Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 5
Sérfræðingum FBI-rannsóknarsafnsins eru sendir tvær byssukúlur frá einum starfs- manni stofnunarinnar við skyldustörf úti á landi. Hvað geta þessir menn nú frætt starfsbróður sinn um bær? Þeir hafa til umráða geysistórt safn af byssum og öðrum skotfærum, og á því byggja þeir niðurstöður sinar. Á nokkrum mínútum geta skotfæra- sérfræðingar safnsins skorið úr um, hvort skotin séu úr sömu byssu, og ekki aðeins það, heldur af hvaða tegund byssan sé og jafnvel af hvaða árgerð. Oft er þeim send byssa þess, sem grunaður er, og skotið, sem skotið var. Er þá hleypt af úr byssunni, og skotið síðan borið saman við hitt skotið, sem sent var. Mikið af þessum niðurstöðum sérfræðinganna er síðan sent FBI-full- trúum og lögreglustöðvum úti á landi, sem beðið hafa um aðstoð þeirra. En varla líður svo vika, að einhverjir sérfræðinganna séu ekki kallaðir fyrir dómstóla í borgum lands- ins til þess að fylgja eftir upplýsingum sin- um. Með árunum hefur veriö lögð æ meiri áherzla á að kenna starfsmönnum FBI að hafa skýrslur sínar stuttar og skorinorðar, en þó á visindalegu máli, og leggja upplýs- ■ Bliiii iÍÍÍÍ i-iiiiii ■ ■ Msm ÍiiíillÍi Efst: Stundum komast lögreglu- menn í hann krappann í viðureign við harðsviraða óbótamenn. í miðið: Leynilögreglan athugar ljósmynd af fótspori og ber hana saman við mynd af fótspori grunaðs glæpamanns. Neðst: Leynilögreglumönnum eru kennd ýmisleg fræði um fingraför. Hér er fingrafar á kvikmyndatjaldi. Neðst til vinstri: Flugvélin sem sagt er frá í greininni, eftir að búið var að setja stykkin saman. ingar sínar fyrir dómara eða kviðdóm ásamt uppdráttum, ljósmyndum eða öðru því, sem getur talizt frekari sönnun i þessu sam- bandi. En það, sem skiptir mestu máli í starf- semi FBI, er leikni og kunnátta sérfræðing- anna í starfinu og hæfileiki þeirra til að finna staðreyndir sjálfstætt, og velja þeir þá oft hinar ótrúlegustu leiðir í rannsókn- um sínum. Hinir slyngu glæpamenn, ímyndaðir og raunverulegir, hafa á öllum tímum að heita má haft Það markmið að fremja hinn svo- nefnda „fullkomna glæp“. Ætla mætti, að fáir mundu vilja hætta á að taka hinum hræðilegu afleiðingum af slíkum verknaði nú, Þegar unnt er að tefla gegn þeim óteij- andi nýtizku-vísindaaðferðum. En þeir eru enn til, sem hætta á þetta. Það var á stórum flugvelli við Denver í Colorado-fylki 1. nóvember 1955, að verið var að undirbúa brottför flugvélar, sem átti að fara í næturflug. Verzlunarmaður veif- Framhald á bls. 28. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.