Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 16
/St&tífr áfr huíC&it Eftir F. A. Hornibrook. Hvað er hvíld? Það er slökun á spennu. — Hugurinn hvilist, og likam- inn „slappar af“. Att er við þann hæfileika að geta lagt vandamál líðandi stundar til hliðar og létt öllum óróa af huganum, að vera fær um að loka eril og áhyggjur vinnudagsins úti og hvila líkamann um leið. Hvíld má ekkl rugla saman við tilbreytingu, sem að sjálfsögðu er ann- ars eðlis. Mann, sem unnið hefur mikið alla vikuna, — t. d. verkamann, — langar ef til vill að horfa á knattspyrnuleik seinni part laugardags svona til tilbreytingar. Hann hleypur að heiman, æpir sig hásan, baðar út öllum öngum af æsingi, og hegar leiknum er lokið, stendur hann í striðu við að ná I strætisvagninn heim til sin. Hann hefur notið tilbreytlngarinnar í rikum mæli, en hins vegar hefur hann ekki hvílzt. Allir þarfnast einhvern tíma hvíldar til þess að endurnýja krafta sína, þvi að án þess mundi jafnvel sterkhyggðastl maður gefast upp fyrr eða sfðar. A okkar tfmum verðum við að sætta okkur við hávaða. hraða og ör- yggislevsi, sem forfeður okkar bekktu ekki. Það er ekki auðvelt að gefa sér tfma til hvíldar f daglegu iffi. en bað er þess virði að reyna bað. Bezti tfminn til hvfldar er að sjálfsögðu nóttin. Ef við nytum fullkom- fnnar hvildar alla nóttina, mundu flest okkar ekki þarfnast hennar að deeinum. Lff okkar er venjubundið. og við ættum einnig að venja okkur á að hvílast. Það eru svo mörg okkar, sem skilja ekki, hvað orðið þýðir. Það er eftirtektarvert að veita tveimur manntegundum athygli, sem f fljótu bragði virðast algerar andstæður — hinum burðarlitla kyrrsetu- manni, sem óttast þreytuna, og hins vegar gömlum, hraustum fþrðttamanni, sem fitnað hefur um of. en heldur þvi fram, að engar líkamsæfingar séu að gagni. nema þær hálfdrepi mann, vegna þess að hann kann ekki að beita vöðvunum rétt. Sé hann beðinn að anda djúpt, herpast hálsvöðvar hans saman, hann hnyklar handleggsvöðvana, þenur út brjóstkassann og beltir gjarna svo miklu afli, er hann tæmir lungun, að hann fær hóstakast. A hinn bóginn hittum við fyrir granna, taugaveiklaða manninn, sem sffellt fitlar við iykla eða smápeninga f vasa sfnum og æðir um eins og dýr f búri, þegar hann talar. Taugar hans og vöðvar eru jafnan I spennu. Það er ekki furða, þótt hann sé þreyttur! Hann reykir hratt vindlingana, sem hann notar til þess að róa taugarnar, og öll meðferð hans á þeim ber vott um eirðarleysi. Margar þeirra greina, sem ritaðar hafa verið um hvfldina, drepa ekki á þær ástæður, sem standa gegn þvf, að við skiljum hana. Þegar þér farið að hátta, skuluð þér búa yður undir góðan nætursvefn á eftirfarandi hátt: Sængin, sem Þér ætlið að nota, á að vera hlý, en hins vegar alls ekki þung. Tveir koddar ættu að nægja, og er þér leggizt til svefns, verið ávallt viss um, að a. m. k. annar þeirri falli þétt að hálsinum aftanverðum, milli hnakkans og axlarinnar. Hafið ávallt opinn glugga f svefnherberginu. Leggizt ekki til svefns að lokinni stórri máltíð, og vinnið aldrei að neinu, sem þér hafið tekið heim með yður af skrifstofunni, f rúminu. Eftirfarandi húsráð er gamalt og gott og hefur reynzt mörgum vel, til þess að sofna værum blundi: Farið I fimm mfnútna fótabað í vel heitu vatni, þurrkið yður strax og farið beint í rúmið. Hitinn dregur blóðið frá heilanum og róar yður, og öll truflandi áhrif hverfa, — t. d. ef þér hafið lent í háværum deilum við einhvern eða reiðzt snögglega. Liggið nú kyrr á bakinu nokkrar mfnútur, og bægið öllum hugsunum frá yður. Það er mesta vitleysa að taka vandamál sín með sér í rúmið. Þér getið hvort eð er ekkert gert i málinu í margar klukkustundir, og þess vegna skuluð þér geyma það til morgundagsins, þegar þér eruð orðinn hress á sál og likama. Framhald á bls. 3L !Gm(M Um'w'vt Þessir nýtízkulegu kaffibrúsar fást nú í flestum búsáhalda- verzlunum og taka langt fram þessum eilífu krómuðu könn- um, sem hingað til hafa verið einar um hituna. Könnurnar eru í ýmsum litum og kosta 296,00 og 364,00 kr. Stáltauið, sem komið er á markaðinn, er yfirleitt hinir eigu- legustu gripir. Fyrir utan það, hvað þetta eru fallegir munir, þá er ekki enn þá til neitt efni, sem jafnast á við stál að end- ingu, að því ógleymdu, hve auðvelt er að hirða það, aðeins þvo það úr heitu sápuvatni. — Karið og kannan hér á mynd- inni eru með mjög sérkennilegu sniði. Kannan líkist einna mest litlum skaftpotti. Brauðfatið er stórt nokkuð með falleg- um höldum úr tekki, — kostar 322,00 kr., kar og kanna 313,50 kr. He*®*** Þessir bréfhnifar eru skornir út í tekk af íslenzkum hags- leiksmanni. Hnifarnir eru mód- elsmíði og Þess vegna óhugs- andi að rekast á tvo eins. Mynztrin eru mjög fjölbreytt og af ólíkasta tagi, eins og sézt á meðfylgjandi mynd. Hnífur- inn t. h. kostar 265,00 kr., en sá t. v. 285,00 kr. 16 YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.