Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 10
Dr. Aspirin Bros í Louvre Þeir, sera hafa komið til Parisar, — oj þeir eru nú orðnir nokkuð margir á þessum siðustu tímum stórra páskahópferða, — eru að jafnaði teymdir í gegnum hið geysistóra listasafn, Louvre. Fyrir flesta er það aðeins til þess að geta sagt, að þeir hafi komið þangað og séð t'rummynd Leónardós da Vincis af Mónu Lisu, Flestir búast við risavöxnu skilirli og verða fyrir vonbrigðum með þessa mjög svo hæversk- legu mynd, sem hangir á stórum hliðarvegg og lætur iitið yfir sér. Það er aðallega eitt, sem verður til þess að vekja athygli ferðalangsins á málverkinu: Gagnstætt öðrum verkum í safn- inu er ekki unnt að ganga upp að myndinni, heldur er hún vandlega afgirt. Það er sökum þess, að bifræfinn þjófur stal myndinni fyrir allmörgum árum, og verður sagt frá þvi i sér- stakri grein f Vikunni innan skamms. Það er næsta furðulegt, að þessi tnynd skuli hafa orðið allra mynda frægust. Ekki langt frá henni í Louvre hangir önnur mynd eftir sama listamann: Hin heilaga kvöldmáltíð. Hún er geysistór og talin mikið snilldarverk, en frægð hennar kemst ekki til jafns við Mónu Lísu, og mest er þar um að kenna langvinnum vanga- veltum út af dularfullu brosi konunnar Mónu Lfsu, það er að segja, ef það er þá nokkurt bros. Og það er að segja, ef það er þá kona, sem um er að ræða. Nú hefur einn ítalskur lögfræðing- ur og listunnandi, Enrico Baj, gerzt formælandi þess, að Móna Lisa hafi alis ekki verið kven- maður, heldur dulbúinn karlmaður. Herr* Baj hefur gefið út heilar ritgerðir um þetta mál- efni og er að hugsa um að ferðast kringum hnöttinn til þess að kynna þetta sjónarmið. Þeir, sem aðhyllast kvenlega tilveru mótfvs- ins, hafa haft á hraðbergi skýringar á brosinu. Hún ku hafa haft svo frámunalega ljótar tenn- ur, og heyrzt hefur, að lconan hafi verið ófrísk og hin innri gleði hennar yfir væntanlegu afkvæmi hafi átt þátt í þessu frægasta brosi í heimi. Engum dettur í hug, að konunni hafi verið eðlilegt að brosa svona, — en hvers vegna? Er ekki verið að leita langt yfir skammt að skýringum á næstum þvi engu? -Ar Sýning Félags íslenzkra húsgagnaarkitekta Skarphéðinn Jóhannsson, arkitekt, sá um sýninguna _ Hljóðlát og hógvær stétt hefur kveð- ið sér hljóðs. Meiri hluti þjóðarinnar hefur tæplega haft hugmynd um til- veru hennar, en svo kemur það í ljós, að þessi hópur gegnir miklu menning- arhlutverki í þjóðfélaginu. Það er á annan tug manna i þessum hóp, og þeir hafa tekið þá hugsjón upp á arma sina að bæta hýbýlamenningu okkar og lok- ið prófum sem húsgagnaarkitektar við erlenda skóla. Nú hafa átta úr þessum hópi efnt til sýningar á verkum sínum, og tiltækið hefur vakið undrun og eftirtekt — fyrst og fremst fyrir þær sakir, að húsgögn- in á sýningunni eru undantekningar- lítið listræn og góð. Þetta erif að vlsu módelstykki, sem væru firna- dýr án framleiðslu i einhverjum mæli, en með því móti ætti að mega gera það viðráðanlegt fyrir almenning að hafa þau á heimilum sínum. Segja má, að í heild beri sýningin svip af húsgagnaframleiðslu Norður- landabúa, og er eðlilegt, að hún sé helzt tekin til fyrirmyndar. Mörg stykki á þessari sýningu bera höfund- um sínum vitni um smekkvísi og hug- myndaflug, og handverksmennirnir hafa ekki heldur látið sitt eftir liggja í útfærslu hlutanna. Nokkrir húsgagnaarkítektar gerðu það að umtalsefni á sýningunni, að ekkert væri því til fyrirstöðu að gera piillpíSsfíSiP : ■ ,!.V: : Stóll, fótaskemill oj sófaborð eftir Kjartan Á. Kjartansson hús- gagnaarkítekt. Þessi hús- gögn hafa þann kost að vera mjög einföld, en ættu auk þess að hafo þann styrkleika, sem nauðsynlegur er tll þess að mæta daglegu hnjaski á fjölmennu heimili. ÞaB er líka atriði, sem verð- ur að hafa í huga, þeg- ar húsgögn eru valin. Hægindastóll eftir Svein Kjarval húsgagnaarkitekt. — Hann er úr tekkviði og reyktri eik, en áklæðið á baki og setu er handofið. Takið eftir því, að bak og seta er teiknað eftir linum mannslíkamans, og þess vegna veitir stóllinn góða hvíld, auk þess sem hann er fallegur gripur, en Það eru einmitt tvær höfuðkröfur, sem gera verður til góðra húsgagna: notagildi og fegurð. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.