Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 26

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 26
matur matur malur matur Appelsínuábætir Við notum sex appelsínur fyrir sex manns, þrjár þeirra þurfa helzt að vera stórar og fallegar, og þær skerum við sundur f miðju, pressum safann úr þeim og síum hinn. Næst eru soðnir 2 dl af vatni með nokkrum tsk. af sykri, safanum blandað f, matarlfm hrærist út í í hlutföllunum 1/2 plata á móti 1 dl. Ilellið hlaupinu í börkinn upp til hálfs, og látið það stífna. Hinar appelsínurnar þrjár eru teknar sundur í hólf og hvftan hreinsuð vel utan af þeim. Hólfin eru sett í barkaskálarnar, eins og sýnt er á myndinni. Þá er afganginum af hlaupinu hellt f alveg upp að börmum. Þeyttum rjóma er sprautað á milli hólfanna. ► SÚRMJÓLKUR-FROMAGE. Vi 1 súrmjólk, 75 gr sykur, 25 gr möndlur, 8 pl. matarlím, 2 Vs dl rjómi, vanilludropar. Súrmjólkin er þeytt í 5 min. Sykur- inn, möndlurnar (liakkaðar) og bráð- ið matarlimið sett út i. Að lokum er rjóminn og vanilludroparnir settir i og hrært vel f öllu saman, þar til fromasið byrjar að stífna. SARDÍNUBRAUÐ. Fjórar sneiðar franskbrauð, 4 stórar sardínur, rifinn ostur og smjör. Brauðið er smurt og sardinurnar lagðar á (beinlausar), rifna ostinum stráð yfir og brauðið sett i volgan ofn í 10 mín. Síðan er brauðið borðað heitt. BANANAKAKA. 160 gr smjörl., 200 gr sykur, 2 egg, 200 gr hveiti, 2 V* tsk ger, lt4 dl mjólk, Lagkökukrem, 4 bananar og rjómi. Smjörl. og sykur hrært, þar til það er Ijóst og létt, og eggjunum hrært i. Hveiti og geri blandað saman og hrært i ms'ð mjólkinni. Deiginu hellt í smurt form og bakað i % klst. Þegar kakan er orðin köld, er hún skorin sundur og lögð saman með lagkökukreminu á milli, og tveimur sundur skornum banönum. Að ofan er hún skreytt með þeyttum rjóma og bananasneiðum. LÍTILL SÍLDARRÉTTUR. Fjögur sildarflök, 2 egg, 700 gr soðnar kartöflur, 4 dl mjólk, 30 gr smjörl., 30 gr hveiti, laukur. Síldin er skorin í ræmur. Eggin eru harðsoðin og skorin í sneiðar ásamt kartöflunum. Mjólkin er hituð i suðu og jöfnuð með smjörbollu. Sildin, egg- in og kartöflurnar er sett á vel smurt fat, þannig að neðsta og efsta lagið eru kartöflur. Laukur er settur i mjólk- urjafninginn, en honum er hellt yfir fatið, sem siðan er sett í lieitan ofn i y2 klst. LIFUR f MARÍNAÐI. 1 kg lifur, V-2 fl. hvitöl, 2Vi dl rauð- vín, salt, pipar og laukur. Til að steikja iá 75 gr smjörl., jafningur: 50 gr hveiti, sósulitur og rjómi. Lifrin er þvegin og sett i blöndu af öli, rauðvini, salti, pipar og liökkuð- um lauk. í þessu á liún að liggja f G klst. Síðan er hún tekin upp og þurrk- uð og skorin í skifur. Marínaðinu er hellt yfir og lifrin steikt í um það bil 15 mín. Síðast er sósan jöfnuð og sett- ur í hana rjómi og litur. Framhald á bls. 29. FLjÓTPRJÓNAÐ W>. ÞRINNAÐ SKÆRIR LITIR GEFJUN Saín cða híbýli Framhald af bls. 13. séu farnir að hugsa meira um heil- brigt heimLislíf. Nú sér maður oft- ar og oftar, að ein stofa er hiifð í íbúðinni og þá rúmgóð og fjöl- þætt. Borðstofan er að mestu úr sögunni, 4il dæmis í sambyggingum, þar sem þarf að nýta vel flatarmál- ið. Nú er ævinlega gert ráð fyrir rúmgóðum borðkrók i eldhúsi og frekar haft borðstofuborð í stofu, enda eru margir, sem nota slíkt borð ekki ncma örsjaldan á ári fyr- ir máitíðir. — Það hefur verið minnzt á það, að þrátt fyrir alla fjölbreytni i inn- réttingum séu eldhúsin yfirleitt hvert öðru mjög lík. Er þá verra að koma við írumlegum hugmynd- um i innréttingu eluhúsa? — í eidhúsi verður alltaf að hafa í huga ákveðið notagildi. Þess vegna hljóta þau að verða hvert öðru iík. En eldhúsin eru yfirleitt góð lijá ok.kur og mun betur gengið frá þeim en þekkisl viðast annars staðar. — Svíar hafa mikið rætt það i blöðum, hvort rétt sé að liafa „stássstofu" eða stofu fyrir alla fjölskylduua, þar sem þægiiegt cr að lifa og jafnvel að vinna. — — Mér finnst „stássstofan“ alveg óhæf. Hún er, eins og ég sagði áðan, miðuð við þarfir gesta, en ekki heimilisfólksins. Ég skal segja ykk- ur eitt dæmi héðan úr bænum. Það var kallað á mig í hús og ég beðinn að innrétta stofu í kjallara. Sjálf stofan á hæð hússins var í stáss- stíl og mjög óvistleg. Þar voru að visu sjaldgæfir h'.utir, sem höfðu verið keyplir úti i heimi, að því er mér var sagt, en stofan var öllu fremur safn en vistleg híbýli. Húsráðandi sagði: Okkur vantar stofu, þar sem við getum verið, bæði heitnilisfólkið og eins, að við get- unt haft gleðskap og jafnvei dans- að, ef gestir koma. Hann átti við, að þau vantaði stofu, þar sem þau gætu haft það notalegt, og kom þarna upp um sig. Sjálf stofan á heimilinu var þannig úr garði gerð, að ekki var hægt að vera í henni og láta sér líða vel. — Nú kann fólk að eiga einliverja hluti, sem eru að þess dómi dýr- mæiir, og hafi það komizt yfir mik- ið af slíkum gripum, sem það hefur tekið tryggð við, þá getur slíkt sttfn hæglega fylit eina stofu. Ef fólk he-fur á annað borð nógu rúmgott húsnæði, er ekkert við því að segja, þótt það komi sér upp „safni“. Það væri fráleitt i litlum Ibúðum. En mér finnst athyglisvert, að jtetta fólk, sem þú sagðir frá, skyldi finna það sjálft, að íbúðina vantaði íveru- stað. — Ég vil leggja áherzlu á þetta: Heilbrigt heimilislíf er undirstaða undir traustu þjóðfélagi, og þess vegna þurfa íbúðir fólks að vera til þess fallnar, að unnt sé að búa í þeim. í þvi sambandi vil ég benda á, að allt of lítið tillit er tekið til barnanna ,eins og ég var nú vist búinn að minnast á. Vinnupláss hús- móðurinnar er annað, sem nauðsyn er að taka tillit til, og mér virðist það fara batnandi. — Margir vilja gera ibúðir sinar þannig úr garði, að innréttingin sé að einhverju leyti persónleg eða sérstök. Hvað viltu ráðleggja þeim? Eiga þeir að reyna sjálfir eða fá fagmann til aðstoðar? — Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að fá arkitekt til þess að líta á ibúðina, áður en hún er innréttuð. Við innanhússarkitektar gerum það með glöðu geði, og það kostar inn- an við 100 krónur að fá einhvern okkar til skrafs og ráðagerða í klukkutíma. Það er oftast nægur tinii til þess að geta fundið einliverja lausn og ætti að borga sig. ic VIKAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.