Vikan


Vikan - 10.03.1960, Side 18

Vikan - 10.03.1960, Side 18
•y ’Ö' &dL & & Hrútsmerkið (21 max-z—20. apr.): Það kernur dálítið óvænt fyrir, sem mun koma þér og fjölskyldu þinni í upp- nám, en koma mun siðar i ljós, að einmitt þú rnunt hagnast á þessum ó- vænta atburði. Lánið virð'st yfirleitt ætla að leika við þér, líklega vinnur þú í happdrætti eða græð.'st fé á annan hátt. Heillalitur rautt. Nautsmerkíð (21. apr—21. maí): Þú munt fá beina eða óbeina gleði af þvi að kynhast manni eða konu um helg- ina. Liklega verður þetta í samkvæmi. Þú skalt ekki reiða þig um of á, loforð annarra i vikunni, heldur treysta einungis sjálf- um bér. Það gengur of mik'ð á fyrir þér. Tv'buramerkið (22. maí—21. júní): E'n- hver, sem vill þér vel, verður fyrir að- kasti kunningia hinna að ósekju. Reyndu að rétta hlut hans. Illur orð- rómur kemst á kreik um þig og vin þinn, en sá orðrómur hefur ekki við neitt að styðjast, og skaltu reyna að sýna fram á hið sanna í málinu. Þú munt skemmta þér mikið Krabbamerkið (22. júní—23. júli): Mað- ur eða kona, sem þú hefur talsvert af að segja. þarfnast aðstoðar þinnar, en hefur ekki kjark i sér til þess að leita ráða þinna. Þér berast fréttir varðandi mál, sem gæti breytt framtíð þinni talsvert. Ef til vill kemur leiðinlegt atvik fyrir um helgrna. LjónsmerkiÖ (24. júli—23. ág): Nú er tækifærið til þess að ná því takxrarki, sem þú hefur verið að keppa að síðustu vikur. Þú skalt reyna að færa þér í nyt öll þau góðu tækifæri, sem þér bjóðast í vikunni, því að ekki er víst að þér bjóð- ist önnur slík á næstunni. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept); Vik- an verður tilbreytingarlaus, en þú munt lifa þægilegu lífi án allra skakkafalla. Miðvikudagurinn verður þér til heilla. E’f þú skipuleggur betur, það sem þú ætlar að aðhafast, mun þér verða mikið úr verki. Þú finnur ef til vill til kvíða út af máli. Vogarmerkiö (24. sept.—23 okt.): Þú munt hafa það á tilfinningunni — og ekki að ástæðulausu — að einhver sýni þér ónærgætni. Við þessu getur þú ekk- ert gért, nema láta eins og þú takir ekki eftir þessu. Ef þú þarft að taka skjótar ákvarð- an;r í vikunni. Drekamerkiö. (24. okt—22. nóv.): Kunningi, sem þú hefur ekki lengi u-n- gengizt, skýtur skyndilega upp kollin- um og verður þér líklega að liði. Þú ættir að reyna að skapa skemmtilegra andrúmsloft á vinnustað, þvi að það getur þú hæglega. Peningalega er vikan þér naumast hlið- holl, en úr þvi rætist fyrr en varir. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des ): Þú verður að reyna að gera þér það ljóst, að maður verður að læra að skríða, áð- ur en maður fer að ganga. Ef þú lætur ekki af þessu flasi, munt þú iðrast þess innilega síðar meir. Líkur eru á að þér berist skemmtileg gjöf. GeiturmerkiÖ (22. des.—20. janúar): ^ Reyndu að nota hug nyndaflug þitt til /. þarfari hluta en einskisnýtra dag- drauma. Ef þér lánast að beizla hug- myndaflug þitt, eru líkur á að þér vegni mjög vei næstu vikur. Þú verður að temja þér meiri þolinmæði, því að þessi löstur þinn verður þér næstum daglega til baga. Vatnsberamerkiö (21. jan—19. febr.): Þú skalt ekki ráðast S neitt, sem þú sérð ekki fyrir endann á. Það skiptir. miklu fyrir þig, að þú hafir næga vilja- festu, til þess að taka andstreymi næstu daga, þvi að ef þér lánast það, muntu uppskera ríkulega — já, og það svo um munar. Heillatala 7. FislcavaerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú skalt ekki trúa vinkonu þinni fyrir allt of miklu, því að hætt er við að hún misnoti trúnaðartraust það, sem þú sýnir henni. Þér gefst tækifaeri til þess að hjálpa manni eða konu, sem er í miklum vanda staddur, og með Því eignast þú tryggan vin. 0 Hvort hún hafi gift sig af ást? — Jú, það eitt er víst: Henni þykir ekki eins vænt um neitt og peninga. I Wm» Hff® mM - ,i : ■ Handritin heim Nei, hún er ekki íslenzk og gerir ekki heldur kröfu til neinna handrita. Sennilega veit hún ekki, að á safni í Kaupinhafn liggja skinnbækur, sm fátækir menn á hjara veraldar skrifuðu fyrir mörg hundruð árum. Og það eru líka allt önnur handrit, sem léreftsframleiðandinn á Ítalíu hafði til fyrirmyndar, þegar hann valdi mynztur á kjóla- efnið. Þá er það stúikan. — Hún er iíka ítölsk og veit ekk- ert um handrit. Henni finnst bara ,4ixt“ að hafa tákn utan á Bér. Flicka,> frá Sandviken Fyrir fjórum árum var hún óþekkt stúlka i Sandviken í SvíþjóÖ. Hún heitir Ingrid Goude, er ljósliærð og bláeyg og féllst á að taka þátt í feg- urðarsamlteppni í Svíþjóð 1956. Hún var kjörin fegurðardrottning og vakti mikla athygli á Langasandi. Agentarnir frá Hollywood og sjónvarpinu þyrpt- ust um hana, og lnin sneri ekki heim til Sandviken. Margir telja, að hún eigi eftir að verða jafnfræg og önnur sænsk Ingrid, sem her ættarnafnið Bergman. Ingrid frá Sandviken hefur að vísu ekki verið áherandi i kvikmyndum enn þá, en hún liefur mjög góðan samning við sjónvarps- fyrirtæki, og hún á þegar cinbýlidiús í hinum frægu Beverly-hæðum og sporlbíl af Thunderbird-gerð. Novak og næturlífið Kvikmyndaleikkonunni Kim Novak flaug í hug, aö ef til vill vœri hiö raunverulcga lif eittlivaö ööruvísi en eftir- líkingar þess i kvilcmyndaverunum í Hollywood. Hún fékk aö vera meö lögreglunni í New Yorlc eina nótt og varö meöal annars vitni aö þvi, aö forhertur glæpamaöur var tekinn höndum. Seinna lenti lögregian í átökum viö annan minni spámann, og varö sú viöureign hörö og skipzt á kúlum. Lauk leiknum á þann veg, aö maöurinn lá dauöur á götunni, og haföi þá kvikmyndastjarnan fenglö nóg af lífinu. Eftir állt sarnan var annaö bragö aö raunveru- leikanum. Verður hann forseti? Þegar þetta er skrifað, hefur flokksþing demokrata í Banda- ríkjunum ekki farið fram, svo að ekki er vitað, hver að lokum verður frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum. Einn þeirra, sem gefið hefur kost á sér, er þingmaðurinn John F. Kennedy. Hann er aðeins 42 ára, en sýnist þó vera mun yngri. Vitað er, að Kennedy mundi hafa gífurlega mikið fylgi meðal yngra fólks og jafnvel hins eldra líka, því að hann hefur verið talsvert áberandi í bandarískum stjórnmálum á síðustu árum. Það verður ekki minnsta trompið hjá Kennedy, að hann er kvæntur mjög fallegri konu, sem ætti að geta sómt sér vel f Hvita húsinu. Kennedy er írskrar ættar, stúderaði í Englandi og við Harvard. Hann er vel auðugur að fjármunum, og mun ekki af veita I kosningabaráttunni. Þið fáið Vikuna í hverri viku. I næsta blaði verdur mcðal aniiarw: Ný æsispennandi framhaldssaga: Sólskin á St. Thomas ★ Þannig verður lífið 1970. ★ Viðtal við Þorstein frá Hamri. ★ Hefur þú hæfileika til þess að elska? ★ Vestfjarða-Grímur. ★ Stjörnur eru búnar til. ★ Ertu kunnugur bænum — myndaþraut. Þessi mynd er til þess að minna á það, að bóndinn í Ruthledge f Devon-héraði á Englandi vantar vinnumann sírax. Þetta er bara ein af dætrum bónda, — já, og hinar eru ekki síðri. En þessi hefur mjaltirnar, og það fylgir sögunni, að meira klædd fari hún alls ckki í fjósið.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.