Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 24
NYTT SEM SKYRIR HARALIT YÐAR '■'■fi ■■■■■■ •: HÁRSKÝRIR . . . SHAMPOO . . . LAGNINGARVÖKVI. FOCUS gerir háralit ydar skýran og fagran og endist vikum saman, og hár ydar mun vekja addáun allra, sem á líta. FOCUS er einnig shampoo. HAFIÐ ÞÉR ALDREI NOTAÐ LIT? Þér getid óhræddar notad FOCUS. Hann er audveldur í notkun og med fullkomlega edlileg litaráhrif, sem skýra og fegra ydar eigin hárali 6 UNDUR-FAGRIR OG EÐf-ILÉGIR HÁRALITIR— Veljid j^ann, sem hæfir háralit ydar. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103—Sími 11275. Fyrir hverju er draumurinn eru komin út á hálar brautir. Slíkt getur auðvitað alltaf hent fólk og færi betur að ráðizt væri í minni framkvæmdir. Reyndu að styðja þau í erfiðleikunum eftir beztu getu. Viðvíkjandi þínum hlut í draumnum, þá muntu kynnast pilti, sem þú elskar ekki á hinn rétta hátt. Það virðist vera of títt hjá ungum stúlkum að samkeppni um pilt eða beinlínis þrá eftir að eignast heimili og börn, ráði mestu um makaval. Hin hugsjónalega gamla rómantík á sér allt of litla stoð í veru- leikanum nú á dögum, að því er bezt verður séð. Með öðrum orðum, stúlkur virðast ekki giftast almennt af hinni eldlegu hrifningu ástarinnar, heldur af jarðlægri kvötum. Ég vil að fólk Ieggi til grundvallar hjóna- bandi sínu hina sönnu ást strax í byrjun og reyni að halda þeim ástareldi er í fyrstu tendraðist á lífi og hlú að honum. Það er heilög skylda okkar allra að glæða bönd kærleikans. Heimilið á að vera uppspretta gleði og hamingju. Þannig þyrfti allt hið mannlega líf að vera grundvallað. Ávextir jarðar eru ýmist súrir eða sætir, eftir því hvernig sáð er og ekkert skeður, sem ekki hefur sínar orsakir og afleiðingar. Þess vegna verðum við að temja okkur að þjóna rödd samvizkunnar, sem býr með oss öllum. Hún svíkur engan. Því miður virðist hún heldur lágróma hjá sumu fólki. Af hinu yngra tónlistarfóllci, sem fram hefur komið síðustu árin, hafa fáir verið dáðir eins mikið af almenningi og Helena Eyjólfsdóttir og Finnur Eydal. Þau hafa bæði verið ofarlega á baugi í dægurlaga- tónlist okkar nokkur undanfarin ár og ávallt hrifið áheyrendur sína með léttri og skemmtilegri hljómlist, jafnt á hljómplöt- •um sem á opinberum samkomustöðum. Þau voru bæði kornung er þau lögðu inn á þessa braut. Helena söng inn á sína fyrstu hljómplötu aðeins 11 ára gömul —- jólasálma, sem „Islenzkir tónar“ gáfu út. Og fimm árum síðar, er til Helenu heyrð- ist í útvarpinu, í hinum ýmsu skemmtiþátt- um, kom nafn liennar lamnuglega fyrir eyru margra, sem ennþá mundu eftir barnslegu en lirifandi telpuröddinni: „Ileims um ból, lielg eru jól ...“. En nú var rödd Helenu orðin þroskaðri og með hverju árinu sem leið hljómmeiri og fág- aðri, enda átti söngurinn liug hennar allan, og fvrr en varði var hún orðin með okk- ar beztu söngkonum á þessu sviði. Hún hefur sungið inn á fjölmargar hljómplöt- ur fyrir „íslenzka tóna“, sem allar hafa runnið út eins og lieitar lummur, og slegið hvert sölumetið á fætur öðru. Endá eru flest lögin mjög vel sungin, og hafa mörg þeirra aflað Helenu óvenjulega mikilla vinsælda meðal fólks, sem annars virðist þó vera mjög „kritiskt“ á allt sem viðkem- ur þessari tegund tónlistar. „Helena, Hel- ena“ — heyi’ðist úr öllum áttum — það var ekki til nema ein Helena á öllu ís- landi! Viku eftir viku hefur rödd Helenu hljómað frá viðtælcinu í óskalagaþáttum útvarpsins, og það er eins og fólk fengi aldrei nóg af lögum hennar, sem hafa ver- ið á allra vörum og sum verið á „toppn- um“ mánuðum saman: „Manstu ekki vin- ur“, „Ástarljóðið mitt“, „Hvitir rnáfar", „Kom heim, vinur kom heim“ og ekki sízt „Bel ami“, sem margir telja að sé bezt sungna dægurlag, sem heyrzt hefur hér frá íslenzku söngfólki. Alls hefur Helena sungið inn á Iiljómplötur um 35 lög, lang- flest fyrir „íslenzka tóna“. Þótt Helena Eyjólfsdóttir hafi hlotið al- 24

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.