Vikan


Vikan - 10.03.1960, Side 5

Vikan - 10.03.1960, Side 5
Á myndinni sjást Himmler, Röhm, Esser, Hitler með allsérkennilegan hatt á höfði, Schwarz, Briickner, Sepp Dietrich og flugmaðurinn Hans Baur. Myndin er tekin 1932. Nokkrum mánuðum síðar, — á leiðinni Zúrich—Munchen, — flaug ég í fyrsta skipti með krýndan farþega. Það var Boris Búlgaríukonungur, en með hann átti ég eftir að fljúga margar ferðir siðar meir. Árið 1928 var vígð fyrsta áætlunarleiðin yfir Alpafjöll. Það var leiðin Milanó—Múnchen. Á þessari leið, stutt frá Brennerskarði, náði ég meti, sem var mjög sjaldgæft á þessum tíma: Ég hafði flogið hálfa milljón kílómetra. Árið 1934 flutti ég frá Mílanó til Múnchen mjög merka persónu. Það var Arturo Toscaníní. Ég bað loftskeytamanninn að líta eftir hinum aldna hljómsveitarstjóra og sjá honum fyrir súrefni, þegar við færum yfir Alpafjöll (við flugum í meira en 4000 metra hæð). Toscaníní neitaði allri slíkri aðstoð, og þótt hann héldi áfram að vinna sleitulaust alla ferðina, gaf hann sér þó tíma til að fylgjast með útsýninu, þegar það var sem fegurst, og aldrei kenndi hann sér meins alla leið. Ævi mín sem flugmanns hefði sennilega haldið svona áfram, rólega og reglubundið, ef ég hefði ekki einn góðan veðurdag í marz 1932 fengið boð frá einum stjórnanda fyrirtækisins, sem sagði við mig: „Baur, það hringdi einhver Hitler, einh'ver flokksleiðtogi, og það er svo að skilja sem hann vilji leigja flugvél og flugmann í kosningabaráttunni næstu. Hann spurði sérstaklega eftir yður.“ Ég snaraði mér upp I bíl og ók til Brúna hússins, til „herra Hitlers", sem tók mjög elskulega á móti mér. ÞAÐ VAR AÐALLEGA FLOGIÐ AÐ NÓTTU TIL. Þar sem höfuðandstæðingur hans, Brúning, átti yfir að ráða útvarps- stöðvunum, ætlaði Hitler sér að vega a. m. k. að einhverju leyti upp á móti með því að ferðast borg úr borg á sem skemmstum tíma, sérstak- lega síðustu dagana, hina mikilvægustu í kosningabaráttunni. Og þar sem meiri hluti kosningafundanna átti að fara fram að kvöldi til, urðum við að fljúga að mestu leyti á nóttunni. Þetta nýja starf mitt hófst svo hinn 3. apríl þetta sama ár. Á þremur vikum flutti ég Hitler í sextíu og fimm meiri eða minni háttar staði. Önnur flugvél, sem flokkurinn hafði tekið á leigu var alltaf nokkrum tímum á undan okkur. Hún flutti Sepp Dietrich, en starf hans var að undirbúa fundina. Ekki henti eitt eipasta phapp á Framháld af bls. 31.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.