Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 5
hrynia í j arðskj álftanum í Agadir er venjulega ofurlítið svalara niöri við höfnina, þar sem löng og hvít baðströndin teygir sig til norðurs meðfram Atlantshafi. Svalur gustur stendur af hafinu og herst hægt frá ströndinni upp til fjallanna í Marokkó. En þetta kvöld var engin indæl hafræna, — í fyrsta skipti i þau þirjú ár, sem ég hef húið í Agadir. Það var reyndar undarlega kyrrt úti, ógnþrungin þögn eins og boð um harmleik, og óskiljanlegt þunglyndi seig á mig. Ég sneri við og gekk meðfram ströndinni að aðalgötunni, Avenue Maréchal Lyautey, sem sker Rue Kenitra. Ég átti aðeins hundrað metra eftir Iieim, er ég ákvað skyndilega að fara í klúbbinn minn og fá mér glas. Yfirþjónninn, Omer Rheault, afgreiddi mig, og ég bað hann að færa mér glas. Ég veit ekki, hvers vegna ég sat þarna og starði á klukkuna. Hún var tuttugu og átta mínútur yfir ellefu. Ég tæmdi glasið og bað um annað. Ég sofna betur af því, hugsaði ég. Vísarnir á klukkunni hreyfðust hægt ... hálftólf ... fimm mínútur yfir hálftólf. Er ég hafði tæmt glasið og ldukkan var þrjátíu og sex mínútúr gengin í tólf, fór ég úr klúbbnum og gekk út á götuna. Nokkrir nætur- hrafnar voru á ferli, en að öðru leyti var þögn, óskýranleg dauðaþögn. RISAHÖNDIN ÚR DJÚPUNUM ... Það tekur um það bil þrjár mínútur að ganga úr klúbbnum og heim til mín, og ég var kominn næstum hálfa leið. Skyndilega og án sýnilegrar ástæðu fóru hundarnir i Arabahverfinu að ýlfra, eins og dómsdagur væri í nánd, asnarnir að hrína, og næstum yfirnáttúrlegur hávaði barst þaðan. Ég man, að ég brosti með sjálfum mér og liugsaði: — Guði sé lof, að Framhald á bls. 28. Hin hamingjusömu brúðhjón Lucien Bilodeau og kona hans 1945, þegar þau giftu sig. Hann var þá óbreyttur skrif- stofumaður í frönsku fyrirtæki. í Agadir hafði hann haft hamingjuna með sér og komizt vel áfram. Það var í slíkum rústum, sem Bilodeau gróf með berum hönd- um í leit að konu sinni og dótt- ur, þar til hann missti meðvit- und og var borinn burt. Þúsundir dauðra voru fluttar burt á vörubílum og grafnar í fjöldagröfum án þess að þekkj- ast. Sökum hins gífurlega hita var hættan á, að farsóttir gysu upp, mjög mikil. SAADA var stærsta og full- komnasta hótel í Agadír. Þetta er allt, sem eftir er af því. Lucien Bilodeau sá það hrynja eins og spilaborg. i*

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.