Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 8
Valtýr Pétursson hengir upp. Til hægri: Mosaik og málverk eftir Valtý. Það mátti ekki seinna vera, að við litum inn hjá Valtý Péturssyni. Hann var sem sé að táka niður myndir sínar í Listamanna- skálánum eftir vel héppnaða sýningu. Það hefur verið heldur dauft yfir sýningum hjá myndlistarmönnum að undanförnu, utan hvað Veturliði hefur haldið uppi tveimur og þremur I einu. Annars er heizt, að menn sýni í Moggaglugganum eða Mokkakaffi, og stafar ef til vill af því, að þeir eigi ekki nóg til Þess að þekja víðátturnar I Llsta- mannaskálanum. Það er Búið að skrifa mikið um sýningu Váltýs — og hrósa henni að verðleikum. Það leynir sér ekki, að Valtýr er ákaflega einlægur listamaður. Hjá honum er stöðug umhugsun og Þróun, og vafalaust á hann eftir að taka einhverjum brevtlngum hér eftir. Það nálgast að vera furðulegt, hve hinir yngrl myndlistarmenn eru rígbundnir ov ragir við að hætta sér út af troðnum sióðum. Fráhvarf frá hinum geómetriska formf er ails ekki merki um neitt undanhald. finginn býst við bvi, að það standi til el- lifðar. Heldur hlýtur að .verða áframhald- andi þróun..fslendingar sneru sér að óhlut- læeri listsköpun á undan frændþjóðunum á Norðurlöndum. Ef mvndlistarmenn hugsa sér að halda fast við svipmót síðustu fimm- tán éra Þá verða þeir varla lengi I farar- broddi. Skýringin á þessu er ef til vill sú, að hið nýja listform hefur verið brautryðiend- unum svo mikið hjartans mál. að þeim finnst Það ðslgur að hreyta hið minnsta út nf bvi. Þarf varla að taka bað fram. hversu óheilla- vænleeur sá misskilningur hlýtur að vera. Valtýr Pétursson hvrjaði að mála lands- lagsmvndir á unga aldrl, sfðan kom surrea- listiskt tfmabil f skóla, en að loknu námf var hann genginn á vit nútímastefnanna. og myndir hans voru óhlutlægar og nokkuð stff geómetrfa f þeim. Þess vegna kom það á óvart á þessari sýningu, að allmikil breyt- ing var bersýnileg frá hinum fyrri. Annað var og athyglisvert: Flestum, ef ekki ðllum, fannst listamaðurinn fara inn á skemmti- legar brautir og vera f framför. Mósaikmyndir Valtýs vöktu verðskuldaða athygli. Islenzku bergtegundirnar I þeim sumum voru f hreinum sauðarlitum eins og 1 gamalli hannyrð. Þegar betur var að gáð, voru þessir móbrúnu og gráu lltir iðandi I mismunandi tónum, þótt létu þeir litið yfir sér við fyrstu sýn. Flestar oliumyndirnar einkenndust af smáum og iðandi formum, ekki ósvipað mósaík. Manni fannst, að það gætu verið stemmningar úr landslagl, lyng- breiður á haustdegi eöa Ijós I stórborg um nótt. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, hvað lista- maðurinn hefur haft í huga. Hitt skiptir meira, að myndin sé f sjálfu sér góð. Það er freistandi að fullyrða, að viðureign Valtýs við mósaíkina hafi haft einhver áhrif á pensilinn. Hann neitar þvi ekki heldur og viðurkennir, að málverkið sé beinlínis undir áhrifum frá henni. — Hefur mósaíkin ef til vill komið þér I snert- ingu við náttúruna? spyrjum við listamanninn. — Ja, það er nú varla hægt að komast í nánari snertingu við náttúruna heldur en að taka hana sjálfa og festa á myndflöt. — Rétt er það, þetta er beinlínis náttúran sjálf. EJrtu lengi að hlaða upp þessar myndir? — Maður gerir yfirleitt mósafkmyndirnar f einni skorpu. Efnið krefst þess. Það er annað með málverkið. Ég er búinn að vera með sumar þessar oiíumyndir í mörg ár, — gríp kannski eitthvað í þær á hverjum degi. — Eru þessar myndir þá margra ára verk? — Það hefur tekið mig fjögur ár að koma þessari sýningu upp. Óslitin vinna í fjögur ár. — Hvað hefurðu þá margar myndir í takinu í einu? — Það er auðvitað óákveðiö. Það tekur ógnar- langan tíma að fullgera sumar myndir. Það er svo ákaflega misjafnt. — Er þá nokkurn tíma hægt að segja, að mynd sé búin? Mætti ekki bæta einhverju við þessar myndir, sem hér hanga, eða ertu mát? — Einhvern tíma kemur að því, að ekki er æskilegt að halda áfram. Ég tel, að ég hafi engu aö bæta við þessar myndir. — Gerir þú „skissu“ að þessum smágerðu olíu- myndum, eða verða þær til í meðförunum? — Oft gerir maður „skissu", en hún reynist Þá ef til vill fjarstæða, þegar á reynir. Yfirleitt kem- ur þetta af sjálfu sér. — Er þá tíminn mikið atriði? — Það er mjög einstaklingsbundið. Mér finnst það ekki — og öllu fremur, að mynd verði til á einni sekúndu, einu afgerandi augnabliki. Það er kannski þetta, sem menn kalla inspirasjón. — Sumt heppnast auðvitað, og annað er dæmt til að forgangast. — Já, ég er alltaf að fást við myndir, sem ég ræð ekki við. — Það hlýtur að vera erfitt. — Maður er stundum þreyttur eftir daginn. — Er þá ekki gott að lyfta sér upp og ferðast og fá nýtt blóð í listina? — Það er afar hættulegt að vera alltaf á sama stað. Ég ferðast mikið á sumrin, ferðast um land- ið, en stundum verður allt stopp, og þá verður maður að bregða sér út fyrir landið. — Það er kannski erfitt að svara þeirri spurn- ingu, hvar þú teljir, að listin standi einna fremst. — Já, það er eríitt að segja um það. Ég er mjög hrifinn af nokkrum Bandaríkjamönnum upp á síðkastið. Þeir hafa verið svo spilandi frjáisir. — En París? — Parísarskólinn er að sjálfsögðu góður, og svo eru líka ungir Spánverjar að koma upp, og mér lízt vel á þá. — Hvað um Norðurlandabúa? — Islendingar eru liklega djarfastir — enn þá, — og Danir eiga einn og einn góðan mann. Annars má segja, að talsverð breyting sé að verða á Norðurlöndum. Það hefur verið þannig á sýning- um, sem þessar þjóðir hafa haldið saman, að Is- lendingar hafa skorið sig úr, og nú er þessi stíll búinn að þróast hér í fimmtán ár, þegar hinir eru að átta sig. Það er mjög gott forskot, og nú ríður á að halda þvi, gs. Lpig á haustl o§r ljo§ 1 stórborg: 8 i____ VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.