Vikan


Vikan - 18.02.1960, Side 18

Vikan - 18.02.1960, Side 18
m 4* HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þú skalt ekki skemmta þér allt of mikið í þessari viku, heldur reyna að sinna íjöl- skyldu þinni — þú færð miklu meiri skemmtun af því. Vinur þinn mun verða þér að ómetanlegu liði í vikunni, og skaltu eftir megni reyna að votta honum þakklæti þitt. Nautsmerkiö (21. apr.—21. mai): Ein- hver breyting verður á hógum þínum, og vafalaust verður hún til bóta. Þú munt lenda í deilum við einn kunningja þinna, og ekki er víst að þið náið sáttum i bráð. E'n allt bendir til þess að þú hafir á réttu að standa, svo að þú ert með pálmann í höndunum. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Um helgina verður þér komið þægilega á ó- vart. Gamall kunningi þinn kemur skyndilega fram á sjónarsviðlð, og mun flest snúast i kringum hann í vikunni. Ef þú ætiar að ráðast í stórræði, er þetta einmitt vik- an til slíks. Þú munt lenda i kiandri út af gamalli skuld. Heillatala 5. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Ef lífiö leikur ekki við þér í vikunni, skaltu leita ráða þér eldri manna, og þar með verður vandinn leystur. Vikan er karl- mönnum til mikilla heilla, en ekki er sama að segja um konur, þó einkum ógiftar konur. Helgin verður þó öllum til ánægju. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Liklega munt þú koma fram opinberlega í vik- unni, og skalt þú undirbúa þig vei -— ellegar kannt þú að mæta harðri gagn- rýni. Þér finnst einn kunningi þinn gera á hlut þinn, en ef svo er, er það algeriega óafvit- andi. Fimmtudagur verður dagur óvæntra atvika. Meyjarmerkiö 24. ág.—23. sept.): Þú munt lenda í sérkennilegum félagsskap í vikunni, og þótt þú kynnist ekki fólk- inu nánar, munu kynni þín af því verða þér til mikillar ánægju síðar meir. List- rænir hæfileikar þínir fá að njóta sín í vikunni. Þér munu græðast peningar óvænt. Heillalitur blátt. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú munt sinna einu áhugamáli þinu mikið í vikunni, og er það vel. Þessi ástundun þin mun leiða af sér skemmtilegan at- burð i lok vikunnar. Vinur þinn mun leika skemmtilega á þig, en þú mátt ekki taka Það illa upp, því að þetta er aðeins græzkulaust gaman. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Um helgina rnunt þú tefla á tæpasta vaðið í máli, sem þér er mjög annt um, og eí þú ferö ekki að öllu með gát., munt þú iðr- ast þess mjög. 1 samkvæmi kynnist. þú konu, sem gæti orðiö þér að miklu liði. f-’ú virðist einum of eigingjarn þessa dagana. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Vikan verður einstaklega tilbreytingarlítil, og hætt er við að þú verðir gripinn lifsleiða, nema þú gerir þér litið að góðu. Þó ger- ist eitthvað á laugardag, sem kemur þér i gott skap. Þú ert of kröfuharður þessa dagana og ætlast til of mikils. Heillalitur rautt. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú færð skemmtilega hugmynd í lok vik- unnar, og telja stjörnurnar sjálfsagt að reyna að hrinda henni i framkvæmd. En til þess skalt Þú leita liðsinnis kunningja þíns. Vertu á varöbergi gagnvart fólkí. sem þú þekkir ekki of vel, því að einhver vill þér miður vel. Heillatala 4. aVatnsberaraerlúö (21. jan.—19. feb.): Þetta verður vika mikilla öfga: Þú munt annars vegar skemmta þér mikið og einnig verða fyrir miklum vonbrigðum. Gamall kunningi þinn bregzt liklega trúnaðartrausti þinu, en liklega stafar það af mis- skilningi, svo að þú mátt ekki taka það of illa upp. Fiskamerkið (20. feb.—20. marz): Úti- vera er þór bráð nauðsyn í vikunni. Þú ert orðinn heilsutæpur og veitir ekki af hreinu lofti. Vinir þínir nokkrir koma þér skemmtilega á óvart um helgina. í sambandi við einhvern merkisatburð í fjölskyld- unni kernur dálítið einkennilegt fyrir, sem á eftir að breyta framlið þinni. Minnkandi velta hjá gripdeildinni Við vissum, að það var unun að verzla í Egilskjöri, en við fórum þangað ekki til þess, heldur til þess að hitta að máli Kolbein Kristinsson. Það var rétt fyrir lokunartíma og mikil ös í búðinni. Kolbeinn er verzlunar- stjóri i þessari fallegu kjörbúð, og hann var önnum kafinn við að leiðbeina viðskiptavin- um. Hann kvaðst sannfærður um ágæti kjör- búða; meðal annars væri hægt að komast af með færra starfsfólk. Hann er þó ef til vill þekktari sem frækinn íþróttamaður en verzl- unarfrömuður og var fyrir nokkrum árum toppmaður í hástökki og stangarstökki. Stökk hann vel yfir hæð sína í hástökki, og hefur það alltaf þótt virðingarverður árangur. Það var, meðan Kolbeinn átti heima á Selfossi og starfaði hjá Kaupfélagi Árnesinga. Hann var þá potturinn og pannan í íþróttalífi á Selfossi, og kom þá um tíma hver afreksmaðurinn af öðrum frá Selfossi, meðan handleiðslu Kolbeins naut við. Nú hefur mjög dofnað yfir íþróttafrægð Selfyssinga, og Kolbeinn á litið sem ekkert við æfingar, en hann er jafn- léttur i spori og tággrannur eins og þegar Iiann var í landsliði Islendinga. Við spurðum Kolbein, hvort erfitt væri að hafa umsjón með svona stórri verzlun, Hann kvað það ekki með öllu erfiðleikalaust — eins og öll önnur störf, sem unnin væru af kostgæfni. — Mikið um gripdeild'r i kjörbúðinni? — Þið eruð alltaf ólmir í gripdeildir. Ég get sagt ykkur, að þær eru ákaflega sjald- gæfar og þó mun minna núna í vetur en áður. Það getur líka verið af því. að maður sé misjafnlega vakandi. Auðvitað á starfs- fólkið að hafa augun hiá sér, án þess að beri á því. Við megum bókstaflega til með það. — Er þá tekið strangt á því, ef stuldur kemst upp og einhver er staðinn að verki? — Sá hinn sami er að sjálfsögðu yfirheyrð- ur, en ekki kærður, — það er að segja, — ekki við fyrsta brot, og ég veit ekki til Þess, að ítrekuð brot hafi komið fyrir. — Hvort eru það fremur karlmenn eða kvenfólk, sem fellur fyrir þessari freistingu? — Það verður að gæta þess, að af við- skiptamönnum hér eru alltaf 70—80% kven- fólk, svo að ekkert er að marka, þótt það sé í meiri hluta, — já, raunar mjög miklum meiri hluta Svo kemur það fyrir, að börn taka ófrjálsri hendi, stundum er það af óvita- skap og þá hringir maður heim til foreldra þeirra. Framhald á bls. 33. Þessi fegurðarsamkeppni fór raunar fram á árinu sem leið, og það er ekki seinna vænna að birta úrslitin, áður en fegurðar- kappmót ársins 1960 hefjast. En sem sagt, — þetta var Miss World- keppnin, ekki á Langasandi, held- ur í London, og sigurvegari varð ungfrú Corine Rottschaffer frá Hollandi. Hún er í miðið og þykir minna á hina frægu furstafrú í Monaco, Grace Kelly. Það er ekki leiðum að líkjast. Lengst til vinstri er Anne Thelwell frá Englandi, þá kemur Maria Ross- ell frá Perú, og hinum megin við fegurðardrottninguna er Ziva Shomrat frú fsrael og Kirsten Olsen frá Danraörku. Þær dansa / í Las Vegas Sænskt kvenfólk þykir mjög edtirsóknarvert á er- lendum skemmtistöðum, og Sviar segja sjálfir, að kvenfólk só orðið ein helzta útflutningsvara þeirra og sjálfsagt hin langvinsælasta. Sænskar stúlkur réðu sig í liópum á næturklúbba í Mílanó á ftaliu, og var mikið skrifað um það mál í sænsk blöð. Töldu þau stúlkurnar eiga óglæsilega framtið og spáðu illa fyrir för þeirra. Hér höfum við mynd af tvíburasystrun- um Gudrun og Mai-Lis. Þær fóru alla leið til Las Vegas í Bandarikjunum, en sú borg er einna þekkt- ust fyrir fjárbættuspil -og hvers konar djarfar skemmtanir í villta vestrinu. Þær Gudrun og Mai-Lis hafa mjög gott kaup og telja starfið á engan hátt áhættusamt, og þær ætla aftur heim til gömlu Svi- þjóðar, þegar þær eru búnar að græða nóg á Kan- anum. Magnús Jngimarsson & Co á æfingu Við mættum Magnúsi Ingimarssyni lijá Frí- kirkjunni; hann var að fara á æfingu með hljómsveit sinni 1 Framsóknarhúsinu og við slógumst í för með þeim. Þau voru mætt hin fjögur, einn Pétur, tveir Gunnarar og Sigrún Jónsdóttir, sönglcona. Magnús Ingimarsson hefur orðið kunnari danshljómlistarmaður með hverju árinu sem líður og útsetning hans á hinum ágætu lögum Jóns Múla í „Rjúkandi ráð“, var ekki sízt til þess að efla hróður hans. Magnús er annars af svarfdælskum og ís- firzkum uppruna, en uppalinn að mestu i „út- hverfum“ Dalvíkur. Þar lærði hann lítilsháttar í orgelspili á sinum yngri árum, en fluttist suður 1945 og lagði stund á prentiðn að gagn- fræðanámi loknu. Eftir að Magnús kom til höfuðstaðarins lék hann á harmoniku með Gunnari Kristjánssyni og fleirum. Þeir spiluðu víða um sveitir og þó mest á Snæfellsnesi. Píanóleikurinn kom svo að sjálfu sér eftir haldgóða æfingu á magaorgelið og þá byrjaði hann að leika listir sínar fyrir Reykvíkinga, fyrst í Vetrargarðinum og ú Borginni. I fyrra- vetur lélc Magnús á píanó með hljómsvejt Gunnars Ormslev i Framsóknarhúsinu og nú er hann sjálfur orðinn forustusauður; spilar jöfnum höndum á pianó og hormoniku, eftir þvi sem við á. Pétur Jónsson er saxofónleikari i hljóm- sveit Magnúsar. Hann hefur langa æfingu að baki; átti um tima heima i Noregi og spilnði þá með ágætri hljómsveit, sem kennd er vjð Kjell Karlsen. Pétur er útlærður prentari eins og liöfuðpaurinn og vann um tima við auglýs- ingateikningar lijá Aftenposten í Oslo. Áður spilaði Pétur á barryton-saxofón en nú er hann með alto-sax — það er talið betra í lítilli hljómsveit. Gunnar Sigurðsson leikur á bassa. Hann byrjaði músikferjl sinn með gítarspili um Framhald á bls. 21. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, talið frá vinstri: Pé.ur Jónsson, Gunnar Sigurðsson, Magnús Ingimarsson (situr), Sigrún Jónsdóttir o ' Gunnar Mogensen.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.