Vikan - 18.02.1960, Síða 23
sem hún bæöist afsökunar ú návlst slnni. Hún
kunni illa við sig í þessum nýtízku kjól, enda fór
hann henni ekki vel, og ef hún lenti í vandræðum,
sá ég hana spyrja Corine ráða.
Hún er svo innilega auðmjúk, að það liggur við
að mann langi hvorki til að líta við henni né
mæla hana máli, vegna þess, að það liggur svo
mjög i augum uppi, að slíkt kynni að koma henni
í bobba.
Hún getur fyrst andað léttara ef henni tekst að
fela sig úti í einhverju horni, enda kom það
nokkrum sinnum fyrir, sérstaklega eftir mat.
Þegar bíllinn var að renna heim, tautaði Viviane:
— Vesalings maðurinn.
— Hver?
— Moriat.
— Hvers vegna ?
— Það er ægilegt fyrir mann i hans stöðu að
dragast með þvílíka konu. Ef hún hefði minnstu
sómatilfinningu, væri hún búin að veita honum
lausn úr hlekkjunum fyrir löngu síðan.
— Hefur hann óskað eftir skilnaði?
— Ég býst við að hann hafi ekki haft kjark
til þess.
— Myndi Corine kvænast honum, ef hann væri
laus og liðugur?
— Þeim væri svo til ómögulegt að giftast. Það
væri pólitískt sjálfsmorð, þar sem Corine er svo
auðug að hann yrði sakaður um að hafa gifst
til fjár. Ef ég á að segja eins og er, neyðast þau
bæði til að nota þessa aumingja manneskju sem
einskonar brjóstvörn.
Þessi ummæli snurtu mig djúpt, þó ekki væri
nema vegna þess, hve greinilega þau undirstrikuðu
harðneskju Viviane gagnvart hinum minnimáttar.
Þau sýna hvað hún hlýtur að hugsa um Yvette
innra með sér og hvernig hún hlýtur að tala um
hana I vinahópi.
— Ertu orðin ákveðin með levfið þitt?
— Já.
— Hvert ?
— Eg veit ekki ennþá.
Það er ekki einasta að hún hugsi sér ennþá að
fara með mér, heldur er hún handviss um að ég
muni fara niður að sjó. Því að þá sjaidan við höf-
um farið upp til fjalla, hefi ég látið i veðr! vaka,
að mér fynndist loftslagið þar hafa ill áhrif á
mig. Ég er sannfærður um að hún notar hverja
stund til að útbúa sig með fatnað til Miðjarðar-
hafsstrandar, og því heiti ég 5 hljóði, að segja
ekki stakt orð fyrr en á síðustu stundu.
Sunnudaginn, 4. des.
— Jeanine — og buxurnar.
Hvað skyldi Bordenave hugsa ef hann sæi þessa
athugasemd. I rissblokkinni minni? Siðari hluta
sunnudagsins dvaldi ég á Quai d'Orléans, eins og
flesta sunnudaga aðra. Það var kalt í veðri. Fólkið
úti á götunni flýtti sér, en inni i íbúðinni var
þægilegur ilmur af kubbum á arineldinum.
— Ertu viss um að þig langi ekki til að fara út?
spurði Yvette.
Hún er sifellt að verða gefnari fyrir að hnipra
sig saman, hlýlega og kurrandi, inni í upphitaðri
dagstofunni eða svefnherberginu, og sem vænta
mátti, er Jeanine að verða æ fyrirferðarmeiri i
einkalífi hennar, — og raunar beggja, svo það
veldur mér stundum óþægindum. Ég skil að það
muni vera gott fyrir Yvette. Hún hefur aldrei
strauk þó með höndinni um bakhluta hennar, en
Yvette hélt áfram:
— Tekurðu ekki eftir neinu?
Ójú. Undir kjólnum var hún ekki í neinum nær-
klæðum, þar var ekkert annað en bert hörundið,
sem ytri klæðnaðurinn lék lauslega um.
—■ Við höfum komið okkur saman um að hætta
að vera í sundfötum heima fyrir. Það er meira
gaman.
Hvert sinn er við gefum ástum okkar lausan
tauminn nú orðið, spyr hún mig hvort hún megi
kalla á Jeanine, og núna á sunnudaginn spurði
hún ekki einu sinni. Það virtist vera sjálfsagður
hlutur.
Þegar þær eru saman, eru þær báðar í dásam-
lega léttu skapi, og oft er það, þegar ég kem inn,
að ég heyri þær vera að hvíslast á og reka upp
hlátur á milli. Stundum líta þær hvor á aðra, yfir
öxl mér, þýðingarmiklu augnaráði. Jeanine er allt-
af að verða blómlegri, og hún gerir ægilegt at
1 okkur Yvette. Stundum dregur hún mig fram að
dyrum og hvíslar að mér:
-— Hvað finnst þér um hana? Finnst þér hún
ekki vera ánægð?
Jú, vist er um það, en ég hef séð hana leika í
of mörgum hlutverkum til þess, að vera ekki við
öllu búinn. Sem við nú lágum þarna og horfðum
á logana leika um eldstæðið, tók Yvette að rekja
raunir sinar af kátlegri kaldhæðni, sem ekki var
alltaf i samræmi við myndir þær er hún upp-
málaði. Þetta bar nefnilega vott um vissa spillingu,
sem ég hefði ekki gert ráð fyrir og kunni ekki við.
Hún gerir garaan að þessu núna, og beinir orðum
sinum til Jeanette, sem étur allt um eftir henni,
skjálfandi röddu.
Þennan sunnudag komst ég að því, að Yvette er
ekki eins minnislaus og hún vill vera láta. Þegar
við vorum orðin ein og búið að slökkva ljósið,
hjúfraði hún sig að brjósti mér. Ég fann að skjálfti
fór um hana við og við, og loksins spurði ég hana:
— Um hvað ertu að hugsa?
Hún hristi höfuðið og strauk hárinu við kinn
mina. Það var ekki fyrr en ég fann að tár féll
á brjóst mitt, sem ég vissi að hún var að gráta.
Hún átti bágt með að s'egja það, sem henni bjó
í brjósti. Ég varð hrærður og íaðmaði hana blið-
lega að mér.
— Segðu mér það, yndið mitt.
— Ég var að hugsa um hvernig þetta yrði.
Hún fór aftur að gráta og hélt áfram í sundur-
slitnum setningum:
— Ég gæti ekki þolað það nú orðið. Ég er sterk,
ég hef alltaf verið sterk á svellinu, en . . .
Hún saug upp i nefið, ég vissi að hún var að
þurrka sér á lakinu.
— Ef þú yfirgæfir mig, held ég að ég færi og
fleygði mér í Signu.
— Ég veit að hún myndi aldrei gera það, þvi
hún er svo hrædd við dauðann. En hún gæti gert
tilraun til þess og hætt við það á siðustu stundu,
kannski til að vekja meðaumkun áhorfenda. Hitt
er enginn vafi að henni myndi líða illa.
— Þú ert fyrsta maðurinn sem gefið hefur mér
tækifæri til þess að lifa mansæmandi lífi, og mig
furðar alltaf á því. Ég er ekki góð manneskja.
Ég hefi farið illa með þig og mun gera það áfram.
— Uss.
— Kærirðu þig nokkuð um Jeanine?
— Nei.
ekki einmitt kátust, þegar þær eru tvær einar,
hún og Jeanine.
Það er eins með hana og Mazetti. Skiptir ekki
máli þótt hún sjái mig í afskræmdustu og óhrjá-
legustu mynd. Ég er henni alltaf hinn mikli lög-
maður, sem bjargaði henni og auk þess er ég
auðugur maður. Ég er handviss um að hún ber
virðing og lotningu fyrir Viviane og gæti ekki
til þess hugsað að taka hennar sæti.
— Viltu segja mér, þegar þú verður þreyttur á
mér?
— Ég verð aldrei þreyttur á þér.
Það snarkar í kubbunum. Húmið er merlað
dimmrauðum bjarma, við heyrum til Jeanine, hin-
um megin við þilið, hún er á ferli í herberginu,
svo leggst hún þunglega í rekkjuna.
— Veiztu að hún hefir eignast barn?
— Hvenær?
— Þegar hún var nítján ára gömul. Nú er hún
tuttugu og fimm. Hún sendi það til einhvers fólks
úti í sveit og það vanrækti barnið svo hræðilega,
að það dó af meltingarkvilla. Það var sagt að
maginn hefði allur verið bólginn.
Ójá, móðir mín lét mig líka til einhvers fólks
úti í sveit.
— Ertu hamingjusamur, Lucien?
— Já.
— Þó að ég valdi þér öllum þessum vandræðum?
Til allrar hamingju fór hún loks að sofa, og ég
hugsaði stundarkorn um Mazetti. Hann hefir ekki
komið ennþá, til þess að snöltra kringum Quai
d'Anjou, og ég hefi áhyggjur út af þvi, mér er
illa við það, eins og allt sem ég ekki skil hvernig
stendur á. Ég heiti því með sjálfum mér, að hugsa
eftir honum á morgunn. Og loksins er komið að
mér að lognast út af, frammi á rúmstokk, þvi
Yvette hefir hniprað sig saman I miðri hvilunni
og ég vil ekki vekja hana.
Þriöjudaginn, 6. dea.
— Grégoire og Javel.
— Ég get ekki gert það á mánudaginn, þegar
til kom, þvi það var mér svo mikill annadagur.
Ég var nærri alltaf i símanum, því þegar fólk
kemur heim úr helgarleyfum, er það líkt og iðrun
gripið og tekur i ósköpum til við alvarleg störf.
Ég gæti sett upp skrá yfir skap manna alla
vikuna. Á þriðjudögum er það komið i samt lag
eftir helgarfríið, en svo er það farið að hlakka
til aftur þegar líður á fimmtudaginn, og það
herðir á þvi við starfið, til þess að geta komist
aftur út i sveit um miðjan dag á föstudag, eða
að morgninum helzt.
Svo var það á þriðjudaginn, eftir þvi sem stendur
í rissblokkinni minni, að ég hringdi til Grégoire.
Ég þekkti hann frá háskólaárunum og hann varð
seinna prófessor í læknisfræði. Við hittumst varla
á fimm ára íresti, en þúumst þó enn af gömlum
vana.
— Hvernig liður þér?
— Vel. Og þér? En konunni þinni?
— Prýðilega, þakka þér fyrir. Mig langar til
að biðja þig að gera mér greiða, af því að ég veit
ekki hvern ég ætti annars að biðja.
— Mér væri ánægja að hjálpa þér, ef ég get.
— Það er vegna stúdents sem heitir Léonard
Mazetti.
— Ég vona að það sé ekkert viðkomandi stöðu.
S iVk
16. HLUTI
verið svona hress, liggur oftast vel á hennl, og
það glaðlyndi virðist engin uppgerð, eins og áður.
Ég er nærri viss um að hún hugsar ekki mikið til
Mazetti.
Ég kom þangað fyrir kaffitíma, og þegar Jeanine
var að bera á borð fyrir okkur, sagði Yvette:
— Taktu á henni að aftan.
Ég vissi ekki við hvað hún átti með þessu, en
— Hún verður að njóta einhverrar ánægju lika.
Hún er góð við mig. Hún finnur upp allt mögulegt
til þess að gera mér lífið létt. Og þegar þú ert
hér ekki, þá er ég nú stundum leið I lund.
Ég viðurkenni leikarahæfileika hennar. Þeir eru
henni alltaf tiltækir, innan um og saman við
einlægnina. Til dæmis er síðasta setningin hennar
æði mikið ýkt, þvi mikið má það vera, ef hún er
Hann varð allt i einu kuldalegri I rómnum.
— Nei. Mér þætti vænt um að fá að vita hvort
hann hefir innritast formlega í læknaskólann, og
hvort hann hefir stundað námið reglulega, upp á
síðkastið.
— Á hvaða aldri er hann?
Framhald 1 næsta blaðl.
VIKAN
23