Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 9
tröppurnar, kreppti hnefana í buxnavösunum og þaut vestur götuna. Það var kökkur í liálsinum á honum og grátur í augunum, en hann tárfelldi ekki. Það skiptust á hylgjur í brjósti hans: sorg — og hatur. — Ætli þetta atvilc hafi ekki haft úrslitaáhrif á skapgerð bilakóngsins? Að minnsta kosti kom þetta fyrst af öllu i hugann, þegar ég var að spyrja hann um ævi hans.“ Gestirnir urðu þögulir. Þessi saga hafði varpað ljósi yfir Steindór Einarsson, — og þess vegna set ég liana sér, hvort sem Steindór sjálfur vill meðganga hana eða ekki. Ég hef þó enga ástæðu til að ætla, að hún sé ekki sönn. Stein- dór Einarsson hefur aldrei verið vinsæll maður. Hann hefur haft það ólag á að lirinda fremur frá sér en laða að sér. Hið bezta, sem um hann er sagt, er á þessa leið: ,jHann er bezti karl innst inni, en það er alltaf bölvaður hryssingur í honum.“ n. Steindór Helgi Einarsson er Ölfusingur í aðra ætt, en Reykvík- ingur í hina. Hann fæddist að Ráðagerði 25. júli 1888, og voru foreldrar hans Einar Björnsson tómthússmaður frá Þóroddsstöð- um í Ölfusi og Öxnalæk og Litla- Hálsi í Grafningi. Steindór mun því liafa verið frændi Marteins Einarssonar kaupmanns, en sú ætt í Ölfusinu hefur alltaf verið talin fésæl, en þó engar hetjur þar í bland, aðcins húrar og búhyggju- menn. Hins vegar mun Steindór liafa erft dugnað og hörku úr móð- urættinni, en Guði’ún, móðir Stein- dórs var dóttir Steindórs tómthúss- manns á Bjargi í Reykjavík, Matthíassonar, kaupmanns í Hafn- arfirði, en margir i þeirri ætt hafa verið taldir dugnaðarmenn og frelcjudólgar, sem hafa ekki látið sér allt fyrir brjósti brenna. Faðir iSteindórs mun ekki hafa verið forkur til vinnu eða útvégana, en þeir, sem þannig voru af guði gerðir í gamla daga, sáu sæng sina útbreidda, þvi að tækifærin voru fá og stritið og harkan aðalatriðið til þess að geta haft i sig og á. Þetta mun hafa sett sitt mark á æsku drengsins, eins og sagan i upphafi þessa máls bendir til. — En dugnaðurinn sagði fljótt til sin. Hann var þegar á barnsaldri á sífellduin þveitingi út og suður og setti sig aldrei úr færi um að fá verk að vinna, svo að hann eignaðist aura og gæti fært móð- ur sinni. Mjög snemma eignaðist hann reiðhjól — og mun fyrstur manna hafa tekið upp á þvi að leigja þau út, en síðar varð Valdi rakari aðalreiðhjólaútleigjandinn i hinni miklu borg. Næst mun Steindór hafa eignazt vagn og hest og farið að taka að sér að aka út vörum, en töluvert bar á slík- um ökumönnum í hernsku Reykja- vikur. Fljótlega hætti hann þó reiðlijóla- og hestvagnabraskinu og keypti sér bát. Stundaði hann þá alllengi þá atvinnu að flytja farþega og smávörur frá skipum, sem komu á núverandi ytri höfn, og í land. Þessi atvinna gaf ýmis tækifæri, sem Steindór stundaði af kappi, útsjónarsemi og dirfsku, — og hafa maigar sögur gengið af því basli, sem erfitt er að lienda reiður á. Þá mun Steindór hafa mjög iðkað það að leggja ekki bát sínum þar að skipi, sem kom frá útlöndum, að vel sæist til atliafna frá landi, heldur lagði honum við hina siðuna. Þótti mönnum þetta kynlegt í fyrstu, en málin skýrð- ust og sýndu enn, að töluvert var í piltinn spunnið. Þessi atvinna varð til þess, að Steindór kynntist Framliald á bls. 26. hsrm og hœrro Hástökk hefur lengi verið vinsæl iþróttagrein. Það krefst ekki mikils erfiðis, og sé efni- viðurinn fyrir hendi, er sæmi- legur árangur fáanlegur án þrotlausra æfinga. En þeir, sem ná „toppí'-árangri hafa undantekningarlaust firnakraft í fótunum og langa æfingu að baki. Allar hástökksaðferðir miða einkum að tvennu: kröft- ugu uppstökki og því að koma þyngdarpunktinum yfir rána án þess að þuría að stökkva með hann langt yfir rána. Til þess þarf mikla tækni. Veltu- stíll hefur rutt sér mikið til rúms að undanförnu, og hinir snjöllustu aðhyllast hann yfir- ieitt. Með því að velta sér lögu- lega yfir rána þarf þyngdar- punkturinn litið að fara upp yfir hana. X vetur hefur komið fram á sjónarsviðið ungur Bandarikja- maður, sem farið hefur fram úr öllum fyrri stökkvurum, og er hann þó mjög ungur og ó- reyndur. Hann heitir John Thomas, og hæst hefur hann náð að stökkva 2,196 m. En í rauninni segir það ekki allt. Það væri sanngjarnt að miða við hæð. manna, þegar um há- stökksafrek er að ræða. Það hefur alltaf þótt mjög gott að stökkva hæð sina, en það kem- ur i ljós, að hinir beztu í heim- inum gera mun betur. Hér á eftir birtum við lista yfir nokkra beztu hástökkvara heimsins og svo hitt, hversu hátt þeir stökkva yfir hæð sina. John Thomas, Bandarikin 2.196 yfir hæð sína 22 cm Juri Stepanov, Rússl. yfir hæð sína 33 cm 2.162 Vladimir Sitkin, Rússl. yfir hæð sina 35 cm 2.15 Charles Dumas, Bandar. yfir hæð sína 28 cm 2.149 Xgor Kashkarov, Rússl. yfir hæð sina 32 cm 2.14 Robert Shavlakadze, R., yfir hæð sína 27 cm 2.13 Walter Davis, Bandarikin 2.124 yfir hæð sina 8 cm Richard Dahl, Svíþjóð yfir hæð sína 19 cm 2.12 Ernest Shelton, Bandar. yfir hæð sína 23 cm 2.115 Floyd Smith, Bandaríkin 2.115 yfri hæð sína 21 cm Bengt Nilson, Svíþjóð yfir hæð sína 31 cm 2.114 Stig Petterson, Sviþjóð yfir hæð sína 21 cm 2.11 Lester Steers, Bandar. yfir hæö sína 24 cm 2.108 George Dennis, Bandar. yfir hæð sína 29 cm 2.108 Don Stewart, Bandar. yfir hæð sina 17 cm 2.105 ★ VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.