Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 21
inu í skyndi. Jæja, svo að hann mátti búast við að Will kæmi í heimsókn klukkan eitt. Hann opn- aði dyrnar. Bonito stóð fyrir utan þröskuldinn. Að þessu sinni vottaði ekki fyrir brosi á andliti hans. „Bíilinn bíður hérna uppi á ströndinni, senor", mælti hann. „Það er vegna þess, sem gerist í fyrra- málið“. „Bíllinn- Ég hef ekki beðið um neinn bíl“. Hosmer hugðist skella aftur hurðinni, en Bonito sér inn fyrir þröskuldinn og skellti hurðinni í lás. „Við ræðum þetta hérna inni“, mælti hann alvarlegur. Hinn tröllaukni Hosmer leit niður á hann í orðs- ins fyllstu merkingu. Virti fyrir sér hina glanna- legu skræpóttu skyrtu hans og skásettan stráhatt- inn yfir bleksvörtu hárinu. „Hvaða erindi áttu?" spurði hann. Bonito dró upp skirteini sitt og mælti stoltur. „Bonito lögregluforingi, senor . . .“ „Þú hlýtur að vera brjálaður að koma hingað! Ef einhver sæi til ferða þinna!" „E’f einhver sér til ferða minna, þá vita allir, að þar er bílstjórinn á ferð, atvinnu sinnar vegna. Og að nokkrum stundum liðnum mundu þeir hinir sömu og sjá okkur aka saman á brott í bílnum út með ströndinni. Ég varð að tefla á þá hættu, senor. Gætið þess að hér sjáið þér fyrir yður mann, sem einskins svífst þegar í harðbakka slær“. „Ég vil ekki að lögreglan skipti sér af þessu. Þið hafið engan rétt til að láta það til ykkar taka. Ef eitthvað kemur fyrir frænku mína, vegna afskipta ykkar, þá skal ég . . .“ „Mér er kunnugt um að þér eruð áhrifamaður, senor, þér þurfið ekki að segja mér neitt um það“, svaraði Bonito af virðuleik. „Þér eruð auðugur maður, ég fékk allar upplýsingar um yður í skeyt- inu.“ Hosmer strauk aftur svart hárið. Of svart til þess að um eðlilegan lit gæti verið að ræða, hugs- aði Bonito með sér. Það gat ekki hjá því farið, að maður á hans aldri væri eilitið farinn að grána í vöngum. Hosmer öskraði. Virtist ekki geta hamið lengur reiði sína og hneykslun. „Svo að þú spurðist fyrir um mig . . . Hvernig dirfistu, peðið . . .“ „Já, senor. En ég verð að vekja athygli yðar á því, að ég hef mjög takmarkaðan tíma til um- ráða. Og ég verð að biðja yður að lækka róminn eilítið. Að vísu er enginn í næstu íbúð þessa stund- ina, en rödd yðar berst lengra. Ég hef undir hönd- um úrdrátt úr ævisögu yðar, sem ég hef kynnt mér dálítið. Og Það hefur vakið hjá mér þá spurn- ingu, hvernig það megi vera, að þér skuluð vera svo auðugur og skuldugur í senn, sem raun ber vitni — og ekki hærri bankainnstæðu heldur.“ „Allir auðmenn eru skuldugir. Og hvað kemur þetta yður eiginlega við?“ Tinndökk augu Bonitos voru svo sem ósköp sakleysisleg. „Mér bar aðeins að vita hvar og hvernig þér hefðuð komist yfir fé upp í iausnar- gjaldið. senor. Og hvernig á því gat staðið, að mannræningjarnir þættist vissir um að þér gætuð reitt það af hendi með svo stuttum fyrirvara”. Housmer hafði opnað munninn í því skyni að öskra svo um munaði. En hann lokaði honum í skyndi, svelgdist á, og þegar hann loks tók til máls, mælti hann tiltölulega lágt og stillilega. Það hlaut fyrr eða siðar að reka að því, að þessi þáttur málsms yrði rannsakaðui nánar, og því eins hyggilegt fyrir hann, að hafa þar allt á hreinu þegar i stað Þess vegna skýrði hann Bonito frá, að hann hefði selt fasteign frænku sinni og komið andvirðinu fyrir til varðveizlu í öryggis- hólfi í banka, þar eð hann hefði ákveðið að greiða henni það, þegar hún næði tuttugu og eins árs aldri. „Og hve margir kunna að hafa vitað þetta, senor?" „Hvernig í ósköpunum á ég að geta sagt um það? Sennilega allir í viðkomandi bankadeild, í skrifstofu minni og . . .“ Hosmer yppti öxlum. Eflaust nokkrir af kunningjum mínum. Það er ekki eins og þetta væri nokkurt leyndarmál”. Bonito varp öndinni. Hann laut Hosmer hæversk- lega. „Svo margir”, mælti hann „Þá er ég hrædd- ur um að ég hafi ekki tima til að athuga það nánar. En þegar ríkislögreglan heima hjá ykkur tekur við rannsókn málsins í fyrramálið, þá verður henni áreiðanlega ekki skotaskuld úr því“. Hosmer starði á eftir Bonito, þegar hann hélt á brott. Þetta var hlægilegt, en engu að síður hafði hann hugboð um, að þessi kátlegi, smávaxni maður gæti orðið honum óþægilegur ljár í þúfu. Já, honum — Hosmer Smith! Að visu gat Bonito ekki grunað, þaðan af síður vitað, hvernig háttað var sambandinu þarna á milli; ekki hafði Hosmer borið það í orð við nokkurn mann, og áreiðan- legt var það, að ekki hafði Will Roth látið neitt uppskátt. Og enda þótt sá heimski hálfbróðir hans væri líklegur til alls, þá þurfti ekki að óttast hann, Will Roth hafði aldrei af honum augun. Will Roth tefldi aldrei á hættu. Framhald í næsta blaði. ■ . ••• ■ ■ . ■■: liiiliiiliiil <S"VV. J, ■■•'■■ •' 'Vj ■ .. , • -^- •' .>SV>»vV-v mm i §æ '-j u§ wm v

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.