Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 33
Húseigendur! VELVIRKINN F ö T H N H H L A N D R I Ð i Ð G R I N D U R SIGTÚN 57 - SÍMI 32032 ♦< ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦❖❖♦♦♦<t><fr<>»<><><><>»^<>»»»»» ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»» hraða sér frá borði, kom yfirmaður flugvallarins, Hailer, hlaupandi til min náfölur. „1 guðs bænum, Baur, hvers vegna komuð þið í þessari flug- vél? Nú fæ ég á baukinn. Foringi SA, Röhm, skipaði mér að láta sig undir- eins vita í síma, þegar von væri á D-2600. Hann ætlaði að koma sjáifur og taka á móti Hitler. Hann fær æð- iskast, um leið og hann fréttir, að foringinn er kominn, án þess að heið- ursvörðurinn væri viðstaddur. Vesa- lings Hailer var skelfingu lostinn. en ég reyndi að hughreysta hann sem bezt ég gat. Mér var þá ekki ljóst, að „heiðursvörðurinn", sem Röhm hafði undirbúið, að tæki á móti okk- ur. var hópur alvopnaðra SA-manna, sem höfðu skipun um að „gera óskaðlega Hitler og fylgdarlið hans". En hvað um það, — foringinn var þegar á bak og burt ásamt sjö nán- ustu fylgismönnum sínum. Ég fór heim, og ekki fyrr en um hádegi vissi ég, hvað fyrir hafði komið. Hitler hafði haldið rakleitt til Wies-vatns, þar sem Röhm hafði bækistöð sína í hóteli nokkru. Þar hafði foringinn með sínu örlit.la fylgdarliði afvopnað og tekið fasta Röhm og um þrjátíu af stuðnings- mönnum hans. Síðan ók hann af stað á undan bíl þeim, sem flutti fang- ana, og hélt i áttina til Múnchen. En á leiðinni þangað stöðvaði hann sjálf- ur.— með byssu i hendi — bíla helztu forsprakka SA, sem voru á leiðinni t.il Wies-vatns, tók fasta þá, sem hann grunaði, en fékk hina til að snúa heim til sín. Röhm var fluttur í fangelsið í Stadellain, og þar var hann drepinn daginn eftir ásamt 7 af stuðnings- mönnum sínum. Seinna meir sagði ég Hitler frá því, sem gerzt hafði á flugvellinum, en að venju lagði hann það svo út sem þar hefði himnesk forsjá vakað yfir honum. Fyrsta árið, sem ég var í þjónustu Hitlers, flaug ég oft til Marienburg í Austur-Prússlandi, þar sem hinn aldni forseti, Hindenburg, bjó. Ein- staka sinnum var ég viðstaddur sam- ræður þeirra í garðinum,-sem fyrst voru nokkuð kuldalegar, en urðu æ vinsamlegri. Gamli marskálkurinn viðurkenndi, að kanslaranum hefði tekizt að útrýma versta óvini sínum, sem var atvinnuleysið. Aðeins þegar þeir ræddu um herinn, þykknaði dá- lítið í sigurvegaranum frá Tannen- berg. „Hugsið þér um pólitíkina, ég skal sjá um herinn." Ég flaug oft langar ferðir yfir þvert og endilangt Þýzkaland, til þess að Hitler gæti í eigin persónu fylgzt með þróun hin.s nýja rikis. Sapiskipti mín við „húsbóndann" voru eins og bezt varð á kosið. Hitler umgekkst mig — og gerði alltaf — raeð fullkominni vinsemd, og ég reyndi í hvívetna að haga mér þann- ig, að á því yrði cngin breyting. Ég var alltaf reiðubúinn að hlýða skipun- um hans án þess að láta duttlunga hans nokkurn tíma hafa áhrif á mig, — eins og þegar hann vildi gera mig að grasætu. „Fúhrer," sagði ég, ,.ég gæti hermt eftir „hirðmönnum" yð- ar, sem láta sem þeir séu stórhrifnir af þessu mataræði yðar, en um leið og þeir eru komnir út héðan, raða þeir sig fulla af kjötmeti. Ég ætla að segja yöur það strax, að fyrir mig er einn diskur af steiktu svínakjöti miklu meira virði en allt yðar gras." Hitler hló og skipaði Kannenberg, yfirbrytanum, að hafa tilbúið handa mér steikt svínakjöt í hvert skipti, sem ég borðaði í Kanslarahöllinni. Ég var orðinn öllu vanur í þessu starfi minu, en samt varð ég meira en lítið undrandi, þegar foringinn skipaði mér svo fyrir hinn 20. ágúst 1939: ,Baur, á morgun verðið þér að flytja Ribbentrop til Moskvu." Dag- inn eftir, þegar ég flaug yfir flugvell- inum í Moskvu, áður en við lentum, gat ég ekki varizt að hugsa: „Guð minn góöur, hvað gerist. nú? Fyrir átta dögum voru þeir eins og hundur og köttur, en nú' blaktir hakakross- inn um alla Moskvu!" Þegar Ribben- trop steig út úr vélinni, munaði minnstu, að „kollega" hans, Mólótov, faðmaði hann að sér. Siðan gekk hann fram hjá heiðursverðinum með útréttan arminn sem nazistakveðju og hvarf ásamt Mólótov og þýzka sendiherranum, von der Schulenburg. Allir vita ,hver afleiðingin varð af þessum fundi þeirra „kolleganna": Fyrst Pólland og svo heimurinn í heild. Það var ekki fyrr en daginn eft.ir, að við komum aftur heim úr þessari ferð, sem ég komst að því, er gerzt hafði. Foringinn talaði ekki um ann- að en Stalín og skipaði að leggja nið- ur og eyðileggja allan andkommún- ískan áróður. En hvað um það, — Stalín hvarf brátt í skuggann, því að árásin á Pólland var í undirbún- ingi, stríðið var á næstu grösum. Hitler trúði ekki á, að vesturveldin mundu láta sig þetta néinu skípta. Mér er enn i fersku minni samt.al, sem hann átti við Ribbentrop og aðra ráðherra einu sinni að loknum há- degisverði. „Sjáið þér til, Ribbentrop. Englendingar og Frakkar munu ekki hreyfa sig. Það er blekking og ekkert annað. Þeir hreyfðu sig ekki vegna Vínar né Pragar, og þeir munu ekki heldur gera það í þetta sinn." Után- rikisráðherrann var á öðru máli. „Sendiherrar mínir eru þeirrar skoð- unar, að núna séu vesturveldin ekki að gera að gamni sínu." Hann reyndi Iengi að telja foringjann af áformum sínum, en árangurslaust. Það voru ekki liðnar tuttugu og fjórar klukkustundir, þegar stjórn- irnar i París og London birtu striðs- yfirlýsingar sínar. BORIS KONUNG LANGAÐI AÐ SJÁ AFTUIt KASTALANN, ÞAR SEM IIANN HAFÐI BÚIR SEM BARN. Þegar þær fimm þúsund fallbyssur, sem stóðu i hring um Varsjá, hófu skothríðina, stigu Hitler og Keitel upp i D-2600, og ég flaug með þá í hálftíma yfir þessu jarðneska helvíti. Fáum dögum síðar gafst Pólland upp. Oft sendi Hitler mig til þess að sækja hina eða aðra þjóðhöfðingja, sem ég flutti oftast nær til Berchtes- gaden. Farþegar minir voru því oft menn eins og Laval, Boris konungur (sem lét alltaf annan flugmann víkja sæti, svo að hann gæti setið við hlið- ina á mér alla leið). Horty, Antonescu og Ante Pavelich. Af farþegum mín- um var Boris Búlgaríukonungur langsamlega viðkunnanlegastur og þægilegastur. Hann var fyrst maöur, svo þjóðhöfðingi. Einu sinni beið ég árangurslaust eftir honum til klukk- an fimm í Wiener Neustadt, en eftir þann tima mátti ekki leggja af st.að t.il Sofíu. Ég hafði ströng fyrirmæli um að fljúga ekki að næturlagi. Loks klukkan 18.30 birtist konungur. Á leiðinni í bílnum hafði hann séð kastala, þar sem hann hafði átt heima sem barn. „Ég átti þar margar ham- ingjustundir í æsku. Mig langaði að sjá hann aftur." Og hann brosti eins og smástrákur. Ég flutti einnig Prien, yfirmann kafbátsins, sem sökkti herskipunum tveimur í Scapa Flow, til Berlínar. Prien var lítill og mjög fjörlegur maður og mjög dáður af mönnum sín- um. Þeir dvöldust eina viku í Berlín, en síðan fór ég aftur með þá til Wilhelmshaven. Ég sá þá stiga niður í kafbátinn og sigla af stað. E’nginn þeirra kom aftur. Veturinn 1940 fór fyrir alvöru að bera á geðvonzku foringjans. Hess var flúinn, Mólótov orðinn dularfull- ur og Franco, „þessi spænski korporal", brosti og sagði nei, nei — í hvert skipti, ;sem „húsbóndi" minn ætlaðist til, að hann segði já, já. Sigrarnir á Balkanskaga hresstu hann þó upp. Síðan kom styrjöldin við Rússland, og hann fleygði sér i „gin Ijónsins". HITLER TÓK f HÖND MÉR OG SAGÐI: „VERIÐ ÞÉR SÆLIR, BAUR.“ Stalingrað, loftárásirnar ofboðs- legu á Þýzkaland, landgangan í Normandí, tilræðið hinn 20. júlí, — þetta eru punktarnir, sem mest ber á í sögunni. Mér var ljóst, að endalokin voru að nálgast, þegar ég gat ekki leng- ur flogið, því að möguleikarnir til að komast upp úr byrgi Kanslara- hallarinnar (þar sem Hitler hafði hreiðrað um áig ásamt fylgdarliði sínu að mér meðtöldum) og til flug- vallarins voru hverfandi litlir. Ég svaf þarna niðri ásamt Bormann, Betz, Rattenhuber og Högl. Fimmtán ár eru liðin, en samt finnst mér sem þessar vikur, er ég dvaldist þarna undir Berlinarborg, hafi endað i gær: Hitler, sem rak Göring út „til þess að hann gæti stjórnað gagnárásun- um að utan", hjónaband hans og Evu Braun, fréttin um samskipti Görings og bandamanna og viðbrögð foringj- ans („ég læt ekki hengja hann vegna undangenginnar frammistöðu hans"), aftaka Fegeleins, mágs Hitlers, sem „liðhlaupa" (hann hafði neitað að fara niður í byrgið), sjálfsmorð Goebbels ásamt konu og fjórum börn- um. Á hverjum degi gerðist einhver ofboðslegur, hryllilegur atburður. Hinn 30. apríl lét Hitler kalla mig fyrir sig í síðasta sinn. „Baur, þér eruð einn hinna fáu, sem aldrei hafa svikið mig. Mig langar að kveðja yð- ur, áður en ég dey. Ég ætla að fela yður enn þá tvö verk. Sjáið um, að likömum okkar, mínum og konu minnar, verði eytt, og hjálpið Bor- mann að komast til Dönitz." Hann tók í hönd mér. „Verið þér sælir, Baur" — og bætti svo við: „Það ætti að skrifa á gröf mina: Hann var fórnardýr herforingja sinna." Nokkrum klukkustundum siðar gekk ég fram hjá herbergjum Hitlers og fann lykt af tóbaksreyk. Enginn mátti reykja i návist foringjans, og þá skildi ég, að hann var dauður. SS-menn báru bæði líkin, vafin í teppi, út í garð Kanslarahallarinnar, helltu yfir þau benzíni og kveiktu í. ★ Stórkosllegar móttökur Framhald af bls. 25. bifreiðarstjórinn var þrifinn niður úr ekilssætinu, og lðg- regluþjónn, sem reyndi að skakka leikinn, fékk grjót- hnullung í höfuðið. Það var ekki fyrr en lögreglan hafði ek- ið (50 óróaseggjum burt i lög- reglubílum, að slagnum linnti. En þótt slíkt beri við, á Paul Anka líka friðsæla og rólega daga i París á stundum, eins og t. d. þegar hann er samvist- uni við Mylene Deomgeot, sem við minnumst einnig á annars staðar hér á síðunni. Þeim fell- ur sýnilega vel hvoru við ann- að. Það þarf ekkert grjótkast til að sýna það. V I K A N 3»

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.