Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 14

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 14
u- kafararnir Framhald úr siöasta blaöi. Það voru ekki eftir margar sek- úndur af þeim tíma, sem liann þyldi aö vera niðri í sjónum. 1 sama bili og liann var að hugsa uin þetta kom hákarlinn og gerði árás á hann. Árásin kom svo ó- vuent, að hann var óviðhúinn að verjast. Hann komst ekki undir hann. En þess þarf til þess að geta rist á kviðinn. .iaek beygði sig og lagði til liá- karlsins. En laginu gat liann ekki fylgt svo eftir, að það yrði bana- sár. Hákarlinn gerði þegar aðra árás. Og áður en drengurinn gæti áttað sig á því, sem gerðist, fann hann voðalegan sársauka i öðrum fætinum. Einnig slóst sporður ó- vinarins í andlit Jacks. Hann missti meðvitund og sökk til botns. Allt varð svart. Canch sá hverju fram fór, og gaf það honum yfirnáttúrlegan mátt. Eftir að Jack sökk til botns réðst hákarlinn aftur á Canch. En perlukafarinn risti hann svo hrotta- lega á kviðinn, að liann stakk sér dýpra og hvarf. Hefur hákarlinn vafalaust drepizt. Canch flýtti sér upp á yfirborð- ið, fyilti lungun með lofti og kaf- aði að þvi búnu til þess að bjarga Jack. Hann var íljótur að ná drengnum, láta hann i bátinn og róa í land. Þegar Jack vaknaði vissi liann ckki hvar hann var. Hann fann mikinn sársauka i öðrum fætin- um. Hann var mjög þyrstur og hafði höfuðverk. Drcngurinn. lá kyrr og dró djúpt andann, Innan skamms sofnaði hann aftur.. Jack heyrði rödd móður s.inn- ar og vaknaði, Hún kallaði i hann. Honum virtist hljóðið koma úr mikilli fjarlægð. Móðir Jacks kom, kraup við rúmið og lagði hendur um háts honum. Hún sagði ekkert en kyéiti hann oft, og tárin streymdu niður kinnar hennar. Faðir drengsins kom, tók fast i hönd hans og mælti: „Þakka þér- fyrir, drengur minn. Án þinnár hjálpar væri ég ekki hér. Þú ert hugrakkur drengur. Ég er hreýk- inn af þér.“ Jaek brosti. Sem betur fór reyndist sárið á vinstra fæti Jacks ekki hættulegt. Hann lá því ekki lengi rúmfastuf. Þegar hann var orðinn albata fór hann með föður sínum til þess að kafa eftir perlum. Nú þóttist hann ekki vera drengur framar, lieldur fullorðinn og fullreyndur perlu- kafari. Hann hafði staðizt perlit- kafaraprófið. (Jóh. Scli. þýddi) Áður en þið byrjið á að leysa þessa þraut, þá límið myndina á þunnan pappa, og klippið hana síðan út eftir svörtu, breiðu strikunum, og þá eigið þið að hafa 24 ferhyrninga í Jiöndum. Galdltrinn er svo að raða þeim þannig saman, að hvítu rendurnar myndi samfelldan veg heini að liúsinu. Þegar búið er að raða myndinni rétt saman, á hún að vera eins í laginu og áður en liún var klippt út. MATUR í i 'i t . i Fiskur í formi. i Fiskflökin eru hreinsuð og skorin í hæfilega stór stykki, I velt upp úr hveiti, salti og pipar og síðan steikt í smjörlíki, því næst lögð í eldtraust form og eplasneiðar ofan á. Mjólk er aðeins hellt yfir, og ofan i hana er settur rifinn ostur, töluvert af honum. Bakað í ofni í um 1 klst. Framreitt með i kartöflum. : > Makkarónurönd. 250 g makkarónur, 50 g smjör, 75 g rifinn ostur, 3 egg, 1 2 dl mjólk, salt og pipar. Makkarónurnar eru brotnar niður og soðnar i 20 min., vatnið siað frá, smjöri, osti, kryddi, mjólk og eggjarauðum | hrært saman við. Hvíturnar eru þeyttar og settir út í. Formið er smurt og stráð i það raspi, deiginu hellt í og bakað við^ I vægan hita í 1 klst. Hafragrjóna-lagkaka. 120 g smjör eða smjörlfki, 90 g sykur, 2 egg, 80 g hafra- grjón, 80 g hveiti, 1 tsk. ger, ávaxtamauk og rjómi. Smjör, sykur og egg hrærist vel saman. Haframjöli og hveiti ásamt lyftiduftinu hrært saman við. Bakað í tveim lagkökuformum, sem sett eru í miðjan ofninn. Baksturinn tekur 10 mín. við jafnan hita. Kökurnar eru strax teknar úr formunum og settar á sykurstráðan pappir. Þegar þær kólna, eru þær lagðar saman með eplamauki eða öðru ávaxtamauki á milli. Bezt cr að hræra ofurlitlu af rjóma saman við maukið. Ofan á kökuna er sett þunnt lag af maukinu, og siðan er skreytt með rjóma. Týróla-eggjakaka. 4 egg, 3 matsk. hveiti, 1% dl mjólk. Kakan er fyllt með: skinku, sinnepi og tómatsósu. Egg, hveiti og mjólk eru þeytt saman og bakaðar úr því þrjár kökur. Kökurnar eru síðan lagðar saman, en á milli þeirra er sett skinka með sinnepi ofan á þá fyrstu, osta- sneiðar á næstu, og á þá efstu er hellt tómatsósunni. Hún er búin til þannig, að jafnmikið af smjörl. og tóinat-„ketchup“ er hrært saman. 14 VIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.