Vikan


Vikan - 10.03.1960, Page 9

Vikan - 10.03.1960, Page 9
hvorttveggja, aÖ honum hefur veriö kertnt um ýmislegt, sem hann hef- ur aldrei sagt, og liitt, aö þaö „gæti veriö satt“, eins og Jónas Jónsson frá Hrifln sagöi um svívirðilega setningu, sem hann haföi eftir and- stæðingi sínnm. Ein af þessum þjóðsögum er raunar frá þeim tíma, er Jónas Jónsson var ráð- herra og valdamestur maður á ís- landi. Hann var þá nýbúinn að koma Laugarvatnsskólanum á lagg- irnar og var aö koma þaöan aö liaustlagi meö Ólafi Ketilssyni. Þá var vegurinn niðurgrafinn upp með Lyngdalsheiöinni og bíllinn festist i hvarfi. Ólafur var með sláturaf- uröir á bílnum og máttu farþegar gera sér að góðu að liefja flutninga á þeim yfir hvarfið. Ólafur gerði enga undantekningu meö ráðherr- ann; sneri sér að honum og sagði: „Taktu gærupokann, Jónas, — hér verða aílir að vinna.“ Jónas beygði sig fyrir valdboöinn, tók gærupok- ann og öslaði meö hann yfir. Þessi saga er sönn, en sumar aörar eru vafasamar, eins og ýms- ar útgáfur um óánægðan farþega, sem fannst Ólafur helzti hægfara og talaöi um belju á leið framúr. Ólafur átti að hafa ráðlagt mann- inum að taka sér far með henni. Ilitt er dagsanna, að mörgum hef- ur fundizt hægur akstur Ólafs ó- þolandi og.hefur hann vafalaust haft af því nokkurn skaða. En Ólaf- ur læröi á bil hjá Jóni Ótafssyni í bifreiðaeftirlitinu og hann kenndi lærisveini sínum þrjú boðorð: — Hið fyrsta, að aka hægt, annað, að aka hægt, og þaö þriðja, að aka hægt. Þessi boöorð hefur bílstjór- inn Ólafur Ketilsson haldið vendi- lega og kennt öllum þeim, sem hann hefur gefið undirvísun í bil- akstri seinna á lifsleiðinni. Bráöhuga vegfarendur hafa ó- sjaldan bölwað hátt og i hljóði, þegar Ólafur daufheyrðist algerlega við óskum þeirra um aö komast framúr. Honum hefur þá ef til vill sýnzt, að þeim lægi ekki meira á, eða guð má vita, hvaða orsakir liggja að baki. En víst er um það, aö Sveinn skólameistari á Laugar- vatni var orðinn þungur á brúnina, þegar hann loksins komst framúr ÓÍafi á leið til Reykjavikur. Hann þverbeygði fram fyrir Ólaf og hellti úr skálum reiðinnar, s\o Ólafur kom ekki að orði. Þegar Sveinn að lokum geröi hlé á ræðu sinni, mælti Ólafur stillilega: „Það er sem ég segi, þú áttir aldrei frá Kleppi aö fara.“ Sveinn er, sem kunnugt er, sonur Þórðar á Kleppi og ólst þar upp. Bifreiðastjórar i þjónustu Ólafs Ketilssonar bera honum vel söguna og sumir hafa ilenzt í starfi hjá honum. Meðal þeirra er llarl Magn- ússon, sem ók áætlunarbilum Ólafs (í annan áralug. Hann er þekktur að því aö láta ekki hræra í sér eins og grautarpotti og það kom fyrir ekki er Ólafur baö hann aö flylja með sér lik af kalli austan úr sveitum og skilja það eftir á brúsapalli. Fannst Karli óviðkunnanlegt að skilja likiö þannig eftir. Þá sagði Ólafur: „Hvað er aö þér maður, ■— heldurðu að kallinn hlaupi?“ En Karl bílstjóri sat sinn keip og tók ekki líkiö. Hingað til hefur Ólafur Ketilsson ekki verið staðinn að ölvun \ið akstur eða ólöglegum liraða. Hann hefur aldrei ekið útaf að teljandi sé og þaðan af síður komizt í kast við lögin. Þó var það einu sinni, að Björn Blöndal taldi sig hafa ástæðu til þess að ráðast til uppgöngu á bil hjá Ólafi og leita þar að bruggi. Ólafur þóttist ekki vita, að Björn var á bílnum og ók meö hann lang- an \eg, áður en hann sleppti hon- um niður. Hægur akstur Ólafs hef- ur einnig forðað honum frá árekstrum, en þó var það, að lækn- ir einn á leið til Laugarvatns taldi Ólaf hafa lioggið óþarflega nærri sér; fóru báöir út úr bilunum og voru reiöir. Þéraði læknirinn Ólaf, en hann þúaði á móti. Spurði þá doktorinn, h\enær þeir hefðu orðiö dús. Svaraði Ólafur þvi til, að það væri víst ekki venja að þérast í árekstrum. Á VEGUM GEIRS ... Ólafur þekkir einn mann, sem hefur gott vit á vegamálum, og hann heitir Ólafur Ketilsson. Hins vegar þekkir hann marga, sem hafa sáralitla þekkingu á þeim málum og þaö vill svo óheppilega til, að þeir eru flestir viðriðnir stjórn á vegamálum. Magnaðastur og verst- ur af þeim fuglum er sjálfur Geir- fuglinn, Gcir heitinn vegamála- stjóri, undirrót allra mistaka i lagningu vega á íslandi. Honum hef- ur Ólafur tileinkað snjallasta spak- mælið, sem hann kann: „Vegir guðs eru órannsakanlegir, en af eigin reynd hef ég kynnst því að, vegir Geirs eru óskiljan- legir“. Áttu þeir marga sennuna saman, meðan Geir var við \öld og kom þó fyrir oftar en einu sinni, aö Ólafi tækist að hafa Geir með sér austur á Hellisheiði eða lengra til Jiess aö sýna honum hin hrylli- legu mistök í vegalagningum. Kynni þeirra Geirs byrjuðu á þann liátt, að \egamálastjórinn var fenginn til þess að mæla fyrir skurði í Skeiðaáveitunni, þegar Ólafur var ungur maður og vann þar. Vegamálastjórinn var á svo fínum og hálum leðurstígvélum, að hann datt á grjóti í skurðinum og braut hallamælinn. „Ég tel ástæðu til þess að ætla, að brotni halla- mælirinn hafi veriö notaður við flestar vegamælingar upp frá því og sé jafnvel notaður enn,“ segir Ólafur. Ilinsvegar er engum vafa undir- orpið, að Ólafur hefur á ýmsan hátt skynsamlegt mat á þessum hlutum og löng reynsla hans í akstri við dllskonar aðstæður hefur mótað skoðanir hans á þessum málum. Ólafur Ketilsson hefur nokkrum sinnum fundið sig knúinn til að skrifa í blöð, þegar honum hefur ógnað ósóminn. „í vegamálum ríkja tvær linur,“ segir hann. „Það er Geirslinan og beina línan og hvor- ug er góð. Geirslinan er í því fólg- in að hafa krappa beygju undir hverri brekku til þess að drepa niður hraðann og neyða menn til þess að skipta niður. Hin er fólgin í því að leggja vegi beint yfir holt og hæðir og h\að sem fyrir er án þess að hirða um brattar brekkur.“ Ólafur er kunnur málfundamaður eystra og vekur málflutningur hans jafnan kátínu. Hann var pólitískur stuðningsmaður Bjarna á Laugar- vatni, meðan hann var og hét, og enn heldur hann tryggð við Fram- sóknarflokkinn. Hann lætur ekki teyma sig eftir skreðarasaumiiðum flokkslinum, en hefur pólitík út af fyrir sig og eigin tillögur um bjarg- Framhald á bls. 34. ílllilllillls* v' æ . ’ .v. : 9 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.