Vikan


Vikan - 10.03.1960, Side 12

Vikan - 10.03.1960, Side 12
Hver heföi trúaö jbvi? 24.3 milljónir VIKUsíður á einu ári og þá er bunkinn orðin 100 metrum hærri en Esjan Qppbýf& ${2ekl<3.r oáí eintök koma út í hverri viku Það er aðeins rúmlega ár síðan Vikan vai’ 16 síður og seldist í 3500 eintökum. Þegar blaðinu var breytt og það stækkað upp í 28 síður seint á árinu 1958, jókst salan að mun. Síðastliðið haust var blaðið enn stækkað — nú í 36 síður — og siðan hefur salan á því komizt hæst í 16 þúsund eintök, en að jafnaði er hún 13 þúsund. Það er ótrúlegt en satt, að með Jjví móti lcoma út 24,3 milljónir Vikusíður á ári, eða 144 Vikusíður á hvern íslending. Eins og við sýnum með mynd á forsíðu, er upplag blaðsins í hverri viku jafnhátt Dómkirkjunni, sé því i’aðað upp í einn bunka. Hvað efninu viðvíkur, þá hefur verið reynt að auka sem mest frumsamið, innlent efni og Jjað sem ef tiJ vill er enn merkara: Vikan hefur Jiaft forustu um Iistrænt útlit á auglýsingum, en það er lilið á íslenzkum blöðum, sem hefur verið lu’óplega vanrækt. Ekki sízt fyrir Jjá hluti er Vikan orðin jafn vinsælt auglýsingablað og liún er vinsælt heimilisblað. Má að endingu gleðja lesendur Vikunnar með Jjví, að áður en langt um líður mun prentun og útlit enn batna að mun. INNANHÚSSARKÍTEKTAR eru ný stétt í þjóðfélaginu, — ekki fjöl- menn að vísu, en hefur þegar sýnt og sannað, að hún gegnir ótrúlega miklu menningarhlutverki. Við komumst í færi við einn úr þessum hópi og gripum liann glóð- volgan. Hann heitir Sveinn Kjarval, sonur Jóhannesar Kjarvals listmál- ara og Tove, fyrrum konu hans. Það leynir sér ekki svipmótið, — með aldrinum ætti Sveinn að geta orðið álíka listamannslegur og gamli maðurinn. Að vísu er það ekki slíkt, sem máli skiptir, heldui' reyndin, og óhætt er að segja, að sonurinn hefur gefið góð fyrirheit um að verða ekki verrfeðrungur, þótt á öðru sviði sé. Fyrir rúmlega ári varð Sveinn frægur fyrir Sindra-stólinn, sem varð umtalaður á sýningu í Paris. Við höfum litið á nokkrar af inn- réttingum hans hér og komizt að raun um, að Sveinn er baráttumað- ur fyrir hreinum nútímastil. Hann viðhefur ævinlega fjölbreytni í efn- isvali og leggur áherzlu á, að efnið fái að njóta sín. Sem dæmi má nefna Hressingarskálann, — þann hluta, sem snýr út að Austurstræti, Sindrabúðina við Hverfisgötu, sem ef til vill er hið bezta, sem hann enn hefur afrekað. — Heldur þú, að nútímastíll í byggingarlist og húsgögnum eigi langa framtíð fyrir sér i svipuðu formi og nú þyldr bezt? — Tvímælalaust tel ég það. Þessi stíll er jafngamall fúnksjónalisman- um, sem segja má, að hafi komið fyrst og fremst fram á heimssýn- ingunni í París 1924. Þar sýndi Corbusier stóla og innréttingar, sem cingöngu var miðað við bezta hugs- anlegt notagildi. Stólarnir voru úr stáli og leðri, — þeir þóttu kald- ranalegir og ollu deilum. Þjóðverj- ar urðu fyrstir til jjcss að tileinka sér þessa stefnu með mjög stífum fúnlcis sem var heldur klumpslegt

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.