Vikan - 18.02.1960, Page 34
Auk þess að vera
nauðsynlegt við bakstur,
er ROYAL lyftiduft ágætt við aðra matar-
gerð, t. d. við eftirfarandi:
Eggjakökuí (ommelettur)
verða léttarl ef þér notið
Vi teskeið (slóttíulla) af
ROYAL lyitiduftl d móti
hverju eggi.
Næst er þór steykið físk
biandið ROYAL lyftiduiti
saman við raspið. Hið
steykta verður betra oq
stokkara. Hæiilegt er að
nota l/i tsk. (sléttiulla) ai
ROYAL lyitidufti ó móti
30 qr. ai raspi.
KartöQustappan verður
loitmeiri oq betri ei 2 tsk.
(sléttfullar) cd ROYAL
lyftlduitl eru hrærðar
caman við moðalakamrat
Marensbotnar oq annað gert
úr eqgjahvitum oq sykri verð*
ur fingerðara ei ROYAL lyfti-
duft er notað. þannig: A móti 2
mtsk. (slótti.) ai sykri og einni
eqqjahvitu koml V» tsk. (slétti.)
af ROYAL lyfUduitL
Royal lyftiduft er
heimsþekkt gaeðavara sem reynslan
hefur sýnt aS aetið má treysta^
NOTIÐ
Royal
HEIMILISTRYGGING
ER HEIMILISNAUÐSYN
SAMVH MMUTTIEYCG (BD^dSAE
SAMBANDSHÚSINU - REYKJAVÍK - SlMI 17080
Auðnuleysingiar
Framhald af bls. 5.
við þeim flökkurum, sem voru grá-
lúsugir, kjaftforir og þjófgefnir, þvi
að guð hafði nú einu sinni lagt þessa
ógæfu á þá, á meðan jarðvist þeirra
stóð, en þegar þeir komu til hans
á liimnum, lót hann engla sína þvo
af þeim alla óværu, — þó varla
upp úr keitu eða stöðnu kúahlandi,
eins og gert var hérna á bænum.
Það var að minnsta kosti ótrúlegt,
að englarnir væru að sullast i þess
háttar óþverra. — Og þegar þeim
hafði siðan verið kembt og greitt,
færði Sankti-Pétur þá i tandur-
hreina, livíta skikkju og setti þá
innar við veizluborð himnaríkis en
sjálfan prestinn og sýslumanninn.
Og svo átu þeir og átu, hámuðu í
sig allar þær dýrlegu kræsingar,
sem bættu þeim allan sultinn og
þorstann, sem þeir höfðu orðið að
þola á flakki sinu. En hann sjálfur,
smalastrákurinn, sem auk allra ann-
arra ólánsathafna hafði hlegið að
flakkara, hent gys að skjólstæðingi
guðs, meira að segja þeim, sem var
þeirra meinlausastur og minnstur
fyrir sér, átti sér ekki einu sinni
neina sögu, — hvar mundi hann
verða settur? ... Rauðhærða, frekn-
ótta og saman rekna smalastrákinn
liryllti við þeirri tilhugsun, og það
lá við sjálft, að hann óskaði sér. þess
að mega skipta kjörum við voteygan,
gráhærðan, tötrum búna aumingj-
ann, sem sat þögull á fleti með hend-
ur í skauti sér og var svo vesæll
og fátækur, að hann átti sér ekki
einu sinni neina sögu ...
Aðrir flakkarar áttu sér sögu. Óli
gossari liafði verið einstaklega
myndarlegur drengur og mesti efni-
leghcita unglingur, sagði fólkið.
Hann kunni flestum fullorðnum bet-
ur taumhald á viljugum gæðingum,
en það var einmitt sú iþrótt hans,
sem gerði gæfumuninn, þvi að liann
fylltist ofmetnaði í ungæði sinu,
lézt aldrei koma á bak nógu fjör-
miklum hesti og hlaut fyrir þá refs-
ingu, að hann féll af baki ungum
fola, sem hann hafði tekið í óleyfi
föður sins, — að fólk sagði, — hlaut
svo harða byltu, að liann lá rúm-
fastur langa hrið,. meðvitundarlaus
fyrst i stað, og lcom aldrei til sjálfs
sín eftir það, varð aldrei matvinn-
ungur og flakkaði löngum um ná-
lægar sveitir, sníkjandi og hnupl-
andi. Iiann átti sér sögu, meira að
segja lærdómssögu og til viðvörunar
þeim, sem ofmetnuðusl af atgervi
sínu, og þá sögu fengu framgjarnir
og glannafengnir unglingar oft að
heyra, — hvernig fór fyrir honum
Óla gossara, aumingjanum ...
Þannig hafði gu?i ekki aðeins refs-
að honum fyrir ofmetnaðinn, lield-
ur og útvalið hann til að forða öðr-
um frá sömu synd, gert honum ein-
um að hera ævilangt ógæfu öðrum
til gæfu. Og það gat þvi ekki hjá
því farið, að hann sæi það við hann
á himnum, — ekki ósennilegt, að
hann setti undir hann gæðing,
rennivakran og ljónviljugan, og þá
mundi nú öldungis hækka risið á
Óla karli gossara. En hvort það yrði
þá jafnhátt risið á þeim, sem gerðu
gabb að honum, nörruðu hann til
að stela dauðri rottu í búðinni niðri
á Skaga forðum, — það var annað
mál. Óli var eitthvað við slcál, reik-
aði á milli kaupmanna og snikti
brennivin úr lekahyttunni, og venju
samkvæmt var slangur manna fyrir
utan búðarborð, því að þar var
dagiegur samkomustaður karlmanna
í plássinu, einkum þegar ekki var
róið. Þeir vissu, að óli garmurinn
var aldrei jafn-stelvis og þegar
liann fann á sér, tóku nú saman ráð
sln, tóku rottu, sem drepin hafði
verið i pakkhúsinu, vöfðu henni
snyrtilega innan í bréf, lögðu á
„diskinn“ og þóttust vera niður
sokknir i samræður, þegar Óla goss-
ara har að, svo að hann sæi sér
færi á að grípa böggulinn og stinga
honuin í pokann, sem hann bar jafn-
an á ferðum sinum. Og ekki nóg
mcð það, — þegar hann hvarf á
brotl með feng sinn, eftir að hafa
fengið óvenjuvænan teyg úr leka-
lijituuni, veittu þeir honum eftir-
för og háru á hann, að hann hefði
stolið rottu í búðinni. Engin rotta
í minum poka, engin rotta í minum
poka, kaiiaði gossari um öxl og tók
til fótanna. Htupu þeir hann þá uppi,
þrifu af honum pokann og drógu
upp úr honum dauðu rottuna, karl-
ganmnum til skelfingar, en öilum
þeim strákaiýð, sem safnazt hafði
að, til hins mesta skotlafagnaðar,
enda varð karl oft að þola það á
eftir, að strákaskríll elti hann um
piássið og hrópaði: „Itotta í pokan-
um þinum, Óii ... Rotta i poxanum
þínum ...“
Annars átti Óli það til að borga
fyrir sig, og það har ekki á öðru en
kari kynni að liaga orðum sínum,
ef því var að skipta, og gerði sér
þá ekki neinn mannamun. Á því
hafði meira að segja sjálíur prest-
urinn í sveitinni fengið að kenna.
Smalinn hafði oft heyrt vinnumcnn
segja frá því og henda gaman að.
Óli hafði dvalizt á prcstssetrinu
nokkra daga, verið fenginn til að
þæfa vaðmál móti öðrum í tunnu,
sem ekki þótti neitt hægðarverk.
Óli var matmaður mikill, en viður-
gerningur á prestssetrinu í naum-
ara lagi að hans dómi, einkum þótti
honuin bankabyggsgrautum haldið
helzt til inikið að sér, en þurrafæða
spöruð að sama skapi um of. Svo
var það eitt kvöldið, að hann segir
við klerk upp úr eins manns hljóði:
„Þér hafið vitanlega heyrt það,
prestur minn, þegar frelsarinn mett-
aði fjögur þúsund manns, — já, vit-
anlega hafið þér heyrt það, — mett
aði aiit þetta l'ólk á brauði og fiski,
brauði og l'iski, prestur minn. Þar
voru ekki grautarnir, — nei, þar
voru ekki grautarnir ...“
Og þeir voru fleiri en Óli gossari,
flakkararnir, sem áttu það til að
horga áreitni svo, að enginn varð
hetri eftir. Sumum þeirra var jafnvel
gefinn sá máttur, að það varð að
áhrínsorðum, er þeir mættu til
manna, og þó einkum ef þeir mæltu
í reiði, og voru fjölmargar sögur
því tii sönnunar. Enn aðrir voru
ákvæðaskáld, en fyrir þeim var al-
mennt borin óttablandin virðing;
jafnvel valdsmenn skirrðust við að
gera á hluta þeirra, og yfirleitt áttu
þcir öðrum flökkurum betri viður-
gerningi að fagna, þar sem þá bar
að garði, en að sama skapi var fólk
þvi fegnara, er þeir fóru aftur
árekstralaust, en væri um þá föru-
menn að ræða, sem minna áttu undir
sér. Þeir flakkarar voru og til, sem
yfirlcitt misnotuðu skáldgáfu sina,
enda þótt þeim væri gefin hún i