Vikan


Vikan - 18.02.1960, Page 11

Vikan - 18.02.1960, Page 11
Barnið í sjúkrahúsinu að þcim, þá læddist fram úr augnkrókum hans tár, sem jafnvel hinn gamansami Busch fékk ekki stöðvað. Svipur drengsins varð þá svo undur-raunalegur, að inér fannst ég liafa stolizt í stólinn við rúmið hans. Ég dró mig þá i hlé, hopaði fyrir hinum hljóða trega, sem ég réð ekki við. Þessar minningar rifja nú upp fyrir mér ann- að atvik. Smátelpa, sem ég þekkti, veiktist hættulega og var flutt á sjúkrahús. Móðirin fékk ekki að heimsækja hana, en var að vonum mjög óróleg. Loks leyfði læknirinn þó, að ein- hver kunningi telpunnar kæmi til hennar; hann gæti þá borið orð á milli. Ég fékk að fara. Telpan var sýnilega mikið veik, en með fullu ráði. Hún horfði fyrst lengi á mig, eins og hún ætti erfitt með að koma mér fyrir sig. Svo andvarpaði hún: „Kemur mamma ekki bráðumV“ SJÚKU BARNI ER MÓÐIRIN ALLTAF HUGSTÆÐUST. Þegar barn verður fyrir slysi, sjúkdómi eða öðrum áföllum, væntir það sér hjálpar fyrst og fremst frá móður sinni og þráir nærveru hennar og umhyggju meir en ella. Ef ofsaleg hræðsla grlpur barn, leitar það eins og af eölis- hvöt til móður sinn.ir, og jafnvel þótt hún sé hvergi nálæg, hrópar það á hana. Sagt er, að margur fullorðinn bregðist einnig þannig við ógn dauðans. Svona öflug er sú taug, sem tengir móður og barn. En móðurfaðmurinn nægir ekki sem lækning við slysum og sjúkdómum. Sjúkt barn þarfnast þvert á móti aðgerða, sem aðrir kunna betur að veita en móðirin. Og þeim þykja afskipti móðurinnar jafnvel truflandi, af því að hún talar til tilfinninga barnsins og veldur því geðshrær- ingu með komu sinni og brottför. Hin ópersónu- lega umhyggja vandalausra hefur löngum þótt jafnsjálfsögð hjúkrun handa börnum sem full- orðnum. Menn gættu þess ekki, að tilfinninga- lífið er miklu sterkari þáttur í sálarlífi barns en hins fullorðna. En einmitt þess vegna er það barninu hættulegt, ef tengsl þcss við móðurina eru rofin, þegar það er sjúkt. Það dregur úr lífsþrótti þess og torveldar batann. Slys og sjúkdómar draga úr öryggistilfinningu og vekja kvíða, og liann magnast um allan helming við það, að barnið er fjarlægt frá móður sinni. Því verða legudagar barns á sjúkrahúsi langir og ömurlegir. Ég flutti drenginn minn tæplega 3 ára gaml- an í sjúkrahús. Hann var ekki sjúkur, en þarfn- aðist þó smávægilegrar skurðaðgerðar. Þetta var barnaspítali i Þýzkalandi, ódáinsakri hinn- ar ströngu reglusemi. Fyrstu vikuna mátti drengurinn enga heimsókn fá, að henni liðinni aðeins mjög sjaldan. Þegar ég sótti liann að 17 dögum liðnum, var þessi þróttmikli drengur næstum óþekkjanlegur. Ég veit ekki, hvort hann þekkti mig; þess sáust að minnsta kosti engin merki. Daufan og sljóan bar ég hann út i bifreið- ina. Mér fannst sem ég tæki við sjúku barni fyrir heilbrigða drenginn minn. Hann þurfti langan tíma til að öðlast aftur lifsfjör sitt, sjálfs- öryggi og trúnaðartraust. Framhald á bls. 21. Efri myndin: Meðan setið er á knjám móðurinnar er hægt að bera sig hressilega og litast um, en hvernig verður það síðar, þegar'hún er farin? Neðri myndin: Hjúkrunarkona á sænskum spítala gengur á milli rúmanna og styttir börnunum stundir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.