Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 17
 KO OOO REGNFATATÍZKAN í VOR. Fyrst er skýluklútur, svo er regnhattinum troðið þar ofan á. Hingað til hefur annað hvort verið látið duga, en nú verður að nota hvort tveggja til þess að tolia í tizkunni. Hattarnir eru með kúptum ltolli og uppbrettum börðum og úr sama efni og kápan. llöfuðklúturinn, hanzkarnir og regn- hlífin eru úr sama efni, ýmist doppóttu eða síinynztruðu. Kápurnar eru með víðum ermum, hálflöngum. Vasarnir eru mjög stórir og utanásettir. Hnapparnir eru yfirleitt stórir líka. Iíragarnir eru með ýmsu móti, allt frá meðalstórum frönskum krögum upp i feiknamikla „matrósa“-kraga. Tau- myndir Evu langaði til að eignast nýja mynd á vegginn hjá sér, en þar sem hún hafði gleymzt, þegar guðirnir úthlutuðu málaratalentunni, gat hún auðvitað ekki búið til málverk. Þá datt henni það snjallræði í hug að klippa út tauafganga, líma þá á ein- litan grunn og hengja síðan upp á vegg. Þar sem hún var ekkert sérlega lagin að klippa út, þá varð myndin auðvitað „abstrakt“. Þvílík heppni! Þetta er ananrs ágæt aðferð, því að búa má til alls konar myndir, því að þær þurfa ekki endilega að vera abstrakt. Tilvalið er að hengja þær upp eins og sýnt er hér á myndinni. En það er þannig, að á tauið er gerður breiður faldur, sem spýta eða bambusrör er síðan dregið gegnum. Með þessu móti liggur myndin slétt á veggnum. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.