hann ekki? Hún strauk hvarmana og svipaðist um. Fákurinn blakki stóð fyrlr sleðanum. Hann var orðinn rólegur, en skalf þó enn og frýsaði. Lena sá eitthvað dökkt á hreyfingu úti'á isnum. Var Jónas þar á ferð? Framhald af bis. 35.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.