Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 35

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 35
Kæri Áhyggjufullur. Ég tcl víst að þú ætlist ckki til a‘ð bréf þitt sc birt, þó að þú hafir ekki tekið það fram. Því lengur sem ég hugleiði bréf þitt, þeim mun meira undrandi verð ég yfir því að svona Iilutir skuli geta skeð, hvað fólk getur farið gáleysislega með lífshamingju sína og eiga á Iiættu að missa allt það sem er dýrmætast og gefur lífinu mest gildi. Það er ekki um annað að ræða fyrir þig en að segja konunni allan sannleikann í þeirri von að hún láti ekki bugast, því að þetta verður hræðilegt áfall fyrir hana. Svo verðum við að vona að henni gefist styrkur til að fyrirgefa og láta skynsemina ráða, því að það er auðvitað það bczta fyrir alla aðila. Hvað stúlkunni við- víkur finnst mér það eina rétta að hún fari í burt af heimilinu, þið gætuð lioðið lienni að taka barnið. Sjálf er hún ung og jafnar sig á þessu með tímanum. Þú segir að hún sé ekki við eina fjölina felld. Hvað þá með þig? Mér finnst satt að segja nokkuð ósmekklegt af þér að reyna gera lítið úr henni á þessu sviði, því að svo sannarlega hefði verið hægt að ætlast til þess af þér, manni á þinum aldri, að þú liefðir aldrei látið annað eins og þetta koma fyrir. Lifið er nú einu sinni ekki eintómur leikur. Það hafið þið nú rekið ykkur heldur harkalega á. Nú er allt komið undir því hvern mann konan þín hefur að geyma, hvort hún þorir að halda áfram með þér og treysta þér. Við skulum samt vona að svo fari, allra hluta vegna, og þá mátt þú þakka guði og góðum vættum og sýna að þú kunnir að meta það. Allar góðar óskir, Aldís. Góða Aldís. Ég er alveg yfir mig reið þvi að mamma ællar að taka af mér lierbergið mitt. Hingað til hafa þær systir min sem er tíu ára og mamma verið saman í herbergi. Ég er fimmtán ára og hef nú i fimm ár haft mitt eigið herbergi, eða siðan pabbi og mamma skildu. Mér finnst alveg hræðilegt að fá ekki að hafa herbergi út af fyrir mig, ekki get ég lært í friði, ekki get ég boðið gestum til mín og systur mína get ég bara alls ekki þolað. Hvað á ég að gera? Þín Tóta. Svar: Þú verður vitantega að fara að vilja móður þinnar enda ertu alveg upp á hana komin. Það er mjög eðlitegt að hún sem er fyrirvinna heimilisins viiji hafa sitt eigið herbergi. Það er ekki alltaf svo auðvelt fyrir konur sem verða að sjá um heimili og ala upp börn sín einar, og ekki bætir það úr skák þegar eizta barnið sem hún ætti að geta haft styrk af, bregzt henni og hugsar einungis um eigin hagsmuni. Ég vona satt að segja að þú hafir verið í alveg sérstaklega slæmu skapi, Tóta mín, þegar þú skrifaðir bréfið, því að mér finnst ótrúlegt að þú sért svona eigin- gjörn stúlka, og það get ég sagt þér, að margir krakkar hafa orðið að lesa og læra innan um stóran systkinahóp, og gengið vel. Þín Aldís. Kæra Aldis. Getur þú sagt mér citt? Af hverju eigum við stelpurnar alltaf að hjálpa til heima en aldrei strákarnir? Ó, ég er svo svekt, ég er fimmtán ára og á sex ára systur og átján ára bróður, sem aldrei svo mikið sem þurrkar upp bolla. Mamma vinnur úti allan daginn og það dæmist alltaf á mig að gera hitt og þetta, alveg sama þó að vinkonur minar séu hjá mér. Ef ég malda i móinn verður pabbi reiður og hundskammar mig. Mér finnst þctta svo ósanngjarnt. Hvað finnst þér Aldís min? Ein löt og þreytt. Svar: Það eina rétta er að bæði piltar og stúlk- ur hjálpi til heima hjá sér, eftir því sem hægt er að ætlast til af þeim. En það vill oft verða svo að ef piltarnir hafa aldrei séð pabba sinn taka til höndunum og hjálpa til á heimilinu, þá finnst þeim óþarfi að þeir geri það. Þess vegna er það svo mikils virði að faðirinn sé góð fyrirmynd. Kona sem er störfum hlaðin eins og mamma þín, hefur hvorki þrek né tíma til að standa í því að fá bróður þinn til að aðstoða á heimilinu, sem hann þó vel gæti, hún gerir það heldur sjálf, og þá með þinni aðstoð. Hafðu það í huga, að starfið verður manni léttara ef maður er glaður og kátur, á þann hátt er líka auðveldara að eignast vini. Aftur á móti ef önuglyndið fær yfirhöndina flýja vinirnir og maður verður einmana. Þess vegna, litla vina, reyndu að vera ljúf og kát, með því leggur þú þinn skerf til að andrúms- loftið á heimilinu verði betra og skemmti- legra. Ég veit að það er ekki allt of auðvelt á þinum aldri, að vera ekki lengur barn, en þó ekki fullorðin. Með innilegum kveðjum, Þín Aldfs. 1 FRYSTIHÚS GnangriÓ óetur GEGN H/TA > OG KULDA +20° tA Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota- legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). 8TEIMULL H.F. Lækjargötu . HafnarfirÖi . Sími S0975. YIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.