Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 11
Kjartan Á. Kjartansson sýndi mjög ný- tízkuleg dagstofuhúsgögn með stíl, sem ._lítiö hefur sézt hér á landi enn sem komið er. Þessi húsgögn voru úr reyktri eik með hinu nýja Gefjunaráklæði, sem Danir kaupa af okkur. Stólseturnar und- ir púðunum og sömuleiðis fótaskemill voru úr fléttaðri hamplínu. isjenzk Inisgögn að útflutningsvöru. Þeir sögðu, að Danir fJyttu út í stór- um stil ltúsgögn, sein væru litið frá- brugðin þeim gripum, sem sýninguna prýcidu. Og það, sem meira er um vert: Danir kaupa Gefjunaráklæði til þess að klæða húsgögnin, sem flutt eru til Bandarikjanna. Hvers vegna getum við l)á ekki keypt harðvið austan frá Síam eins og Danir, smíðað húsgögn hér eftir teikningum innlendra arkí- tekta, klæti þau með áklæði úr islenzkri ull og gert að listrænni prýði á heim- ilunum í landinu og jafnframt að verð- mætri útflulningsframleiðslu? Það virðist aðeins vera framkvæmdaratriði að hrinda fram málinu, og vonandi verður ekki lengi látið á því standa. Hjalti Geir Kristjánsson. Hann sýnir skrifborðsstóla úr tekki, klædda svörtu skinni, einnig borð- stofuskáp, sem sést líka á mynd- inni, sófa og sófaborð. Hjalti Geir teiknar húsgögn fyrir Húsgagna- verzlun Kristjáns Siggeirssonar, og þessi húsgögn voru smíðuð þar. Hann er formaður Félags hús- gagnaarkítekta. Framh. á bls. 32. Helgi Hallgrimsson vakti athygli fyrir einstaklega fágaða muni, einkum stól- inn, sem hann hefur hönd á hér á mynd- um i. Hann er úr palísanderviði, klæddur svörtu skinni, og sömuleiðis fótaskem- illinn, sem fylgir honum. Að öðru leyti sýndi Helgi tvo armstóla úr mahóný og handofnu áklæði og sófaborð úr alúmíni með plötu úr slípuðu gleri. Sveinn Kjarval er lesendum Vikunn- ar kunnur af viðtali i þættinum um hús og húsbúnað fyrir skömmu. Hann sýndi skrifborð úr tekki, sömuleiðis skrifborðs- stól með handunnu áklæði, armstóla, sem ekki sjást á myndinni, og svonefnda staflastóla, létta stóla úr málmi, sem stafla má hverjum ofan á annan. Þeir eru smíðaðir 1 Merkúr h.f., en aðrir gripir Sveins í Nývirki h.f. Gunnar H. Guðmundsson sést hér ásamt tveimur sýningargrip- um sínum. Það er borðstofuborð með fremur nýstárlegu sniði úr olíubornu tekki. Stólarnir eru úr sama efni, og á þeim eru lausir púðar, klæddir leðri. Auk þessa sýndi Gunnar lágan stól úr vax- bornum aski, einnig með leður- klæddum púðum. Halldór Hjálmarsson sýndi borS- stofuskáp úr aski, og stóð hann á lágum bekk. Þá sýndi hann hæg- indastól úr tekki og eik með hand- ofnu áklæði. Formspenntir stafla- stólar vöktu athygli hjá Halldóri. Þeir hafa ekki sézt hér áður í þessu formi, en Danir framleiða mikið af þeim. Hann sýndi líka borð- stofustóla úr tekki. n VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.