Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 13
m "skurð í hendi sér . . . Þegar búið hafði ve-rið um sárið, var ókunni maðurinn mjög ánægður. Hann var gerbreyttur maður. Hann þrýsti hönd læknisins með vinstri hendinni. — „Ég er yður sannarlega mjög þakldátur." Skurðlæknirinn vitjaði sjúklingsins í nokkra daga eftir aðgerðina, og eftir þvi sem hann kynntist honum meira, þvi meiri virðingu bar hann fyrir honum. Mað- urinn gegndi hárri stöðu í héraðinu, var vel menntaður og fágaður í framkomu og kominn af einni göfugustu ætt landsins. — Þegar sárið var alveg gróið, fór maðurinn lieim til sín. Eftir þrjár vikur kom sjúklingurinn til læknisins að nýju. Hann var aftur kominn með höndina i fatla og sagðist hafa hræðilegar kvalir i sama blettinum sem hann fann til í fyrir aðgerðina. Hann var náfölur, og kuldaskjálfti fór um hann. Hann settist, og án þess að segja orð rétti hann lækninum höndina, svo að hann gæti at'hugað hana. „Guð lijálpi mér, hvað hefur komið fyrir?“ ,yÞér skáruð ekki nógu djúpt,“ stundi maðurinn. „Kvalirnar í hendinni hafa aukizt, svo að mér liður enn verr en áður. Ég er alveg að gefast upp. Ég vildi ekki ónáða yður frekar, svo að ég reyndi að harka af mér, en ég get ekki þolað þetta lengur. Þér verðið að skera i höndina aftur.“ Læknirinn rannsakaði blettinn, sem hann hafði skorið i, en hann var alveg gróinn og ný húð komin á hann, og æðlaslátturinn var eðlilegur. Maðurinn hafði engan hita, samt skalf hann sem af sótthita. „Ég hef aldrei séð neitt líkt þessu áður.“ Það var ekki um annað að ræða en endurtaka aðgerðina. Allt fór fram eins og áður. Kvalirnar hurfu, en þó sjúkl- ingnum létti mikið, brosti hann ekki i þetta sinn, og þegar hann þakkaði lækninum, var hann hnugginn á svip. ,jÞér skuluð ekki verða undrandi, þótt ég komi aftur eftir mánuð,“ sagði hann, um leið og hann fór. „Látið yður ekki koma það til hugar.“ „Það er alveg áreiðanlegt,“ sagði sjúklingurinn ákveðinn. „Verið þér sælir.“ Læknirinn ræddi tilfellið við nokkra af starfsbræðrum sínum, en enginn þeirra var á sama máli, og enginn gat gefið fullnægjandi skýringu. Mánuður leið, og sjúklingurinn kom ekki. Nokkrum vikum síðar fékk læknirinn bréf frá honum. Hann opnaði það glaður og hélt, að nú væri allt komið i lag. Bréfið var á þessa leið: „Kæri læknir. Mig langar til að skýra fyrir yður orsök| þessa hræðilega sjúkdóms. Nú hefur þetta orðið þrisvar, og ég ætla ekki að berjast gegn því lengur. Meðan ég skrifa þetta bréf, verð ég að hafa brennheita kolaglóð við blettinn sem móteitur við þessum vitiskvölum. Fyrir sex mánuðum var ég hamingjusamur. Ég var ríkur og ánægður. Ég kvæntist fyrir ári. Kona min var bæði góð, fögur og vel menntuð. Hún hafði verið fj5gdar- mær greifafrúar, sem bjó nálægt sveitasetri mínu. í sex mánuði vorum við hamingjusöm. Hún gekk oft margar mílur eftir þjóð- yeginum á móti mér, þegar ég hafði farið til bæjarins, og vildi ekki vera að heiman meira en fáar klukkustundir 1 einu, ekki einu sinni hjá fyrri húsmóður sinni. Það varð öðrum til óþæginda, live mjög hún þráði nærveru mína. Hún vildi aldrei dansa við aðra en mig og fannst það ganga glæpi næst, ef hana dreymdi einhvern annan. Hún var yndislegt og saklaust barn. Ég veit ekki, hvað kom mér lil að halda, að þetta væri uppgerð. Hún átti lítið saumaborð, og skúffan i því var alltaf lokuð. Ég fór að hafa áhyggjur af þessú. Ég tók oft eftir því, að hún skildi lykilinn aldrei eftir í skránni. Hvað var það, sem hún faldi svo vandlega? Ég varð trylltur af afbrýði. Ég trúði ekki sakleysinu i augum hennar, kossum og ástrikum faðmlögum. Framhald á bls. 33. ‘Uann vann siðasí Það var einn slagveðursdag á síðastliðnu hausti, að Matthías Guðmundsson, vistmaður á Eilli- heimilinu Grund í Reykjavik, kom á ritstjórnar- skrifstofu Vikunnar og sagði: Ég er hérna með tíkallinn. Jú, mikið rétt, — hann hafði gilda ástæðu til Þess að koma með tíkallinn. Vikan hafði efnt til samkeppni um það að finna sérstak- an tíkall, sem látinn var í umferð á ákveðnum stað í bænum. Það var liðinn um það bil hálfur mánuður, þegar hann fannst vestur á E’lliheimili. Þá borgaði Vikan 500 krónur fyrir seðilinn. En takið nú eftir: Vikan hefur efnt til samkeppni um að finna annan tíkall og heitir nú tíu sinnum betri verð- launum en í fyrra sinnið. Það var í síðasta blaði Vikunnar, sem þessi samkeppni var kynnt, og þetta 'blað er skrifað, áður en það blað kemst til lesenda, svo að vera má, að einhver hafi nú þegar komið með tíkallinn og fengið verðlaunin, áður en þetta tölublað kemur út. En ef svo færi nú, að fyrsta vikan liði, án þess að tíkallsins yrði vart, þá ber þess að minnast, að Vikan hét 2000 krónum hverjum þeim, sem kæmi með tíkallinn aðra vikuna, en 500 krónum þriðju vikuna. Að þeirri viku liðinni verður tíkallinn hins vegar að- eins tíu krónu virði. Þessi umræddi tíkall er númer C 4.857,630. diaroly Oíisfaludi (1788—1830). Karoly Kisfaludi og Alexander, bróðir lians, eru meðal helztu frum- lierja ungverskra nútímabókmennta. Þótt Karoly sé frægastur fyrir skáld- sagnagerð, samdi hann á sinni stuttu og viðburðaríku ævi noklcrar eftir- tektarverðar smásögur. c { íil vill verður heppnin með yður i þetta sinn. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.