Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 4
Bandaríska leynilögreglan be’tir Tækni gegn glæpum 1 bandarískum rétti er gert ráð fyrir, að maður sé saklaus. Þar til sekt hans er sönn- uð. FBI, bandariska leynilögreglan, er ekki lögsækjandi í máli, heldur vinnur aðeins að rannsóknum þess og verður þvi að miða starf sitt í baráttunni gegn afbrotum við það að safna sönnunum, sem eru svo óve- fengjanlegar, að lögsækjandi geti annað- hvort sannfært kviðdóminn um sekt ákærða með nokkurn veginn öruggri vissu eða feng- ið hann sýknaðan. Það er t. d. mikilsvert sönnunargagn að leggja fram sýnishorn af nákvæmlega eins fingraförum, — þ. e. af ákærða og hinum, sem fundust. En margir kviðdómendur munu ekki dæma mann á þeim grundvelli einum. Þeir þurfa frekari vitna við. 1 aðalbækistöðvum FBI i höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, er stærra og flóknara safn glæparannsóknartækja en víðast hvar annars staðar í heiminum, og er það mikil stoð sérfræðingum stofnunar- innar í starfi þeirra. Þar starfa sérfræðingar i ýmsum visindagreinum, allt frá eitur- lyfjafræði og efnafræði að blóðvatnsfræði, litrófsfræði, málmvinnslufræði, bergfræði og rafeindafræði. Og allir eru sérfræðing- arnir sjálfir vel heima í vandamálum, sem starfsbræður þeirra þurfa að leysa. Bílþjóf- ur, sem ætlar að leyna Þjófnaðinum með því að flýta sér að skella nýrri málningu á bílinn, má t. d. búast við þvi, að litrófs- sérfræðingur FBI, sem fær í hendur örlítið sýnishorn af málningunni, geti á augabragði ekki aðeins sagt, á hvaða biltegund hún hafi upphaflega verið, heldur einnig árgerð bíls- ins og hvort hann hafi verið inálaður aftur og þá hve oft. Oft er FBI send mjög smá sýnishorn. Er þetta eitur? Og ef svo er, hvaða tegund? E'r það eiturlyf eða eitthvert annað efni, sem grunur leikur á, að komi við sögu i glæpamáli? Ef þetta sönnunargagn væri fengið efnafræðingi í hendur, mundi það eyðileggjast. um leið og leyst væri úr því. Enda er það óþarfi, því að hér er bezt að nota röntgengeisla. Mjó rák af röntgen- geislum er látin skella á efninu, geislatelj- ari mælir ljósbrot geislanna. Nú brjóta öll kristallsefni geislana við ákveðið og þekkt horn, og því má greina þau án þess að eyði- leggja sýnishornið. Önnur tæki, sem sérfræðingar FBI-rann- sóknarsafnsins nota, eru t. d. rafeindasmá- sjár, ýmiss konar ljósmyndavélar, sjónsmá- sjármælar og sérstök tæki, sem búin eru til í safninu, þegar með þarf. Þar eð saman- burður á mörgum hlutum er mikilvægur í starfi rannsóknarlögreglunnar, er þarna geysistórt samsafn af dýnamitumbúðum, sjónglerjum á framljósum bíla, pappírs- vatnsmerkjum, ritvélum, dýrahárum, bif- reiðamálningu, hælaförum og förum eftir bílhjólbarða, o. s. frv. Iðulega eru sérfræðingunum send blóði drifin föt og þeir spurðir, hvaö þeir geti lesið úr þeim. Við blóðrannsókn kemur ekki aðeins i Ijós, hvort blóðið er úr dýri eða manni, heldur einnig úr hvaða blóðflokki það er, ef það er úr manni. Þetta er afar mikilvægur þáttur í rann- sókn glæpamála, þvi að þræðir í fötum geta losnað eða farið milli manna við snertingu. Hár geta einnig borizt frá einum manni til annars við stympingar. Ef hárin eru siðan lögð undir mjög sterkar smásjár, getur sér- fræðingurinn séð, hvort þau eru af manni eða dýri, og ef þau eru af manni, þá af hvaða kynþætti maðurinn er. Frekari athug- un á hárum getur oft varpað ijósi á glæpinn, eins og t. d. það, hvort hárin hafi losnað af manninum við valdbeitingu eða þau dott- ið af honum, hvort þau voru bæld, dreifö, sviðin, rifin, klippt, lituð eða liðuð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.