Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 4
Eg sá Agadir Á þremur mínútum fórust 17 þúsund manns Allt í einu lyftist jörðin undir fótum mínum, og það var eins og risavaxið dýr bylti sér undir jarðskorpunni og leit- aðist við að standa upp. Þegar ég sneri mér við, sá ég hótelið Saada hrynja ofan í götuna. Það er Frakkinn Lucien Bilodeau, sem segir þessa sögu. Hann var forstjóri innflutningsfyrirtækis í Agadir og komst lífs af fyrir einskæra tilviljun. Frásögn hans er mjög ljós og bregður upp glöggri mynd af stórkostlegum náttúruham- förum, mannraunum, sorg og dauða, — en á hinn bóginn fórnarlund og dugnaði á stund neyðarinnar. Kæfandi hiti hafði verið í Agadir, borginni, þar sem ég bý, — eða á ég að segja: þar sem ég bjó? — og var forstjóri inn- og útflutningsfyrir- tækis. Við höfum vanizt hitanum í Agadir, 35 stiga hiti er svo sem ekki mikið, og er hitinn fer upp í 40 stig, þá svitnum við aðeins i handarkrik- anum. En þegar mælirinn sýnir 45 stig, er gamanið farið að kárna. Að morgni hins hræðilega dags var hitinn nákvæmlega 45 stig. Þetta var erfiður vinnudagur, og þegar leið að kvöldi, var ég orðinn aðfram kominn. Ég gekk alla leið frá skrifstofunni heim til mín í Rue Iíenitra, sem er um það bil hundrað metra frá hinu fræga gistihúsi, Saada. Ég snæddi léttan kvöldverð með Yvonne, konu minni, og fimm ára gam- alli dóttur okkar, Jeanne að nafni. f , I ! i I I I ! I ! I AÐDRAGANDI NATTURUHAMFARANNA. Er leið á kvöldið, varð hitinn verri og verri og varð síðast eins og kæf- andi móða, sem dró úr okkur allan mátt. Við fengum gesti um níuleytið, en þeir fóru aftur klukkan hálfellefu. Ég háttaði ofan í rúm. Rafmagns- snælda suðaði i loftinu, en gerði ekki mikið gagn. Herbergið var eins og bakarofn. Yvonne lcom inn með glas af dönskum bjór rétt fyrir kl. ellefu, og er hún háttaði stundarfjórðungi síðar, sagði ég við hana. — Ég ætla að ganga út í garðinn. Það er ómögulegt að haldast við hér í þessum hita. Glaðlynda, dökkhærða konan mín hrosti og svaraði: — Já, farðu bara, Lucien. Ég er einnig þreytt og aðfram komin. Eg hafði svo mikið að gera hér heima í dag, vegna þess að vinnukonan kom ekki. Hitinn heldur ekki fyrir mér vöku, hugsa ég. Ég bauð henni góða nótt með kossi og gekk út á götuna, aðeins klæddur buxum, léreftsskóm og þunnri skyrtu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.