Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 22

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 22
^7 liíúuim J Hrútsmerkið (21. marz—20. april): Mundu það, að hver er sinnar gæfu smiður, þessvegna skaltu ekki gera allt of háar kröfur til umhverfisins heldur reyna að aðhafast eitthvað sjálfur. Vikan verður að vísu ekki mjög viðburðarík, en þú munt lifa þægi- legar stundir í hópi kunningja þinna og finna, að þú ert ó- missandi hluti af heildinni. Gömul kona kemur talsvert við sögu í vikunni og hefur áhrif á gerðir þínar. Heillatala 8. NautsmerkiÖ (21. apríl—21. maí): Þú hlýtur að hafa nægilegan þrozka til að bera, til þess að fyllast ekki afbrýðisemi við minnsta tilefni. Enn er ekki tímabært að gera þær breytingar, sem þú hefur á prjónunum, og skaltu bíða að minnsta kosti í mán- uö eða svo. Þér berast skemmtilegar fréttir í vikunni, sem gera það að verkum, að nú færð þú nóg að aðhafast. Tvíburamerkið (22. maí—21. júni): Þú mátt búast við ómetanlegu tilboði í vikunni, en ef þú hefur ekki augun opin, getur þú orðið af mörgum gleði- stundum. Farðu varlega með peningana í vikunni, því að innan skamms munt þú þurfa á öllum pen- ingum þínum að halda, til þess að draumur þinn geti rætzt. Reyndu að láta ekki stjórnast um of af kunningjum þínum. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú ert nokkuð þunglyndur þessa dagana og finnst allt vera upp á móti þér, og hefur þú ef til vill talsvert til þins máls. En nú eru miklar breytingar í vændum, svo að innan skamms þarft þú sannarlega ekki að kvarta. Taktu þetta ástarævintýri ekki allt of alvarlega. Þú og kunningi þinn geta komið miklu í verk í vikunni Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Maður í hárri stöðu getur haft talsverð áhrif á gerðir þínar í vikunni, og máttu vel við una. Hætt er við að Þú sinnir um of þeim kunningjahópi þínum, sem sízt þarfnast vináttu þinnar. Þú verður að vera þess minnugur, að lítið er á þeim að græða, sem þú átt hreint ekkert sam- eiginlegt með. Fimmtudagurinn verður mjög frábrugðinn hin- um dögum vikunnar, og kvöldið verður einkar ánægjurikt. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. sept.): Þú ættir að reyna að koma auga á allt Það góða, sem umhverfið hefur upp á að bjóða, í stað þess að sökkva þér nið- ur í einskisnýta dagdrauma. Þessa dagana væri þér hollast að hafa sem mest fyrir stafni og skemmta þér í hófi. Taktu ekki mark á þvi sem sagt er um vin þinn, þetta er aðeins orðrómur. sem illar tungur hafa komið af stað. Um helgina kemur einkennilegur gestur í heimsókn. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Fyrstu dagar vikunnar verða að öllum líkindum fremur leiðin- legir, en á fimmtudag birtir til mjög snögglega. Met- orðagirnd þín gæti komið þér í koll, ef þú gerir of háar kröfur. Þú munt iá nokkuð óvenjulegt verk- efni til úrlausnar, og mun ailur tími þinn fara i að sinna því, og mun það færa þér margar ómetanlegar ánægjustundir. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þú þarft ekki að vera hræddur um að áform þitt heppnist ekki, því að nú eru stjörnurnar þér mjög hliðhollar og lofa framförum og gleðistundum. Þú ert fullur af fjöri og lífsorku í þessari viku, en þú mátt ekki eyða frístundum þínum til einskis. Þú ferð að öllum likindum i stutt en skemmtilegt ferðalag eftir helgina. og í Því ferðalagi munt þú kynnast ákaflega skemmtilegri konu. Heillataia 4. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): E’f þú vilt halda sálarró þinni, verður þú að varast að blanda saman vinnu og eigin áhugamálum. Á föstudag ferð þú í mjög stutta ferð, sem getur orðið nokkuð afdrifa- rík. Þú skalt ekki vera feiminn við að leita ráða kunningja þinna í máli, sem er þér hugleikið, því að þú getur ekkert aðhafst án aðstoðar þeirra. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú mætir ein- hverri mótspyrnu frá þér eldra fólki, en þú skalt ekki láta það á Þig fá, því að likur eru á þvi að þú getir einmitt tekið miklum framförum í vikunni, ef þú hagar þér skynsamlega. Vinur þinn biður þig að gera sér greiða, og skaltu umfram allt reyna að verða við óskum hans, Þótt það sé bæði tímafrekt og kosti talsverða áreynslu. Taktu ekki neinar stórákvarðanir á laugardag. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Það er kom- inn tími til Þess að þú hættir að láta löngu liðnar yfirsjónir angra þig. Þetta er búið og gert, en þú getur hæglega rétt hlut þinn með þvi að hegða þér skynsamlega eftirleiðis. Skemmtilegt heimboð um eða eftir helgina. Vinur þinn er í slæmri klípu, og átt Þú á vissan hátt sök á því. Reyndu því að rétta hlut hans. FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz): Láttu amor eiga sig í vikunni, því að það getur komið þér í koll. Þetta slen í þér stafar einungis af því að þú hefur ekki nóg að gera. Verkefnin eru nægilega mörg og margvisleg, Þú þarft ekki annað en að velja þér það rétta. Meira að segja eru iíkur á að þér bjóðist einmitt verkefni um helgina, og skaltu ekki hika við að taka það að þér. Heiilatala 5. Heillalitur blátt. T £> 1 Otgeföní'i: VIKAW' H.F. i fmstióra ■/ tstjóra og auglýsíngar: Skipholti 33. Sirnar: 35320, 35321. 35322. Pósthólf 149. Ritstjóri: Gisll Siprurðssoft (Ahm.) Auglýsingastjóri: Ásbjöm Magnússson Frarnkvæindastjóri: ^ / Afgreiðsla og dreifing: Hitmar A. Kristjánsson Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15Ö17| Vcrð i lausasölu kr. 15. Áskr,iftarve rö vr Prentun: Hilmir h.f. 225 kr. ársþriSjungstcga, greiSist fyrí -frara Myndamót: Myndamót h.f. Þið fáið Vikuna í hverri viku I næsta blaði verður m. a.: ♦ Ráða stjörnurnar örlögum okkar? Grein um stjörnu- spádóma eftir Þór Baldurs. 4 Nema þú, mamma — — smásaga eftir Guðnýju Sigurðardóttur. ♦ Þú bjargar lífi hans, eða-Hrollvekjandi afbrota- saga, þar sem læknir var neyddur til að skera upp afbrotamann og fjarlægja byssukúlu. 4 Þar sem aðalsmenn brenna kaffið. + Farah Diba — hin nýja keisaradrottning í Persíu. + Trúboðsskólar á íslandi. Grein, sem allir foreldrar ættu að lera. FORLAGASPÁ Hvað segja stjörnurnar um hæfileika yðar, möguleika og framtíð? Viljið þér fá svar við þessu þá sendið upplýsingar um nafn, heimilis- fang og ár, fæðingarstað og hvenær sólarhringsins þér fæddust ásamt greiðslu í umslagi merkt pósthólf 2000 Kópavogi og svarið mun berast yður með pósti. Lauslegt yfirlit (sólkort) ............. kr. 50.00 Lauslegt yfirlit með hnattafstöðum ...... — 100.00 Spádómur fyrir 1 ár kostar .............. — 200.00 Nákvæmt yfirlit með hnattafstöðum .... — 500.00 Að gefnu tilefni tökum við fram að fæðingarstund má helzt ekki skakka meira en 15 minútum. Þór Baldurs. Leiðrétting í 17. tölublaði Vikunnar var birt skrá yfir 75 beztu Islendinga i hástökki. Þar slæddist inn sú villa, að Jón Pétursson var settur í efsta sæti fyrir innanhússafrek sitt, 1.98. Þetta var sökum þess, að prófarkalesari hafði heyrt uln afrek Jóns og taldi rétt að leiðrétta skrána. Nú var skráin hins- vegar miðuð við áramót 1960, en Jón vann afrek sitt eftir áramótin og á það þess vegna heldur ekki að vera á skránni um innanhússafrek, sem tilgreind eru sérstaklega. Skúli Guðmundsson á því að vera í fyrsta sæti með 1.97 m árið 1950, en Jón Pétursson í öðru sæti með 1.95 árið 1959. I sambandi við leiðréttingu þessara mistaka, hefur Brynjólfur Ingólfsson beðið um að taka fram eftirfarandi: „Ég vil benda á, að skrárnar ná ekki aðeins frá 1920 tii 31. des. 1959, heldur allt frá upphafi iðkunar frjálsíþrótta hér á landi til síðustu ára- móta. E'r því fyrirsögn greinanna nokkuð villandi, þótt ekki sé hún bein- línis röng, þar sem ekkert þeirra afreka, sem unnin voru fyrir 1920 mun nú komast í röð 75 hinna beztu. Loks vii ég ítreka þau tilmæli, sem borin voru fram í upphal'i greina minna sl. haust, um að þeir, sem rekast á missagnir eða villur, sendi mér leiðréttingar. Mér var alltaf ljóst, að eitthvað af villum hlaut að slæðast með og hafa mér borizt nokkrar leiðréttingar, sem ég þakka. Munu þær og aðrar leiðréttingar, sem á rökum eru reistar, birtar í einu lagi síðar.“ Brynjólfur Ingólfsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.