Vikan


Vikan - 18.02.1960, Qupperneq 15

Vikan - 18.02.1960, Qupperneq 15
ÞÚ KAUPiR FOKHELT — Þá er það verðið. Hvert er það, og hvað er innifalið í þvi? — 245 þúsund, herra minn. Mjög gott verð, get ég sagt yður. Innifalið í því verði er allur frágangur utan húss, múrverk og málning, útidyr, svaladyr, kjallarinn múrhúðaður og stigagangurinn, einnig ásamt hand- riði. Þá fylgir tvöfalt gler i glugg- um og miðstöð með allri hitalögn. — Já, sér er nú hvað, segir þú, yfir þig hrifinn. En spyrðu betur, kunningi sæll. Það er liitt og þetta, sem er ekki komið upp á yfirborðið. — Er þakið málað og fylgja niður- fallsrör? — Niðurfallsrörin l'ylgja örugglega, en ég veit nú bara ekki um málning- una á þakinu. — Auðvitað er það allt innifalið. — — Lika dúkurinn á stiganum? — Ja, það er nú svo lítið atriði. — Er harðviður í útihurðunum og plast á handriðinu í ganginum? — Það hlýtur að vera góður viður i hurðunum. — Ég veit satt að segja ekki, hvernig það er með plástið á handriðin. Það munar nú ekki svo miklu. — Er gott rými í kjallaranum, eða hefur húsbyggjandinn kannski holað þar niður íbúð? — Plássið er mjög gott, en að visu byggði hann þar litla ibúð. — Hverfigluggar? — Ég hef nú gleymt að spyrja að því. Annars held ég ekki. — Bilskúrsréttindi? — Það er eiginlega óákveðið. Lik- lega eru þau ekki með. — Fasteignasalinn getur náttúr- lega sagt mér, hvaða arkítekt teikn- aði húsið? — Ja, það stóð nú bara ekkert nafn á teikningunni. (Við getum sem sagt gengið út frá þvi, að arkitektinn hefur ekki verið neitt „stórt númer“, og kannski hefur það verið be-zt fyrir hann að sleppa undirskriftinni). ÆJA, karlinn, nú sérðu, að sitt- hvað er óákveðið, og þú getur alveg sagt þér það sjálfur, hver borgar þá reikninga. Þú skalt ekki víla fyrir þér að telja upp smáatriðin og hafa allt skýrt og ákveðið. Og þú skalt skrifa það niður við samnings- gerðina. Þér verður að vísu fenginn fjölritaður samningur, og þú þarft aðeins að skrifa nafnið þitt undir. En seljandinn lætur kaupin áreiðanlega ekki ganga til baka, þótt þú bætir við nokkrum atriðum. Svo áttu eftir að spyrja um greiðsluskilmála. — Þetta á að borga úl — eða hvað? — Aðeins 195 þúsund út eða því sem næst. Að vísu lét hann sér nægja að fá 50 þúsund út í byrjun, en íbúð- irnar hafa selzt svo vel, að ég býst við því, að hann vilji fá þessi 195 þúsund á mánuðunum til vorsins. f 4 Afganginn, 50 þúsund, lánar hann til "r'i 5 ára ineð 7% vöxtum. — Svo kæmi það ef til vill til greina að múra fyrir yður ibúðina. Með því inóti kostar hún 285 þúsund. Já, hann tek- ur 40 þúsund fyrir einangrun og múrverk. — Þér gætuð kannski frætt mig um það, livað ibúðin mundi þá kosta fullbúin, ef ég keypti hana múraða á 285 þúsund? — — Það fer auðvitað eftir þvi, hvað mikið yrði lagt i hana. En miðað Við venjulegan frágang yrði hún fullbúin á svona 350—370 þúsund. Það er mjög lítið verð fyrir 100 fermetra ibúð. (Nú nefnir hann ekki fjögur her- bergin meira). — 350—370 þúsund. Það fer hita- bylgja um þig. Það er hreint ekki mikið verð. Ekki nema 100 þúsund fram yfir það, sem þú færð fyrir kjallaraibúðina. Þú flýtir þér heim og sýnir konunni þinni allar þessar áætlanir. Eftir að gengið hefur verið frá samningum og hið gullna tæki- færi hefur verið hreppt, sofnið þið sæl eins Og börn. — og hvílik bless- uð börn. Framhald á bls. 31. Lögfræðingurinn segir: i GUÐJÓN HÓLM, lög- fræðingur, hefur lát- ið Vikunni í té fjög- ur lögfræðileg atriði, scni hann taldi væn- leg sáluhjálparatriði að hafa vitneskju um fyrir þann, sem ætl- ar að kaupa fokhelt. 1) Mikilvægt er, að kaupandinn athugi, að gengið hafi verið frá lóðarsamningi við bæjaryfirvöldin. Astæðurnar fyrir því eru tvær: a) Sé lóðarsamningur ekki fullnægjandi, fæst hvergi lán í opinberri lánastofnun né sjóði. fbúðin er þá ekki virt sem fasteign, heldur sem lausafé, eins og til dæmis bíll. b) Ef viðkomandi ætlar sér að selja íbúðina síðar, þá skortir hann fullkomna eignarheimild, sé lóð- arsamningur ekki í lagi. 2) Kaupandi þarf að láta þinglýsa kaupsamningn- um og seinna afsalinu. Venjulega er trassað að þing- lýsa kaupsamningnum, en slíkt hefur engan auka- kostnað í för með sér, því að þá þarf ekki að borga stimpilgjald af afsalinu á eftir. Með þessu hefur kaup- andinn tryggt réttindi sín gagnvart seljanda, og sam- kvæmt lögum um stimpilgjöld er ólöglegt að þing- lýsa ekki kaupsamningunt. 3) Kaupanda skal bent á að taka alls ekki þátt ( skattsvikum í sambandi við kaup á fokheldri íbúð. Seljandinn kann að fara fram á það við kaupandann að láta svo sem 30—50 þúsund af kaupverðinu „hverfa“, — það er að segja, að á framtalinu er íbúð- in talin hafa verið keypt fyrir þetta miklu Iægri upp- hæð en raunverulega var. Þetta kann kaupandanum að virðast, að geti komið sér vel fyrir hann líka, en ef upp kemst, — og það gerir það oft, — þá verður þessi upphæð tvöfölduð og síðan bætt við tekjur hans. Þegar menn standa í byggingu, kenuir sér illa að þurfa að borga skatta af 60—100 þúsund hærri upphæð en árslaunin voru. 4) Menn athugi það, að eigin vinna þeirra er skatt- lögð fyrir þann hluta íbúðarinnar, sem þeir nota ekki sjálfir. Aukavinna telst það því aðeins, að ekki fari fram úr 1200 tímuni á ári eða því sem næst 4 tímum á dag í 25 daga á mánuði að jafnaði. Sé talin fram meiri eigin vinna, er Htið svo á, að húsbyggj- andinn hafi verið f vinnu hjá sjálfum sér, og þá er hann skattlagður fyrir þá tíma, sem eru fram yfir 1200, og honum reiknaðir um 25 krónur á tímann. V IK A N j

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.