Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 22

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 22
 ' <X 'W Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl): ÞaO reynir á umburðarlyndi gifts fólks í vikunni. og fyrri alla muni má ekki taka allt of illa upp tiltæki maka síns, þótt eitthvaö beri út aí. Það verður mikið að gera í vikunni, svo að hætt er við, að þú rækir ekki þína nánustu sem skyldi. Varastu að hrinda hugmynd þinni í framkvæmd, ef eitthvað bendir til þess að þú mætir and- streymi. Það má biða betri tíma. Heillatala 8. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí): Þú verður að vera þess minnugur, að tilveran er ekki eintómt „grín“, og stundum er þér nauðsyn á því að sinna aivarlegri málefnum. Líklega bíður þú einhvers konar ósigur um eða eftir helgina, en hætt er við að þú takir þér það allt of nærri. Þú færð sannarlega uppreisn siðar. Fimmtu- dagskvöldið verður mjög frábrugðið hinum kvöldunum, Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Það verða gerð- ar til þín miklar kröfur í vikunni, og þykjast stjörn- urnar sjá, að einmitt Það geti orðið til .þess að þér fallist hugur. Þetta má alls ekki koma fyrir, því að þá geta næstu vikur orðið þér afar þungbærar, og þér verður þá ógerningur að leysa öll þau verkefni, sem steðja að. Þú skalt ekki lofa allt of miklu í Þessari viku. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú færð mikla viðurkenningu fyrir vel unnið starf undanfarnar vikur. Hamingjan virðist ætla að verða þér hliðholl i flestu, sem þú tekur þér fyrir hendur, en á einu sviði verður þú að gæta fyllstu varkárni. Þú mátt ekki halda, að vinur þinn hafi brugðizt Þér, þótt hann geri ekki þetta fyrir þig á svipstundu. Hann vill þér sannarlega vel, Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Taktu ekki utanað- komandi gagnrýni allt of nærri þér. Reyndu heldur að breyta betur, og vertu þess minnugur, að réttlát gagnrýni er hverjum manni nauðsynleg og ætti að- eins'að vera hinum hvatning til aukinna dáða. Pen- ingalega verður vikan þér hliðholl, en varastu samt að sóa peningum í einskisnýtt fyrirtæki. Þú ferð í skemmtilega heim- sókn eitt kvöldið og kemur vini þinum þægilega á óvart. Meyjarmerkió (24. ág.—23. sept.): Varastu að binda þig um of fyrir helgi, Því að eftir helgi munt þú þurfa á öllum tíma þínum að halda, til þess að vinna að hugðarmáli þínu og félaga þinna. Ef þið leggið ykkur alla fram, mun áform ykkar verða enn skemmtilegra í framkvæmd en þið höfðuð þorað að vona. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú virðist. ekki (taka vinnu þína nógu alvarlega. Reyndar þarf átak til þess að komast aftur í samt horf, en þig mun ekki iðra þess siðar. Þér berast mjög skemmtilegar og þægilegar fregnir um helgina, og verður það til þess að vikan á eftir færir þér mikla hamingju, jafnvel þótt þú verðir að leita hennar skamma hríð. Drekamerkið (24. okt:.—22. nóv.): Á miðvikudag leysist vandamál af sjálfu sér, en Þetta vandamál hefur valdið þér talsverðum áhyggjum undanfarið og ekki af ástæðulausu. Þér gefst einstakt tækifæri til þess að votta vini þínum vináttu þína, og láttu það fyrir alla muni ekki ganga þér úr greipum. Mundu að láta ekki persónulegt álit þitt ráða um of á vinnustað. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þú skalt fyrir aila muni varast að lenda í deilum við mann eða konu, sem annálaður er fyrir þrákelkni og áleitni, því að það gæti dregið dilk á eftir sér. Þér græðist að öllum líkindum fé í vikunni, en sælan verður því miður skammvinn, því að eftir helgina þarft þú að eyða peningunum í einskisnýt kaup, sem þó eru Þér nauðsynleg. Geitarmerkiö (22. des.—-20. jan.): Farðu sparlega með peningana í vikunni, því að innan skamms þarft þú á öllum peningum þínum að halda og vel það. Annars einkennist vikan einkum af rómantík, og margir finna framtíðarmaka sinn einmitt í þessari viku. Láttu engan bilbug á þér finna, þótt utanaðkomandi mað- ur gerist ágengur við þig, því að þinn málstaður er sá eini, sem á rétt á sér. Heillalitur blátt. eða blágrænt. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.) : Ef þú ferð ekki að öllu með gát og lætur dómgreind þina ráða yfir duttlungum þínum, verður þú fyrir sárum von- brigðum í vikunni. Fyrir nokkrum vikum fékkst þú skemmtilega hugmynd, sem þú vogaðir þér ekki að framkvæmd, en nú virðist einmitt rétti timinn til þess, en það verður ekki gert nema með aðstoð þér eldri manns. Varastu framar öllu að missa stjórn á skapi þínu Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Láttu ekki tæla þig út í glæ.frafyrirtæki, þótt Það virðist gróðavæn- legt í fyrstu. Ef þú hugsar þig vel um, ættir þú að geta séð fyrir afleiðingarnar. Amor verður m’kið á ferðinni eftir helgina. Þú hefðir gott af stuttu ferðalagi, og ættir þú að gripa hvert tækifæri til slíks. Vertu ekki óþolinmóður, þótt kunningi þinn geri þetta ekki strax fyrir þig. Það liggur ekkert á. hrinda ®<- 35322. Otgefandi: Ritstjóri: fííslí Si(»urSs8on (ábm.) Auglýsingastjóri: Asbjörn Majrnússson Framkvæmdasljóri: Afgreiðsla og dreifing: Hilmar A. Kristjánsson Blaðadrcifíng, Miklubrauí 15, simi 15017 Verð í lausasölu kr. 15. Áskriftarverfí er Prcntnn: liíimir h.f. 225 kr. ársþriðjungsloKa, greiðist fyrirfram Myndnmót: Mynduiuót h.f. VIKAN H.F. Kitstjrirn og auglýsingar: Skipholti 33. Simar: 35320, 35321. Pósthólf 149, Næsta Vika ♦ Ég sá Agadir hrynja. — Frásögn sjónarvotts af hin- um hryllilega atburði, þegar heil borg í Marokko hrundi til grunna. ♦ Hraglandi í Hafnarstræti. — Steindór bílakóngur í aldarspegli. # Húsgögn 1960. — Heimsókn á sýningu húsgagna- arkitekta. # Ósýnilega sárið — dularfull saga. # Stálúr, smásaga eftir Björn Braga.. ♦ Lærið að hvílast. Stórmerk grein um afslöppun og hvíld, sem hollt væri fyrir marga að kynna sér. Hvað segja stjörnurnar uni hæfileika yðar, möguleika og framtíð? Viljið þér fá svar við þessu þá sendið upplýsingar um nafn, heimiiisfang, fæðingardag og ár, fæðingarstað og hve- nær sólarhringsins þér fæddust ásamt kr. «500,00, spádómur fyrir 1 ár kostar 230 krónur, í uinslagi merkt pósthólf 2000, Kópavogi og svarið mun berast yður með pósti. — Fyrirgefðu, ég hélt að þetta væri brú. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.