Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 32

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 32
Aukið blæfegurð liársins . .. með hinu undraverða Hús og húsbúnaður HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 —- Sími 11275. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . petta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á pað. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir purrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. Framhald af bls. 10. plötum. Bita má iíka láta neðan á timburklæðningu. Þetta, sem hér hefur verið sagt, er miðað við, að loftið hafi verið steypt. Þegar um timburhús eða einbýlis- hús er að ræða, verður málið ein- faldara og þægilegra í meðför- um. Þá má láta sperrur hússins koma neðan á klæðningu, og sjálfsagt er að klæða ekki af halla. Erlendis, þar sem mikið er byggt úr timbri, hafa menn hneigzt að því að reisa burðar- grind hússins úr grófum og sver- um bjálkum, sem koma fram i innréttingu hússins. Með þeim eru notaðir grennri bitar og svo plötur eða ýmiss konar panel- viður. Glöggt dæmi um þess liátt- ar innréttingu er myndin efst á 11. bls. Það þarf ekki endiiega að kosta mikið að klæða loft og veggi á mismunandi hátt, en það gefur íbúðinni persónulegan og hlý- legan svip. Það er misskilningur, að viðarklæðningar þurfi endi- lega að vera úr harðviði. Fura er tiltölulega ódýr, og hún getur farið mjög vel í klæðn- ingu. Svo má breyta útliti henn- ar með sandblæstri eða sýru- brennslu. Sé gert ráð fyrir þess háttar innréttingum í byrjun, má spara talsvert múrverk. Það verður að visu alltaf eitthvað dýrara, — þvf miður, en þess ber að gæta, að íbúð, sem innréttuð er með hugkvæmni og breytilegu efni, þarf mun minna af húsgögn- um til þess að verða vistleg hí- býli. ★ Kæra Aldís. Ég er í svo miklum vandræðum. Svoleiðis er mál með vexti, að ég er ákaflega ástfangin í al- veg dásamlegum manni. Hann vill að við gift- um okkur strax, en foreldrar mínir eru algjör- lega mótfallnir þvi. Þau segja það beint út, að þau hefðu fremur óskað sér fyrir tengdason betur menntaðan mann, með hærri launum. Nú segja þau bæði að ef ég giftist þessum manni, vilji þau ekkert hafa saman við mig að sælda framar. Allt þetta finnst mér svo hræðilega leið- inlegt, þvi mér þykir vænt um pabba og mömmu og ég skammast mín fyrir að þau skulu hegða sér svona. Ég er einkabarn. Hvað á ég að gera? Gréta. Svar: Ef þú ert alveg viss um að þú elskir þennan mann, þá ráðlegg ég þér að giftast honum. Foreldrar þínir hljóta að átta sig á hlutunum með tímanum. Eins og er, virðist takmark þeirra vera að koma í veg fyrir þessa giftingu. Þegar gifting ykkar er stað- reynd hljóta þau að sættast við ykkur, því að ótrúlegt þykir mér að þau geti hugsað sér að missa allt samband við einkadóttur sína og tengdason. Með beztu óskum. Þín Aldís. UNNUSTAN ER EYÐSLUSÖM. Kæra Aldís. Ég iief verið trúlofaður stúlku í 2 ár, og við ætlum að gifta okkur eftir fjóra mánuði. Okkur hafði komiS saman uin að leggja fyrir eins inik- ið og við gætum, hvert fyrir sig, af kaupi okkar til að stofna okkar eigið heimili. Þess vegna varð ég bæði sár og vonsvikinn þegar það kom á daginn að unnusta mín iiafði ekkert lagt fyrir, heldur eytt öllu í föt og snyrtivörur. Gelur þú nú frætt mig um það, Aldis mín, hvort svona stúlka getur onkkurn tíma orðið forsjál og góð bústýra? Stebbi. Svar: En er það bústýra sem þú óskar eft- ir? Því auglýsir þú þá ekki bara í dagblöð- unum? Nei, vissulega hlýtur það að vera góð og elskuleg eiginkona og húsmóðir sem þú vilt eignast. Unnusta þín og þú hafið mjög ólík viðhorf til peningamála og því verður þú að reikna með. Með tímanum, þegar hún hefur fengið meiri reynslu ætti hún að geta orðið góð húsmóðir. Þú gætir hjálpað henni, aðstoðað hana og kennt henni að fara með peninga, hún gæti svo aftur á móti kennt þér ýmislegt um örlæti og fyrirgefningu, þannig er hjónabandið vafið saman í varan- legt og ástúðlegt samband. Kær kveðja, Aldís. ER ÉG OF GÖMUL? Kæra Aldís. Ég er 46 ára gömul og ætla að giftast 56 ára gömlum manni. Nú rjúka vinir minir til og full- yrða að ég sé of gömul til að fara að gifta mig. Einnig segja þeir að tilvonandi eiginmaður minn mundi stofna heilsu sinni í hættu, en hann var veikur í lungum áður fyrr og var skorinn upp. Er nokkuð af þessu sannleikur? Guðrún. Kæra Guðrún. Auðvitað er þetta ekki satt og svona full- yrðingar koma ekki frá vinum, heldur óvin- um, sem þú ættir alls ekki að umgangast. Ég get fullvissað þig um það að fólk sem giftist á ykkar aldri verður oft óvenjulega hamingjusamt, og það er eins og það yngist upp um allan helming vegna þeirrar ham- ingju sem það nýtur og kann að meta, oft betur en unga fólkið. Hvað heilsunni við- víkur, þá er ástin betra lyf en nokkur læknir getur gefið lyfseðil upp á. Með beztu óskum, þín Aldís. Hér er bréf frá Huldu, sem fjallar um gamla vandamálið, ósamkomulagið milli tengdamæðra og tengdadætra. Hún segir: Tengdamóður minni hef- úr verið illa við mig, alveg frá því að sonur henn- ar, sem er einkasonur, giftist mér fyrir 25 árum. Hún hefur aldrei allan þennan tima gefizt upp við að reyna að splundra hjónabandi okkar. Ég hef þurft að leggja hart að mér öll árin við vinnu til hjálpar við að framfleyta heimilinu, og þar að auki hef ég lagt til mitt einkafé. En þrátt fyrir allt heldur hún uppteknum hætti, að reyna að finna hjá mér galla til þess að benda manninum minum á þá. Ég er 57 ára, og nú finnst mér ég ekki geta meira. Eilífar aðfinnslur og óverðskuld- aðar aðdi'óttanir eru alveg að gera út af við mig. Ég hef margreynt að tala um þetta við þau, en tilgangslaust. Það hefur enginn neitt til síns máls nema Þau að þeirra dómi. Ég get vel lifað góðu iífi á þvi, sem ég á sjálf, og er mikið að hugsa um að skilja við manninn minn. Börnin eru líka farin að geta séð um sig sjálf. Kæra Aldís, hvað finnst þér, að ég ætti að gera? Með fyrir fram þakklæti, Hulda. Kœra Hulda, þú hefur nú í 25 ár umboriö þinn nöldrandi eig- inmann og erfiöa tengdamóöur. Þó aö þér finnist núna eins og allt sé aö bresta og þú ekki geta meir, vil ég samt ráöa þér aö athuga vel állar aöstæöur, áöur en þú stígur þetta alvarlega spor, svo aö þig þurfi ekki aö iöra neins eftir á. Þú gerir þér grein fyrir því, aö þú ert á erfiöum áldri og viökvæmari en venjulega. Mörgum lconum á þessum áldri hættir til aö gera úlfalda úr mýflugu, af því aö þær eru yfir- spenntar. Ég beit vel, aö ekki þýöir fyrir þig aö reyna aö tala viö mann þinn eöa tengdamóöur í þeirri von, aö þau breytist, því aö þaö er ótrúlegt. Ekki finnst 32 YIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.