Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 6
ÚSIÐ, sem viC búum í, er mjög gamalt, og þetta er ekki sagt þvi til hróss. Gömul hús geta verið að ýmsu leyti merkileg — fyrir sagnfræðinga, safna- menn og aðra slika, — en venjulega eru þau öhæfir mannabústaðir. Þannig er lika húsið, sem við búum i. Eiginlega átti að rifa það 1940, cn þá kom stríðið og húsnæðisvandræðin, og þess vegna stendur húsið enn þá — til gagns, en alls engrar gleði fyrir ibúana. Það er ekki svo afleitt fyrir j>á, sem búa á fyrstu og annarri hæð, en fyrir okkur, sem búum i kjallaranum og á kvistinum, er það áreiðanlega engin Paradis. Þegar liúsið var reist, var það i eigu mjög ríkrar fjölskyldu, sem lét fara vel um sig í sjö herbergjum á neðri hæðinni og hafði sjö svefnherbergi á efri hæð. f kjall- aranum og á kvistinum bjó þjónustufólkið. Húsið stendur enn, — og stéttamunurinn er enn til. Á neðri hæð þúa þeir, sem geta borgað fyrir sig, og á efri hæð framagjarnt fólk. Það vonast allt eftir að geta flutzt niður á neðri hæðina einhvern daginn. í kjallaranum búa tvær fjöiskyldur með smá- börn. Þar er baðherbergi, einnig rafmagnsljós, og leiðslur frá miðstöðinni liggja um öli her- bergin uppi við loft. Þar talar fólkið alltaf um að kaupa eigið hús. Uppi á kvistinum búum við, það er að segja Mark Saler læknastúdent, Janet Aller, sem saumaði dýra hatta fyrir sultarlaun, — og ég. Ég heiti Betty Jenner og yrki Ijóð, sem eru þess eðlis, að þau eru snilld, þegar ég sendi þau til útgefendanna, — afleit, þegar ég fæ þau aftur. Stundum tekst mér að selja nokkur, og þá höldum við veizlu á kvistinum. Ég sagði, að Janet saumaði dýra hatta. Hún gerir það ekki lengur. Hún vann fyrir litinn tfzkusýningar- sal, sem stórt verzlunarfyrirtæki hefur nú keypt, af því að salurinn bar sig of vel. Hann var að verða hættulegur keppinautur. Þó að Janet hefði mjög lítil laun, taldi millj- ónarinn, sem keypt hafði litla tizkusalinn, að hann hefði ekki ráð á að hafa liana áfram. Og nú situr hún inni i herbcrginu sínu og reynir að gráta svo lágt, að við getum ekki heyrt til hennar. En veggirnir eru afar þunnir, og þó að Janet sé nú búin að gráta næstum stanzlaust í fjóra daga, þá er þetta hljóð ekki enn komið svo upp í vana, að við séum hætt að taka eftir þvi. Ég er nýbúin að selja nokkur snilldarljóð og hef verið beðin að yrkja nokkur fleiri af sama tagi, — en það er alveg óhugsandi, þegar Janet situr þarna inni og brynnir mijisum. Mark er nýkominn heira af fyrirlestri, og óg þekki vcnjur hans svo vel, að ég veit, að hann er uð hafa fataskipti til að fara i kvikníyndahús, þar sem hann vinnur sér inn peninga með þvi, að rifa aðgöngumiða i tvennt og draga annanj heimlng þeirra upp á band. Mark vlnnur á* hverju kvöldi, — lika á sunnudögum, — frá klukkan sex til hálftólf. Frá klukkan fimm til átta að morgninum ekur hann blöðum úr stórri perntsmiðju til viðskiptavinanna. Þann tíma, sem afgangs er, les hann sem sagt læknisfræði. Ég set kaffikönnuna á olíuofninn minn og ber 1 vegginn sinn til hvorrar handar. Ég get næst- um barið í þá báða í einu, herbergið er ekki stærra en svo. Þá vita þau bæði, að ég gef kaffi í dag, og rétt á eftir sitjum við öll þrjú livert með sinn bolla (við eigum einn bolla hvert og tökum þá alltaf með okkur, jregar við förum i heimsókn hvert til annars). Janet situr á stólnum, Mark á borð inu og ég á kommóðunni. Ég þoli engum að setj- ast á rúmið mitt. Janet er öll eitt bros og segist ætla að njóta lífsins ofurlítið, þangað til hún fái aftur vinnu. Við vitum vel, að þetta eru ósannindi, en látum sem ekkert sé. Vissulega mundum við sjálf Ijúga undir slíkum kringum- stæðum. — Janet, þú átt saumavél, segi ég. Geturðu ekki saumað pils á mig? Janet blóðroðnar af gleði við þá tilhugsun að geta unnið sér inn sex skildingana, sem hún þarf fyrir húsaleigunni þessa viku. Ég þarf ekki á þessu pilsi að halda, en ég þarf að lijálpa Janet, og þá er það í lagi. Raunar hef ég ekki efni á að stunda góðgerða- starfsemi, en ég hef nú sem sagt selt þessi ljóð. Auðvitað hefði ég getað notað peningana til að borga skósiniðnum, sem var svo fljótfærinn að sóla tvenna skó af mér upp á krlt. Ég borga honum þennan gamla reikning, þegar ég þarf að láta sóla eitthvað aftur, — ef ég hef jiá pen- inga. Það er aldrei að vita. Ég fékk pilsið, og Janet borgaði húsaleiguna. Það var heimskulegt af henni, jivi að hún hafði ekki fengið almennilega að borða í heila viku, en svona er Janet. Hún var ekki enn farin að fá aðra atvinnu, og það leit ekki heldur út fyrir, að neinn sæti beinlínis og biði eftir að njóta starfskrafta hennar. En bæði Mark og ég beittum allri okkar mælsku til að tala máli Janet. Út um allar jarðir sögðum við frá þvi, að cnginn væri jafnsnjall Janet í að sauma kjóla og brcyta frökkum. Áróðurinn bar ekki nægilegan árangur, en þó kom að minnsta kosti þrennt eða fernt og þurfti að fá eitthvað saumað, og enn gat Janet borgað húsaleiguna. Um þessar mundir bauð ég oft upp á kaffi og bollur, og ef fjárhagsástæður voru sérlega góðar, keypti ég pylsur og fór með þær heim. Janet fékk því ofurlítið að borða. Til allrar hamingju var Mark skilningsgóður, — þegar á það er litið, að hann er að læra, — og hann fór líka að koma heim með niðursoðið kjötdeig eða fisk og kartöflur vafið i blaðapappír. Aðal- lega var það nú á fimmtudögum. Mark f*r út- ^borgað á fimmtudðgum. Aðra daga vikunnar á Jhann engan eyri. 1 En Janet er ekki heimskari en gengur og •gerist. Hún komst brátt að raun um, að þetta nýja uppátæki okkar að koma heim með mat- inn, jió að við hefðum verið vön að borða úti, var aðallega gert hennar vegna, og hún fór að taka til í herbergjunum okkar, meðan við vorum fjarverandi. Aldrei lield ég, að gólf hafi verið jjvegin eða ryk þurrkað af jafnvandlega í allri sögu hússins. Hún gekk svo langt, að hún bætti stólinn minn og hengdi upp glugga- tjöld inni hjá Mark. Reyndar tókst henni snilld- arlega með herbergi Marks, og jiað lái ég henni ekki. Mark er hár og grannur og brosir yndis- lega. Hann hefur langar og grannar hendur og dökkbrúnt hár og augu. Hann er næstum óleyfi- lega fallegur, og jafnvel frúrnar á stofuhæðinni heilsa honum vingjarnlega, þegar þær sjá hann. Þær heilsa þó sannarlega hvorki Janet né mér, — þó að Janet ætti það eiginlega skilið. Hún er litil og dökkhærð og eins og engill, þegar hún brosir. Og hún brosir oft, Jió að guð megi vita, að oftar hefur hún ástæðu til að gráta. Við Mark fórum að bera saman ráð okkar til þess að finna upp á einhverju henni til hjálpar. Það hefði liklega ekki reynzt erfitt, ef við hefðum átt peninga eða bara ríka frænku. En því miður hefur hvorugt okkar lagt stund á milljónavísindi. Við töluðum máli Janet, ])ar sem við gátum, en við áttum enga kunningja, sem væru svo miklir menn, að þeir þekktu einhvern, sem þekkti einhvern, sem gæti út- vegað Janet atvinnu. Heima töluðum við aldrei um hana, þvi að veggirnir eru allt of þunnir, og ef hún hefði heyrt þessar fráleitu hjálpar- tilraunir okkar, hefði hún áreiðanlega reiðzt okkur mjög. Þess vegna sátum við Mark oft niðri á Adams-bar, — stað, þar sem við borð- uðum ævinlega, þegar við vorum hér um bil auralaus. Maturinn á Adamsbar var ekki góður, og þar var ekki heldur sérlega þrifalegt, — en þessi staður hafði einn kost, sem að okkar dómi bætti upp allt, sem á vantaði: Þar var allt ótrú- lega ódýrt. Janet var að mestu hætt að brosa, eins og hún hafði gert, og við héldum, að ástandið væri smátt og smátt farið að þjarma að henni. Ekki gátum við vitað, að hún hafði svo oft og mörgum sinnum gengið fram hjá glugganum á Adams-bar og séð okkur sitja saman j)ar inni, að hún hafði lagt saman tvo og tvo — og kom- izt að alrangri niðurstöðu. Það var einn fimmtudag, að mér hafði tekizt, ])ó að ég ætti þess enga von, að selja ritstjóra Ijóð, sem hann hafði látið í bréfakörfuna sex mánuðum áður. — Þá var það, að einhver kora upp stigann. Það kom mjög sjaldan fyrir, að nokkrir aðrir en Janet, Mark og ég gengju þenn- an stiga, — já, og svo auðvitað frú Farrant, þegar hún þurfti að tilkynna okkur, að húsa- leigan væri fallin í gjalddaga fyrir tveimur dög- um og við yrðuin að fiytja, ef við ekki ... En þetta var ekki frú Farrant. Þetta var skáti. Við fórum svo hjá okkur við þessa óvæntu heimsókn, að við keyptum sinn miðann hvert j e yiKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.