Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 2
veitir ySur fullkomið permanent og greiSslu aS eigin vali—og það er Even-Flo hárliSunarvökvinn, sem leysir allan vandann Hið dásamlega nýja Toni gerir yður ennþá auðveldara en yður gat áður grunað, að setja permanent í hárið heima og leggja það siðan að eigin vild, — en það er Even- Flo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vanda: — því hann hæfir öllu hári og gerir það létt og lifandi, sem í raun og veru er aðalatriði fagurrar hárgreiðslu, varanlegs og endingargóðs permanents. HVAÐ ER AUÐVELDAUA? Fylgið aðeins hinum einföldustu leiðhein- ingum, sem eru á íslenzku, og permanent yðar mun vekja aðdáun, vegna þess hve vel hefur tekizt að gera bylgjurnar iéttar og lifandi. GENTLE fyrir auðliðað hár SUPER fyrir erfitt hár REGULAR fyrir venjulegt hár VELJIÐ TONI VIÐ YÐAR HÆFI. i i Toni—plastspólur hæfa bczt hárinu , L -___________________________________J 0 Kaninn vill losna # Afbrýðisemi ut i dauðan mann # Sagan af Þuriði # Menningin flutt á teiginn I t 1 t 1 1 1 ENN ER ÞAÐ KANINN. Kæri póstur. Mig langar til að ráðgast við þig um dálítið, sem ég hef áhyggjur af. Ég er hrifin af manni, sem er Ameríkani. Hann er seytján áruin eldri en ég, fráskilinn og á fimm börn af fyrra hjóna- bandi. Við höfum verið saman i tæp tvö ár. Hann hefur verið mér ákaflega góður, þangað til um daginn, að ég sagði honum að ég væri ófrísk; þá varð hann reiður og sagði að það gæti ekki átt sér stað. Ég hef ekki séð liann síðan, og allt, sem ég hef gert til að ná sam- bandi við hann, reynist árangurslaust. Hvað á ég að gera? Svaraðu mér fljótt. Þin G. Á. Þegar menn bregðast þannig við, er aðeins ein leið fær — lagaleiðin. Itáðfærðu þig v*ð lögfræðing, tafarlaust. KAItLSON STÝRIMAÐUR. Kæri póstur. Mér datt í hug, svona að gamni minu, að svara spurningu í 15. tbl. „Vikunnar" i sam- bandi við danska leikarann, Fritz Helmuth. Hann býr á Ordrupsgárdsvej 9, Köbenhavn. Þakka margt skemmtilegt í „Vikunni“. Með kveðju frá Áróru Ásgcirsdóttur, Kaupmannahöfn. Pósturinn þakkar. Þá hafa lesendur „Vik- unnar“ einnig einkaheimilisfang hins vin- sæla Karlsonar stýrimanns, sem þekkir að öllum líkindum hvorki á áttavita né sjókort. LÁTTU SAMVIZKU ÞÍNA ... Kæri póstur. Geturðu ráðlagt mér heilt í vandræðum mín- um. Ég eignaðist telpu fyrir nokkrum árum. Faðir hennar sá liana ekki nema einu sinni, en vildi engin afskipti af henni eða mér hafa, og svo þegar hann dó, gifti ég mig telpunnar vegna manni á mínum aldri og í ágætri stöðu. Þetta gekk allt mætavel fyrst og við þóttumst báðar hafa himinn höndum tekið, en svo fór hann að hafa ýmigust á telpunni og var eins og hann væri afbrýðisamur út í föður hennar, sem er þó löngu dáinn, og léti það bitna bæði á mér og henni. Þegar við giftumst hvorki reykti hann né drakk, en síðustu árin er hann farinn að drekka talsvert og það ágerist, og þá er hann 2 1 VIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.