Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 25
Þau skemmta fyrir norðan mennastar vinsældir af hljómplötum sín- um, þá hefur hún einnig getið sér góðan orðstí fyrir söng sinn í samkomuhúsum liér i bæ, svo ekki sé nú minnst á Alcur- eyri, þar sem hún hefur starfað sem dæg- urlagasöngkona mörg undanfarin sumur og nú siðast samfleytt í lieilt ár. Á Akur- evri liefur Helena ávalll verið i sinu bezta „formi“ og má segja að bæjarbúar liafi tekið hana í dýrlingatölu sína. Þvi bæri lienni með réttu litilinn „Söngdrottning Norðurlands“. Fyrir mörgum árum kom ungur piltur frá Akureyri fram á „jam-session“ á Röðli með nokkrum hljóðfæraleikurum héðan úr Reykjavík. Hann var þá aðeins 14 ára, en vakti athygli áheyrenda fyrir skemmti- legan klarinetleik, og þótti hann gcfa hin- um eldri og reyndari lítið eftir. Þessi efni- legi hljóðfæraleikari hét Finnur Eydal. Tveim árum seinna sjáum við Finn leika af lifi og sál fyrir gesti Hótel Borgar, en þar starfaði hann einn vetur ásamt bróð- ur sínum, Ingimar, í hljómsveit Jónasar Daghjartssonar. Næsta haust réðist hann svo til Svavars Gests í Sjálfstæðishúsið og setti þar brált nýstárlegan svip á hljóm- sveitina — þá var Finnur farinn að eiga við fleiri hljóðfæri en klarinettið, liann lék á bassaklarinet, sem hefur verið alveg óþekkt i dansmúsik hér, og bariton- savófón, sem einnig er ekki á liverju strái, enda stórt liljóðfæri og þungt í vöfum. Og oft heyrðist fólk segja með hrifningu frá „litla stráknum með stóra lúðurinn“, sem spilaði í Sjálfstæðishúsinu. Sumarið 1958 stofnaði Finnur Eydal svo liljómsveit norður á Akureyri ásamt nokkrum félögum sinum, „Atlantic-kvart- ettinn“, sem brátt varð mjög vinsæll, ekki einungis þar norður frá, heldur einnig hér i hænum. Þeir félagar liafa spilað inn á margar þekktar liljómplötur, með söngv- urunum Óðni Valdemarssyni og Helenu, sem einnig sungu með hljómsveitinni nokkur sumur á Akureyri. Óðinn er nú starfandi dægurlagasöngvari í Reykjavik, en Helena hélt tryggð við Finn Eydal og Co., ekki sízt af því, að fyrir ári síðan ákváðu þau Finnur að standa saman hlið við lilið, jafnt í músíklífinu og hinu raun- verulega og leggja til atlögu við keppinaut- ana og framtíðina með hring á hendi. Þau Finnur og Helena heimsóttu okkur fyrir hálfum mánuði, þá nýkomin til Reykjavíkur eftir ársdvöl fyrir norðan. Við spjölluðum svolítið við þau og spurð- um um það helzta, sem á daga þeirra hafði drifið síðustu mánuðina. — Jú, við liöfum spilað í Alþýðuhús- inu á Akureyri. — Og liefur verið mikið að gera? — Já, mikið meira á sumrin samt —- í júlí og ágúst er venjulega opið á hverju kvöldi. En svo á veturna er aftur á móti mikið um prívatskemmtanir, árshátíðir og' svoleiðis. — Helena, við heyrðum að þú hafir eitt- livað fengist við leiklist þarna fyrir norð- an i vetur? -— Ja — leildist var það nú víst ekki, en ég lék þarna eitt hlutverk í „Ævintýri á gönguför“, sem sýnt var á Akureyri núna i vetur. — Og geklc það ekki vel? - Jú, sæmilega lield ég. — Er það ekki í fyrsta skipti, sem þú „treður upp“ sem leikkona? — Jú. — Varstu nokkuð nervus? —- Já, ekki get ég nú neitað því — að minnsta kosti fyrst í stað. — Lékst þú ekki með líka, Finnur ? — Það stóð nú til að ég hefði þarna eitt hlutverk, en þegar til kom lagði ég ekki í það. Enda hefði það ábyggilega endað með skelfingu. En ég varð nú samt við þessar sýningar riðinn, ég lék undir söngv- ana í leiknum, ásamt Áskatli Jónssyni. -— Stendur eitthvað sérstakt til hjá ykk- ur í sumar? — Það er ekki gott að vita. Það verða nú bráðum breytingar í hljómsveitinni hjá okkur, gítarleikarinn sem hefur verið með okkur hættir, en í staðinn koma tveir ágæt- ismenn, Gunnar Sveinsson vihrafónleik- ari og Örn Ármannsson gitarleikari, sem reyndar kemur til með að leika á svokall- aðan rafmagnshassa. — Er kannski verið að hugsa um að fara eitthvað út fyrir landssteinana með „bandið“ ? — Það er ómögulegt að segja. Okkur stendur nú til hoða vinna í Noregi og Svi- þjóð, en að svo stöddu er ekkert hægt að segja ákveðið um, hvort við leggjum út í það. — Ætlarðu að syngja inn á fleiri hljóm- plötur i sumar, Helena? — Nei, ætli það — þetta er nóg í bili! — Þið eruð kannski að lmgsa um að skella ykkur í hjónabandið? — Ja, það liggur ekkert á — annars hugsa ég að það breytti nú ekki miklu. ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.