Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 9
Læknnrinii segir Eftir dr. med. Hermann Bundesen. Til þess að maður stami, þurfa að vera a. m. k. tveir saman komnir, — einn, sem hlustar, og annar, sem talar. Þetta getur virzt undarlegt, en tilfellið er, að sé maður, sem stamar, einn og enginn heyri til hans, stamar hann oftast ekki. Vist er það, að fólk stamar mismikið eftir því, við hvern það talar. f riti, sem nýlega kom út i Amer- iku, segir dr. Wendell Johnson, að rannsóknir á hópi barna hafi leitt i ljós, að stundum hélt annað for- eldra barns þvf fram, að það stamaði mikið, þótt hitt teldi, að svo væri ekki. Dr. Johnson, sem er prófessor í málsjúkdómafræði og sálarfræði, kennir í mörgum tilfellum foreldr- unum beinlínis um, þegar barnið byrjar að stama i bernsku. ÞRIGGJA ÁRA ALDURINN ER VARASAMASTUR. Viðsjárverðasta aldursskeiðið, að því er varðar framfarir í máli, er talið vera, þegar barnið er um þriggja ára. Ef ekki verður talið, að barnið stami þá, eru meiri líkur til með hverjum degi, sem líður, að barnið sleppi við þennan kvilla. Verði það fjögurra ára án þess að eiga í nokkrum örðugleikum með að tala, er aðeins ein torfæra eftir, og kemur hún, þegar skólagangan byrjar. Margir kennarar, eins og reyndar margir foreldrar, gera allt of mikl- ar kröfur til talkunnáttu barnsins, segir dr. Johnson. En gangi barn- inu vel í byrjun í skólanum, má telja vist, að það nái fullorðinsaldri, án þess að hætta sé á, að það stami. Mistök foreldra og kennara eru oft þau, að þau bera leikni barns ins i að tala saman við eigin kunn- áttu og koma ekki auga á annað til þess að miða við. En með því gera þau of miklar kröfur. Fólk verður að hafa í huga, að ekki má miða getu barnsins við eigin getu. Það er ekki aðalatriðið, að barnið tali reip- rennandi og málfræðilega rétt. Vilj- inn til þess að tala er það, sem máli skiptir. ÖRVIÐ BARNIÐ TIL AÐ TALA. Örvið barnið ykkar til þess að tala, og þvingið það ekki til að end- urtaka setningu, þó að það hnjóti dálítið um orðin. Með öðrum orðum: Einblinið ekki á leikni þess í að tala, og reynið að hugsa ekki of mikið um hana. Sýnið he-ldur þolinmæði, og vinnið skipulega að þvi að reyna að bæta málfarið. Athugið, að mjög er algengt, að börn reki i vörðurnar og þau noti alls konar upphrópanir, þegar þau tala. En taki barnið hins vegar engum framförum, þá skuluð þið leita til læknís eða talkennara. -k Snillingurinn frá Aberdeen Archie McNugget hafði lokið fullnaðarprófi, gengið til prestsins og hlotið fermingu. Fyrsta áfanga hins unga Skota á lífsbrautinni var með öðrum orðum lokið, og kom því til kasta for- eldra hans — og þá einkum föðurins, Angusar McNuggets, — að gera áætlanir um næsta áfangann. — Ég vil verða tónlistarmaður, sagði Archie og hafði sina meiningu. Ég vil fá flygil og verða frægur píanisti. — Mac diabholl, hrópaði Angus faðir hans felmtri lostinn, því að hann sá það samstundis, að slíkt hljóðfæri lilaut að kosta feiknafé. Er ekki nokkur leið, spurði hann, að þú veljir þér eitthvert annað lifsstarf, sem hefur í við minni kostnað i för með sér? — Já, en hamingjan sanna, varð Katrínu, móður Archies, að orði. Ef drengurinn hefur löngun til að verða tónlistarmaður, þá sé ég ekki, hvers vegna ... Þess ber að geta, að Katrin var kynjuð af Norður-Englandi, þar sem ekki tíðkast, að horft sé í hvern skilding eins og í Aberdeen, þar sem saga þessi gerist. — Nú-jæja, sagði Angus McNugget. Það er þá bezt, að ég skreppi niður á Lochnagar-götu og komist eftir því, hvort hann Hector gamli McNab hefur notaðan flygil til sölu. Angus kom aftur eftir svo sem klukkustund. — Ójú, Hector gamli hefur raunar þess háttar hljóðfæri á boðstólum, sagði hann við Katrinu. En það er bara aldeilis ókristilega dýrt, og þar að auki mundi kosta of fjár að gera við það, svo að nokkurt hljóð náist úr þvi. Þetta er, skal ég segja þér, gamli rafmagnsflygillinn, sem lengi var í vcitingakránni hans McCormacks, en síðustu árin notaði hann skriflið eingöngu til að geyma í því viskíflöskur. Að svo mæltu sneri Angus sér að syni sinum. — Getur þér nú ekki dottið eitthvað annað í liug, drengur minn? sagði hann. Þarna höfum við, foreldrar þínir, fætt þig og klætt í full l'jórtán ár, og aldrei skal ég trúa þvi, að þú farir að launa okkur það með því að setja okkur á hausinn, — að þú viljir láta okkur fara að fleygja of fjár í kaup á flygilskrifli, sem ekki er einu sinni nokkur leið að ná tóni úr, skil- urðu? Archie hugsaði málið um hrið. Svo sneri hann sér að föður sínum, og það mátti sjá á svipnum, að hann hafði tekið sína ákvörðun. — Þá er bezt, að ég fái fiðlu, sagði hann, svo að ég geti orðið frægur fiðlusnillingur. Angus, faðir lians, greip til skozkunnar, eins og honum var tamast, þcgar eitthvað kom hon- um á óvart. — Olé mhath, sagði hann. Jú, það er eitthvert vit i þessu, drengur minn. Það leyndi sér ekki, að honum létti ákaflega. Fiðlan hlýtur að vera mun ódýrari en flygill, sagði hann. Ég skrepp þá niður á Lochnagar-götu og spyr Hector gamla, hvort hann hafi ekki notaða fiðlu til sölu ... — Gættu þess nú að kaupa hana ekki við neinu okurverði, kallaði Katrín á eftir honinn, þegar hann hvarf út úr dyrunum. Það var kuldi og beizkja í röddinni, þvl að hún hafði svo sannarlega fengið meira en nóg af nízku bónda síns. Þau höfðu nú verið gift í seytján ár, og enn varð hún að notast við brúðarkjólinn sinn, þegar hún bjó sig upp á. Það þarf minna til að snerta taugar kvenfólksins. Hálfri klukkustundu siðar kom Angus heim úr för sinni — fiðlulaus. — Jú, liann hafði fiðluna, sagði hann. En hann var ekki með neinu móti fáanlegur til að slá svo mikið sem einseyringi af verðinu, sá bölvaði ekki sen svíðingur og maurapúki. Þetta getur meira að segja orðið fyrirtaksfiðla, þegar settir liafa verið á hana nýir strengir og skipt um gripfjöl og strengjastól. En hann vildi ekki einu sinni kosta þá viðgerð, — já, vildi þar að auki fá tvo shillinga fyrir bogann — og það þó að hann væri að mestu leyti hárlaus ... Archie beið ekki ræðulokanna, en spurði föð- ur sinn, livort hann gæti þá ekki keypt handa sér sekkjapipu. — Þvi að tónlistarsnillingur skal ég verða og lialda hljómleika, svo að ég þurfi ekki að verða ykkur til byrði, sagði hann. Angus klappaði syni sinum á öxlina. Það voru einkum síðustu orðin, sem innilega glöddu hans viðkvæma föðurhjarta. —i Nú er bara eftir að vita, hvað sekkjapipa kostar, sagði hann. Það er bezt, að ég skreppi enn til Hectors gamla og forvitnist um, á hvað hann vill láta notaða sekkjapipu, helzt að hún sé ekki með mjög mörgum götum i pípuleggj- unum, þvi að kaupa götin, — það er jú ekkert vit ... Að þessu sinni tók ferðalagið hann allt að þvi tvær klukkustundir, og ekki hafði hann neina sekkjapípuna meðferðis, þegar hann loksins kom. — 'Hvernig litist þér á að verða munnhörpu- snillingur, sonur sæll? spurði hann. Sekkjapip- urnar eru svo fjári dýrar, skal ég segja þér, en hins vegar hefur Hector gamli á boðstólum notaða munnhörpu, en í ágætu ásigkomulagi, og hann vill selja hana við sæmilegu verði. — Allt i lagi, svaraði Archie, — og enn lagði Angus af stað til fundar við Hector gamla. Eftir langar og harðar orðræður urðu þeir loks á eitt sáttir um verðið, en þegar Angus Framhald á bls. 29. VIKAN I y

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.