Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 4
egar ma'ður situr i járnbrautarlest eða nýtízku langferðabíl á
leið upp til þeirra ifrægu sögustaða, sem koma svo mjög við
sögu Perús, fcr ekki hjá því að sú spurning vakni, hvernig um-
horfs hafi verið hér, þegar spænsku landræningjarnir komu hingað
fyrst, fyrir fjórum öldum.
Eitt er víst: Loftið hlýtur að hafa verið jafnþunnt og súrefnis-
snautt, þegar upp í háfjöllin kom, sem nú. Nú eru bæði braut-
arvagnar og iangferðabílar búnir súrefnislögnum, svo að farþegum
er séð fyrir nægu súrefni til viðbótar, ef þeim kynni að fara að
líða illa.
En hinir spænsku innrásarmenn urðu að vera án þeirra þæginda.
Þeir hljóta að hafa gert sérlega
litlar kröfur til eigin velliðunar,
og það er hreinasta ráðgáta, hvern-
ig þeir hafa farið að þvi að komast
yfir svo miklar víðáttur i þessu
villta landi, án þess að bíða stór-
kostlegt manntjón.
Á hinn bóginn hljóta þeir hvað
eftir annað að hafa staðið and-
spænis dásemdum, svo miklum, að
nútímamenn geta aðeins gert sér
lítilfjörlegar hugmyndir um þær.
Þvi nú liggja þau í rústum, öll
þau mikilfenglegu musteri, halla-
byggingar og aðrar ævintýralegar
iistasmíðar, sem þeir komust yfir
á ránsferðum sinum. Og jafnvel
þegar horft er á þessar rústir, fyll-
ast menn djúpri lotningu fyrir öllu
sem Inkar hafa getað skapað.
Allur hinn menntaði heimur
hefur fallið í stafi yfir rústum
þeim, sem þegar hafa fundizt, og
leikur þó enginn vafi á þvi, að enn
býr mold Perús yfir margvíslegum hlutum, sem vekja munu furðu
alheims, þegar þeir verða dregnir fram i dagsins ljós. Við megum
búast við miklum og mörgum undrum á borð við það, er bandaríski
fornfræðingurinn og fyrrverandi þingmaður frá Connecticut, Hir-
am Bingham, fann Inkaborgina frægu, Macchu Picchu.
Öldum saman höfðu Spánverjar lagt leiðir sínar meðfram 3000
metra háu fjalii, er nefnist Salcanty og rís á þessum slóðum. Þeir
höfðu farið með Urubamba-fljótinu, sem bugðast hér milli há-
fjallanna, en ekki haft hugmynd um að uppi á fjallstindinum var
undursamleg fornaldarborg.
Bingham hafði oft og mörgum sinnum stundað rannsóknir á þessu
svæði, og jafnvel oft hefur verið látið í það skína við hann, að
merkilegar rústir væru uppi í fjallinu. Það var þó ekki fyrr en í
31. ferð sinni um liérað þetta, að hann gekk á fjallið, í von um
að finna hinn ævaforna höfuðstað Inka, sem var eldri en
Cúskó. Hann hafði heyrt, að konungssonur einn meðal Inka hefði
leitað hælis þar uppi, eftir að landræningjarnir höfðu lagt undir
sig aðsetursborg hans. Frá borginni á fjallstindinum liafði hann
svo stundað skæruhernað gegn Spánverjum.
Þeir sem þátt tóku i leiðangri Binghams voru ekki sérlega trú-
aðir á sagnirnar um þessa hulduborg, og það var Bingham sjálfur,
sein nokkuð fann, fyrstur manna sinna. Allt í einu sá hann gráa
granítblokk standa fram úr kjarrinu sem huldi fjallshliðina.
Hann leitaði lengra og fann þá heilt hús. Áfram hélt hann og
rak sig þá á þykka múrveggi úr risavöxnum granítbjörgum, er
Fróðleg
og
skemmtileg
grein um
Inkaborgir
i Andesfjöllum
smáminnkuðu, eftir því sem orfar dró. Og byggingar þær, sem björg-
in voru hluti af, virtust helzt minna á sagnirnar um musteri sólar-
innar.
Bingham fannst liann vera kominn i einhverja draumheima. Með
hverjum metra, sem hann komst ofar, uppgötvaði hann ný og áður
óþekkt furðuverk. Hann fann tvö musteri með yfir tveggja metra
háum múrveggjum og tveggja liæða íbúðarliús, sem virtist tilheyra
ennþá eldra menningartimabili en Inka.
Hin fallna borg var byggð á lijöllum, en milli þeirra lágu tröppu-
gangar, fimmtiu talsins, með 3000 þrepum. Frá hæð til hæðar og
húsi úr búsi lágu vatnsleiðslur með afrennsli út í stóran granít-
geymi. Og efst uppi yfir þessari borg, sem fest var utan í fjallið,
líkt og arnarlireiður, reis musterið sjálft.
Musterið stóð þar ó sléttu svæði, ásamt furðulegu steinaltari. Það
er „steinninn, sem mælir sólina.“
Jafnskjótt og einhver bygging var uppgötvuð, fannst þar og mikið
af furðulegum hlutum. Meðal annars hittu menn þar fyrir um það
bil bálft annað hundrað beinagrindur, allar af konum. Hefur það
gefið munnmælum þeim byr undir vængi, er segja að kvenprest-
arnir i Cúskó hafi flúið til fjallborgarinnar Macchu Picchu, þegar
Spánverjar unnu Cúskó.
Macchu Picchu er eldri en menning Inka. Sennilega hefur hun
verið liöfuðborg einhvers frumskógafólks, þegar Inkar lögðu hana
undir sig. Siðan hafa þeir án efa gert úr lienni trausta kastalaborg,
sem réð ekki einasta yfir öllum umferðaleiðum í fjallinu, heldur og
yfir leiðum til frumskóganna inni í landi.
Maður hreint og beint fyllist lotningu, þegar staðnæmzt er i þess-
ari ævafornu borg, sem er blátt áfram höggvin í granít og byggð í svo
dásamlega fögru umhverfi, krýnd snævi þöktum tindum Salcanty-
fjalls.
Og svipuð tilbeiðslukennd gripur hugann i Cúskó, borginni með
hið einkennilega sambland af Inkarústum og spænskum nýlendustíl.
Það gerðist í helli einum nálægt Cúskó, að konungborinn böfðingi
sá einkennilega „draumsjón", 150 árum áður en Spánverjar unnu
MYNDASKÝRINGAR:
Efst til vinstri: Þjóðdansar á „Sólareynni“. Efri myndin á
næstu síðu: Sefbátarnir eru bæði hagkvæmir og léltir, en ekki
sérlega endingargóðir. Neðri myndin á næstu síður: Hátíð í
þorpinu.