Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 28

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 28
Eg sá Agadir hrynja Framhald af bls. 5. ég bý ekki þarna niður frá. Ekki verðnr mikill svefnfriður þar í nótt. Hitinn var sem þung byrði á herðum mér, er ég nálgaðist beimili mitt. Harmleikurinn gerði ekki boð á undan sér. I>að var aðeins þessi ómælanlega og óskiljan- lcga þögn, sem var mögnuð af ýlfri hundanna í Arabahverfinu. Allt í einu bylgjaðist gatan undir fótum inér. Ég beld, að ein eða tvær sekúndur bafi liðið, þar til ég skynjaði, að það var jörðin sjálf, sem hreyfðist. Aftur hreyfðist jörðin undir fótum mér, eins o'g benni væri lyft upp af einhverri risahendi úr djúpinu og kastað til. Ég þeyttist fjóra eða fimm metra í loft upp og datt niður á moldarhrúgu, sem sprottið bafði upp. Ég skreið ofan af henni skelfingu lostinn og starði á risagistibúsið Saada steypast fram yfir sig í götuna. Alls staðar kringum mig skalf jörðin, svo sprakk bún í sundur og myndaði fjöll og dali. Til beggja lianda hrundu mannvirkin saman. Menn og konur lilupu fram og aftur í jieirri von að bjarga lifinu og flýja þá ógæfu, sem skyndilega bafði dunið yfir okkur. í dauðans angist hljóp ég af stað. Kona min jg dóttir voru i íbúðinni, sem var á fjórðu hæð. Húsið var sjö hæða hátt, og ef öll húsin hryndu sa.man, eins og gistihúsið Saada hafði gert, voru Yvonne og dóttir okkar dauðadæmdar. Eittbvað svart kom þjótandi á móti mér. Ég fleygði mér til hliðar, og múrsteinn féll á göt- una og malaðist mélinu smærra við hlið mér. Jörðin breyfðist eins og lifandi vera, sem hún væri að brjóta af sér fjötra. Það var allt i einu orðið dimmt, niðamyrkur, og ég sá tæplega metra fram undan mér. Götuljósin voru slokkn- uð, — bljóð sem frá þúsundum fordæmdra sálna í helvíti bljómuðu um borgina. Seinna fékk ég að vita, að þetta voru vindbviður, sem jarðskjálftinn hafði vakið, eins konar hvirfil- vindar, sem þutu gegnum ömurleikann og juku ólýsanlega á angistina. FLÓÐBYLGJAN. Rue Kenitra, gatan, sem ég bjó við, var ekki lengur til, — aðeins rústir, grjóthrúga eyði- lagðra bygginga. Ég hljóp yfir múrsteinana, datt, stóð á fætur og hljóp áfram. Neyðaróp bárust alls staðar frá. Ég var særður mörgum smáskeinum um allan líkamann, en ég fann ekki til sársauka, aðeins vítiskvala við tilhugs- unina um jiað, að Yvonne og dóttir mín hefðu ef til vill nú þegar látizt. Skyndilega brauzt máninn í gegnum rykský- in og laugaði jiessa bræðilegu sjón bláu Ijósi. Rue Kenitra var horfin. Að endilöngu var gat- an hrunin saman, ekki eitt einasta hús hékk uppi nema nokkur einnar hæðar einbýlishús. Það er ótrúlegt, en satt, — en hér og þar var fólk að grafa sig upp úr rústunum með hlóðugum hönd- um og óþekkjanleg andlit af sársauka, hræðslu og blóði. Einhvers staðar aftan við mig, úr átt frá hafinu, heyrði ég allt í einu nýtt, undarlegt hljóð. Það hljómaði eins og þruma, eins og milljónir riddara kæmu jicysandi að okkur með herópum. Þá heyrði ég konu hrópa fyrir aftan mig: — Flóðbylgjan kémur, —- hafið er að koma! Ég nam staðar eitt augnablik á háum múr- vegg og leit aftur fyrir mig og sá hina nýju ógnun, sem steðjaði að okkur. Það er undarlegt, að slíkt skuli geta átt sér stað: — Fjallhár vegg- ur af vatni skall yfir norðvesturhluta borgar- innar. Þessi órjúfanlegi vatnsmúr var tuttugu metr- ar á hæð og skall svo snögglega yfir, að ég gat ekki gert mér grein fyrir, hversu hratt liann fór. Aðalflóðið lenli á Talborit-hverfi, þar sem Arabar bjuggu, en skall ekki eins þungt á okkur, þar sem við stóðum sem lömuð af skelfingu. Ég fleygði mér eldsnöggt niður í rústirnar og greip dauðahaldi með báðum hön- 'im um stóran stein, þrýsti mér að honum og i-eyndi mcð öllu móti að ná eins öruggu taki og ég mögulega gat. Nú skall flóðbylgjan yfir ein- og reiðarslag. Ég fann, hvernig lnin umlukti mig, þrýsti mér niður, svo að ég saup hveljur. Það liðu fimmtán eða tullugu sekúndur, áður en vatnið tók að sjatna, og brátt rak ég höfuðið upp úr og reyndi að brölta á fætur. En það gekk illa, af því að vatnið náði mér enn upp undir hendur. Ég sá nokkur lík, — eða var það ef til vill lif- andi fólk? — fljóta með straumnum i áttina til Arabahverfisins. Ég komst nú á fætur og horfði í áttina til hafs. Ég gat aðeins greint nokkur lág hús og einstaká veggi, sem enn stóðu uppi. Nú náði hræðslan tökum á mér aftur við tilhugsunina um Yvonne og litlu stúlkuna okkar, og ég hélt áfram að fikra mig áfram til staðarins, þar sem húsið okkar hafði staðið. Máninn hvarf al'lur bak við dinim rykský og allt hjúpað ógn- þrungnu myrkri. Eg gat ekki séð á mér hönd- ina, enda þótt ég héldi henni í aðeins tíu sentímetra fjarlægð frá mér. Ég veit ekki, hversu langt ég gekk, — fimm metra, ef til vill fimmtíu, ég hef ekki hugmynd um það. Ég klifraði upp á múrvegg til þess að geta horft yfir, en allt var í hrærigraut. Enginn veggur var heill, ekkert var á sfnum stað. Ég heyrði harnsgrát einhvers staðar rétt hjá mér, og ég hrópaði á frönsku: — Hvar ertu? En barnið hélt aðeins áfram að gráta. Ég Jireifaði fyrir mér til þess að finna, hvaðan gráturinn kæmi. Hendur mínar voru blóðrisa eftir hrjúfa múrveggina, en skyndilega snertu þær eitthvað mjúkt, — andlit. Tunglið gægðist fram undan skýi eins og svar við bæn minni um birtu. Ég sá barn, litið barn, sem lá á bakinu. Litli líkam- inn var að mestu leyti hulinn af rústunum. Það grét sárt og reyndi að ýta steinunum ofan af brjósti sér með litlu höndunum. Ég fleygði steinunum burt og losaði barnið. Það var næstum allsnakið. Blóðstraumur rann úr ótal sárum á herðum þess. Ég tók það upp, reif af mér skyrtuna, vafði henni utan um harnið, meðan ég talaði við það. Skyndilega hætti ]>að að gráta og féll í svefn við herðar mér af þreytu. Ég settist með það í fanginu og hlustaði á karla, konur og hörn hrópa á hjálp 'á ensku, frönsku og þýzku og nokkrum tungumálum, scm ég skildi ekki. Þau hrópuðu á maka sína, syni og dætur, unnusta og vini. Sjálfur var ég sundur kraminn af sorg og varð að taka á öllu, sem ég átti, til þess að stilla mig. Ég vissi, að kona min og dóttir voru dánar, en það var eins og ég gæfi ekki horfzt i augu við jiá staðreynd. Ég vildi halda leitinni áfram. En litla barnið svaf I fangi mér, -— hvað gat ég gert við það? Ég gat ekki lagt það hérna frá mér, innan um dauðann og tortíminguna. T>að væri allt of ruddalegt. Einhver kom skríðandi í myrkrinu, kjökrandi eins og sært dýr. Ég hrópaði: — Venga aqui! Komið hingað! — á spænsku, hélt sfðan áfram á þýzku. Þessi skríðandi vera stanzaði þrjá til fjóra metra frá, þar sem ég sat, sneri höfðinu og starði á mig. í daufu tunglskfninu sá ég konu. ITár hennar hékk fram á stirðnað, ná- hleikt andlitið. Ég sá ekki, hvort hún var nítján ára eða níræð. Konan stóð upp og settist á stein og hallaði hakinu upp að hálfföllnum vegg. Ég lagði barn- ið i fang hennar, og hún þrýsti því að brjósti sér. Ég þakkaði henni fyrir og byrjaði að grafa i rústunum umhverfis mig og lirópaði á Yvonne og Jeanne alveg eins og aðrir, scm hrópuðu á ástvini sína í myrkrinu. Enn veit ég ekki, hver konan var, og ekki heldur, hver átti barnið. Að því kemst ég sjálfsagt aldrei. VIÐ GRÓFUM MEÐ BERUM HÖNDUNUM. Égh afði paufazt götuna á enda og engin merki séð um húsið, þar sem við leigðum, ekki svo mikið sem einn múrstein. Ég mætti mörgu fólki, sem var næstum frávita af hræðslu. Það gekk þarna eða skreið fram og aftur og hrópaði ein- hver nöfn út i myrkrið. Nokkur börn gerðu hið sama. — Það var átakanlegt. Ung kona kom gangandi með sitt barnið í hvorri hendi og eitt, sem hélt dauðahaldi i slitrurnar af náttkjólnum hennar. — Þarfnizt þér hjálpar, frú? spurði ég. Hún nam staðar og leit á mig: Kærar þakkir, en það eru svo margir, sem freinur þarfnast S- 28 — Þú átt hug minn allan, Beta. — VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.