Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 20
Svitadropar spruttu á miklu andliti Hosmers Smith Hann leit i spegiiinn; hann var fölur og tekinn, leyndi sér ekki að hann var óttasleginn og kvíðandi. Hosmer Smith hræddur við lítinn og litilfjörlegan lögreglusnáp! Hann skellihló, Þótt hann væri aleinn inni, hló sínum mikla, gjallandi hiátri en þagnaði svo skyndilega, rétt eins og hann yrði skelfingu lostinn við það eitt, að heyra sína eigin rödd. Taugarnar voru að svíkja hann, það var allt og sumt, og hann hrósaði happi yfir því, að nú væri þessu öllu að verða lokið. Will Roth fengi lausnargjaldið í hendur sínar á miðnætti, og þá heimti hann sjálfur frænku sína aftur. Karen — Hosmer saknaði hennar. Honum þótti allt tómlegt, er hann heyrði ekki glaðan hlátur hennar, þegar hann sá hana ekki, fríða og spengilega; mátti ekki njóta þeirrar gleði að gleðja hana og sjá fagnaðar- glampann i skærum, bláum augum hennar, og heyra hana segja þýðum rómi: „Þakka þér fyrir Hosmer, frændi!“ Það var nokkrum mínútum siðar, að Bonito knúði dyra á sumarbústað einum út með strönd- inni, skammt frá borginni. Dyrnar voru opnar, og Lily Lewis Patterson stóð fyrir innan. „Sæll, Bonito", mælti hún fagnandi. Bonito brosti. Laut henni hæversklega og sýndi henni skirteini sin. Hún bauð honum inn að ganga. Hann þáði það og lokaði dyrunum á eftir sér. „Jæja, svo Douglas sneri sér þá til lögreglunn- ar,“ tók hún til máls. „Ég er fegnari því en frá megi segja. Hvernig gengur eiginlega? Hafið þið fundið Karen?“ Bonito hristi höfuðið. „Senor Douglas er enn að leita hennar. Ég varð að skreppa aftur til borgar- innar vegna símskeytis, sem mér hafði borist. Ég hef það meðferðis. Það eru í þvi upplýsingar varð- andi yður.“ „Mig?“ Lily krosslagði íturvaxnar fæturnar. Klæði hennar voru aðskorin, svo vöxtur hennar kom greinilega í Ijós. „Hvers vegna var verið að senda upplýsingar um mig?“ mælti hún og brosti við honum. „Ég spurðist fyrir“. „Og því í ósköpunum komuð þér þá ekki til mín?" „Munduð þér hafa sagt mér allan sannleikan, senóra?" spurði hann. „Eins og hvað?“ „Að þér ynnuð við afgreiðslustörf í fjölverzlun, og bankainnistæöa yðar sé ekki meiri en Það, aö þér hafið orðið að taka peninga að láni fyrir flug- farinu hingað og dvölinni hér?“ „Vitanlega hefði ég sagt yður það. Eg hef sagt Hosmer það“. Bonito starði undrandi á hana. „Eigið þér við, að þér hafið sagt senor Smith alla söguna?" „Því ekki það? Sumir kaupa happdrættismiða hinna og þessara samtaka. Ég kaupi happdrættis- miða lífsins, og læt síðan hendinguna ráða úr- slitum". „Crslitum um það hvort yður tekzt að klófesta auðugan rnann?" Hún yppti öxlum. „Ekki kannski beinlínis um það, Ég hef átt þrjá menn; einn af Þeim var auð- ugur, en auður hans stóð ekki lengi. Mér hafa oft staðið auðugir menn til boða, en það er ekki það. Kraftatröllið átti ekki grænan eyri . . .“ Bonito deplaði augum. „Kraftatröllið?" spurði hann. „Já, fyrsti eiginmaðurinn minn", svaraði hún og brosti blíðlega. „Stundum held ég, að það sé einungis það, sem gerir hve mér lizt vel á Hosmer, að hann minnir mig svo mjög á fyrsta manninn minn. Hann var hnefaleikari — atvinnumaður, á ég við. Stór og mikill vexti, áþekkur Hosmer, nema hvað hann var að sjálfsögðu mikið yngri. Hann beið bana í kappakstri". Bonito leit niður. „Þér viðurkennið þá, að þér hafið lifað á lánum? Og að þér séuð á hnotskóm eftir ríku mannsefni?" Lily stappaði niður fætinum. „Ég er að svipast um eftir eiginmanni. Það er allt og sumt. Og ég hef haldið, að það væri svo sem ekkert rangt við það. Ég mun gera mér far um að bregðast ekki vonum hans. Hann skal ekki þurfa yfir neinu að kvarta. Er ekki ætlast til þess, að karl og kona búi saman?" „Og þá sakar ekki, að eiginmaðurinn sé vel efn- um búinn?" „Nei, einmitt, það sakar ekki. Það mundi að minnsta kosti ekki særa tilfinningar mínar. Ég er kominn á þann aldur, þegar konur hafa ekkert á móti þægilegu og áhyggjulausu lífi. Og sé mað- urinn þar að auki glæsilegur, þá er það alltaf þess virði að leggja nokkuð á hættu. Til dæmis að taka lán fyrir flugfari. Nema hvað?“ „Senora", svaraði Bonito og laut henni enn. „Ég hlýt að viðurkenna, að þér gerið mig undrandi. Ég hef aldrei áður kynnst konu, sem er yður lík. Ég kem inn til yðar, á viö yður heldur óþægilegt er- indi, þér horfist í augu við mig og segið mér allt, hiklaust og i fullri hreinskilni. Og ég trúi yður og mér fellur vel við yður, svo að mér er ekki nokkur leið að trúa því, að þér getið verið nokkurn hlut við það riðin. að vinna ungri stúlku mein. Og yður þykir þar að auki vænt um senor Smith?" Lily kinkaði kolli. „Hann hefur aldrei notið telj- anlegrar ánægju í lífinu. Ég mun hins vegar reyna að koma honum i skilning um það — það er að segja, þegar tekist hefur að hafa upp á Karen. Já, heimskulegt er það vitanlega, en ég geri ráð fyrir að ég sé ástfangin af honum. En hvers vegna eruð þér að eyða tíma í þetta í stað Þess að leita Karenar? Á ég kannski að koma með yður?“ Bonito starði á hana tinnudökkum augum sin- um um hríð. „Já, senora", svaraði hann að lokum. „Komið þér með mér. Það vekur alltaf nokkra athygli meðal eyjaskeggja, sem vita hvaða emb- ætti ég gegni, ef ég sést aka einn míns liðs um fáfarna vegi. Sé hins vegar ein af konunum, sem dveljast í gistihúsinu, i bílnum hjá mér — þá horfir allt öðruvísi við. Þá er ég vitanlega bara að aka með hana um eyna og sýna henni það markverðasta og engan grunar neitt. Við skulum koma og reyna að hafa uppi á senor Douglas — að minnsta kosti . . .“ Lily reis á fætur. „Til er ég“, sagði hún. Will Roth hafði haft skyrtuskipti. Hann var nú kominn í ljósbláa skyrtu, hallaði sér upp að dyra- stafnum og reykti eina af sinum tyrknesku sígar- ettum í handskorna fílabeinsmunnstykkinu að vanda. Það varð ekki á honum séð að hann veitti því einu sinni athygli, að Douglas lá meðvitundar- laus og bundinn á gólfinu, en Karen bundin í rekkjunni. Þó spurði hann Mick: „Þú ert viss um að vel sé frá gengið?" „Ég er búinn að segja þér, að svo sé um alla hnúta búið, að enginn leysti þá nema með mikilli fyrirhöfn. Hins vegar er mér óskiljanlegt hvers vegna þú gengur ekki frá þeim báðum í eitt skipti fyrir öll, svo að við höfum ekkert að óttast". „Ég vil ekki tefla á þá hættu að fremja morð fyrr en lausnargjaldið er komið mér í hendur, og ég hef fengið nokkuð fyrir snúð rninn", svaraði Will Roth. „Hafðu engar áhyggjur af því. Gerðu bara eins og ég segi þér“. En Mick glápti á hann. ,.Mér er ekkert um þetta gefið", sagði hann. „Hvers vegna viltu endilega að ég fái þér útidyralykilinn og haldi mig svo utan dyra? Þau geta ekki komist á brott". 29 !ÉiU*h yiKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.