Vikan - 18.02.1960, Page 8
Árið 1956 voru margar bækistöðvar „fedayin“-sveitanna eyði-
lagðar.
Frásögn af egypzkum
..Fedayin” - hermönnum
Sjálfsmorðs-
sveitirnar
í Gaza
EGAR menn ferðast meðfram róstusömum
landamörkum Israels, komast þeir naumast
hjá því að heyra arabíska orðið fedayin, sem
eiginlega merkir sjálfsmorðingi.
Fadayin er nafnið á sérstökum egypzkum her-
mönnum, sem eru þekktir fyrir djarfar, — fífl-
djarfar, — árásir sinar inn í Israel. Mikil leynd
hvílir yfir öilum gerðum þeirra og bækistöðvum,
og Egyptar dásama þessa hugrökku föðurlands-
vini sína. Síðustu árin eru Egyptar farnir að taka
upp á því að kalla fedayin-hermenn sína iand-
varnarmenn, og stafar þetta aðallega af því, að
þá eiga þessar sveitir hægara með að hriá and-
stæðinga sina á landsvæðum, sem eru undir um-
sjón Sameinuðu þjóðanna.
Unnhaflega voru fedayin-hermennirnir félagar
í Bræðalagi Múhameðs, sem stofnað var af
egvnzkum kennara nálægt 1930 og hafði bað að
stefnumarki að stofna til hins heilaga stríðs gegn
vantrú (kristni, o. s. frv). Félagar i bræðralaginu
voru miklir fríhyggjumenn. og til dæmis var morð
talið réttlætanlegt, ef það varð til þess að efla
málstað bræðralagsins. hinir svokölluðu Fedayin
-— i — Islam (Píslarvottar Islams) voru sérfræð-
ingar í hvers kyns morðaðferðum. Þessir menn
urðu síðar fyrirmynd egynzkra hermanna, þegar
Egyptar stofnuðu til óeirða gegn Bretum við
Súez-skurð. Fedavin-sveHirnar hriéðu nú Breta,
allt hvað af tók. Þegar Bretar hurfu fré svæðinu
umhverfis skurðinn. var fedavin-hermönnunum
beitt gegn ísraelsmönnum víð Gaza. Að nafninu
til voru beir aðeins að vernda landið Fgvptar í
Sianí-evðimörk voru nú teknir að efla sjálfsmorðs-
sveitir sínar með Aröbum frí ísrael, Þessir Arabar
fengu nú inngöngu í fedavin-sveit.irnar.
, Fedayin-sveitirnar e>-u að nafninu til hluti af
hinum egypzka lífverði. Þær kvnna sér skæru-
hernað í svo sem eitt ár. Þeim er kennt að
sprengia upn vegi og járnhrautir og annað álíka
mikilvægt. Þeir eru venjulega klæddir hálfvegis
sem hermenn og hálfvegis sem óbrevtt.ir borg-
arar. Vopn þeirra eru veniulega vélbyssur af
sænskri gerð, „Gústaf Adolf", auk sprengiefna,
jarðsprengna og annars. Þegar á hólminn er kom-
ið, verða hermennirnir sjálfir að útvega sér mat
..með þvi að stela honum á býlum eða vöruskemm-
um. Þeim er skipað að éta gras. ef I harðbakka
slær. Það er Aröbum eiginlegt að forðast bardaga
að nóttu til. En fedavin-hermennirnir verða að
beita sér í skjóli næturinnar. Þeir eru á ferli á
næturnar og felast síðan á daginn. Fedayin-her-
ménnirnir fá milli 400 og 700 krónur í mánaðar-
íáun. Það er þrefalt til fjórfalt meira en venju-
legir egypzkir hermenn fá.
% Bretar veita þær upplýsingar, að mennirnir i
v' fyrstu fedayin-flokkunum hafi margir verið mikl-
V ir hugsjónamenn. t. t. stúdentar frá Kairó og
Alexandríu, sem börðust fyrir málstað sínum. Sið-
g‘. ar hvarf málstaðurinn í skuggann, og undanfarið
hafa fedayin-hermennirnir mestmegnis verið
hefnigjarnir Arabar frá Israel, sem flúið höfðu
á náðir Egypta. Þessir flóttamenn hafa ekki enn
fengið egypzkan ríkisborgararétt. Samkvæmt
ísrölskum skýrslum af yfirheyrslum voru einu
sinni afbrotamenn úr hinu stóra fangelsi í Gaza
tældir til þess að berjast fyrir föðurland sitt og
þeim lofað frelsi að því búnu.
Síðan 1948 hafa þeir hrjáð landamærabúa Isra-
els af mikilli elju. Reyndar hefur skæruhernaður
þessi ekki alltaf verið hernaðarlegs eðlis. Tiðum
hefur starfsemin einungis verið fólgin í smygli,
ránum og árásum á einstaka óvinaborgara. En
frá því 1954 tóku fedayin-hersveitirnar að skipu-
leggja árásir inn í Israel. Þessi herferð var alger-
lega opinber, og stjórnin í Kaíró gerði mikið veð-
ur út af þessu. Sérhver árás átti sér stjórnmála-
legar og hernaðarlegar orsakir. 1 þessum smá-
skærum voru vatnsleiðslur sprengdar í loft upp,
vegir eyðilagðir, skotið var á farartæki bæði her-
manna og óbreyttra borgara og handsprengjum
varpað inn í samkomuhús, skóla og íbúðarhús.
Hundruð Gyðinga létu lífið eða særðust. Skærur
fedayin-sveitanna voru nú mun hættulegri en
óskipulagðar skærur áður fyrr. Fedayin-sveitirnar
þrengdu sér inn i Israel hægt og bítandi. Á dag-
inn földust þeir í rústum, hellisskútum og hvar
sem þær fundu sér eitthvert skjól. 1 byrjun árs
1956 var skipulögð leyniárás inn í Israel. Fedain-
sveitirnar skutu upp kollinum langt inni í ísrael
og gerðu þar mikinn ulsa. Einnig stunduðu
fedayin-sveitirnar víðtækar njósnir í ísrael.
í fyrstu skeytti umheimurinn ekki þessum smá-
skærum. En þegar þetta endurtók sig dag eftir
dag, fór mönnum ekki að lítast á blikuna. En
smátt og smátt hættu menn samt aftur að taka
eftir þessum skærum, og engum var ljóst, hversu
mikið tjón Israelsmenn biðu í rauninni. Egypzka
stjórnin lýsti yfir því, að fedayin-sveitirnar væru
skipaðar Aröbum, sem væru að reyna að gera
Gyðingum lífið óbærilegt, og Egyptar ættu þar
engan hlut að máli. En Gyðingar sýndu nú þraut-
seigju sína, því að það þurfti hugrekki til þess
að mæta sífellt árásum óvinasveitanna. En þetta
hélt enn áfram. Það er einkennandi fyrir þann
anda, sem ríkir í þessum sveitum, að fjöldi
fedayin-hermanna gerði árás á Israelsmenn dag-
inn, sem Dag Hammarskjöld lét sveitir Samein-
uðu þjóðanna skerast í leikinn.
1 Gaza hafast við rúmlega 200.000 flóttamenn
rétt við landamæri ísraels, og á þeim slóðum ná
Bæði fsra-
elsmenn og
„sjálfsmorðs-
sveitirnar“
hafa lagt mik-
ið af jarð-
sprengjum. Hér J
sést norskur
hermaður í
liðssveitum Sameinuðu þjóðanna gera jarðsprengju óvirka.