Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 28

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 28
flýta sér heim, það var dýrt að hafa barnfóstru og það var svo margt eftir við luisið ennþá. Allt í einu vissi hún livers vegna, henni hafði fundist hún verða að fara i þetta samkvæmi. Hún vildi fullvissa sig um, að þrátt fyrir allt hefði hún ekki farið á mis við neitt. En hún vissi að það var eitthvað sérstakt andrúmsloft liér í kvöld. Sjálf hafði lnin svo lítið kynnst þessu ábyrgð- arlausa lífi, því hún hafði gifst svo fljótt. Joe stóð í hópi ungra manna, sem auðsjáanlega eyddu launum sin- um í annan hátt en hann. Ekki í harnamat og reikninga fyrir að laga eldhúsvask, sem alltaf var að stíflast. Einn lýsti með ákafa nýja sportbíln- um sem hann ætlaði að kaupa og annar talaði um sumarfrf i útlöndum. Joe stóð aðeins og hlustaði. Með skelfingu tók Lára eftir blikinu i augum hans. Hann öfundaði þá, hugsaði hún, hann vildi gjarnan til- heyra þessum glöðu ungmennum, sem ekki eru lijáðir af áhyggjum. Að Joe fyndist þetta líka. Og hún hafði haldið, að hann væri svo innitega ánægður með tilveruna, að vera gift- ur og eiga fjölskyldu. í gegnum klið- inn heyrði Lára hímann hringja, síð- an kom Susan til hennar: — Barnfóstran þín er í símanum. Það er vonandi ekkert alvarlegt, reyndi Lára að telja sjálfri sér trú utn. á leiðinni í símann, kvefið í Bohhy var kannski dálitið verra, en hað var vonandi ekkert hugsaði Lára, en hörid hennar skalf, er hún tók unn símatólið. — Halló, sagði hún, — er eittlivað að? —- f'.g veit ekki, rödd frú Harrison var áliyggjufull, Bohhy hóstar svo mikið. hað er eins og hann sé að kafna. 0« hann er svo fölur. Hjartað harðist í brjósti Láru. — Hringdu til dr. Frazer. Þú skalt hiðia hann um að koma strax, ])ví hað liggur á. Við komum eftir augna- blik. Það sem á eftir skeði, varð sem martröð, drættirnir í andliti Joe hegar hún sagði honum frá þessu, hin snögga brottför þeirra úr sam- kvæminu, og óvissan . . . Á leiðinni heim í hílnum sá Lára að í flýtinum hafði hún gleymt vesk- inu sínu. Hún leit örvflnuð á Joe, — Það er allt í lagi, sagði hann, við getum sótt hað seinna. Síðar mundi hún ekki neitt af ferðinni heim. Hún sá fyrir sér litla föla and- litið hans Bobby og livernig liann barðist við hóstann. Hvað gat þetta verið með litla drenginn þeirra. Frú Harrison beið þeirra í dyrunum er þau komu. — Læknirinn er kominn, hrópaði hún, til allrar hamingju kom hann strax. Ó, ég var svo hrædd, frú Anderson . . . Þau hlupu fram lijá henni inn i herbergi Bpbby. Lára greip andan á lofti, er hún sá barnið. Litla and- litið var náfolt og hóstinn mikill og ákafur. Andardrátturinn gekk ótt og títt milli hóstakviðanna og litli lík- aminn liristist og skalf. Lára leit hrædd á lækninn, sem kraup við rúmið. — Er hann . . . byrjaði liún. — Hann er með lúngnahólgu, svar- aði læknirinn. Lára og Joe störðu á hann. — Lungnabólgu? lirópaði .Toe, — svona skyndilega? — Já, ef um ofkælingu er að ræða, svaraði læknirinn. Lára kraup við rúmið. Bobby lióstaði og hóstaði og það skar hana í hjartað að hlusta á þessi hásu hljóð og horfa á baráttu hans við að ná andanum. — Hvað getum við gert? spurði hún. — Til þess að vera örugg, er bezt að koma honum á sjúkrahús, sagði dr. Frazer. Hann verður fljótt hraustur aftur, það skuluð þið sjá. Það var rólegt á sjúkrahúsinu á þessum tfma sólarhringsins. Joe og IAra sátu skelkuð hlið við hlið á biðstofunni fyrir framan sjúkrastof- una þar sem Bobby lá. Lára sat með lokuð augú og krepptar hendur. — Góði, góði guð, bað hún — láttu hann ekki deyja. — Elskan . . . Hún opnaði augun. Joe tók í hönd hennar og leit á hana. Mig tekur svo sárt, að sjá þig svona dapra, sagði hann. — En hvað getum við gert? Joe, hvislaði him. — Hann verður fljótt hraustur aftur, það er ég viss um. — Ertu það? Joe. Hún færði sig nær honum. — Já, ég elska þig Lára, ég elska þig- ■—- Ég elska þig líka, Joe. Á þcssu augnabliki var sem ósýnileg bönd tengdu þau nær hvort öðru. — Það hefur enginn haft neina þýðingu fyrir mig nema þú, Joe. Hönd hans greip þéttar í hennar. Hún fann tár renna niður kinnar sínar. — Mér finnst þetta taka svo langan tíma, Joe, sagði hún. — Já, en við vorum nú samt hepp- in að ná í lækninn og koma Bobþy svona fljótt i sjúkraliús. — Já, sagði hún, en var þó dauð- hrædd. — Þú erl dásainleg kona, Lára, sagið hann. Hún reyndi að hrosa. — Þú ert dásamlegur eiginmaður, Joe, svaraði hún. Hann hristi höf- uðið. — Því hefði ég aldrei trúað að ég gæti orðið. Að minnsta kosti hafði ég ekki hugsað mér að giftast svona ungur, ég ætlaði að bíða með það, þangað til ég yrði þrítugur. Hún leit undrandi á liann. — En ég liélt alltaf að þú hefðir viljað ... — Það var þegar ég liitti þig, að ég breytti úrn skoðun. Hann roðnaði. — Fyrsta skipti sem ég sá þig, hugsaði ég með mér: — Þetta er stúlkan mín. Það er kannske kjána- legt að hlusta á þetta, en það er satt. — Þetta fannst mér lika, sagði hún. Þau sátu kyrr og héldust i hend- ur. Skyndilega o])nuðust dyrnar og dr. Fraser kom fram til þeirra. — Þetta gengur vel, sagði hann, — Bobby litla líður betur. Láru létti. IJún leit á lækninn. — Getum við fengið að líta inn til hans? — Það væri nú betra að gera það ekki núna, hann er sofnaður, hann var orðinn svo magnlaus, vesaling- urinn litli. Ykkur er óhætt að fara heim og koma svo aftur á morgun. — Fara heim? spurði Joe skelk- aður. Við ætluðum að vera hér í nótt. — Nei, það er ekki þörf á því núna, anzaði læknirinn. Farið heim og sofið vel, það er það sem þið þarfnist bæði tvö. Á leiðinni heim mundi Lára skyndilega eftir veskinu sem hún gleymdi hjá Susan. Þau óku þangað og Joe beið úti í bílnum á meðan Lára fór inn. Klukkan var orðin eitt en dansinn stóð sem allra hæzt. Lára stóð i dyrunum og Teit yfir hópinn meðan Susan fór eftir vesk- inu hennar. Það var annar blær yfir samkvæminu núna. Inni var hálf rökkur, músikin ekki eins hávær, aðeins lágar hvíslingar. Danspörin liðu fram lijá með lokuð augun og bros á vör. En andlitin voru hin sömu og fyrr um kvöldið. Ekkert hafði truflað þau síðustu stundirnar. Þau hugsuðu aðeins um sig sjálf og músíkina. Jú, það var heillandi að sjá æskuna, hugsaði Lára er hún gekk út aftur. Er lnin kom út, sá hún að .Toe hafði sofnað í bílnum. Höfuð hans hallaðist aftur á bak og munnurinn var örlítið opinn. Hann var eitthvað svo innilega ung- ur og viðkvæmur að Lára fékk kökk í hálsinn og fylltist takmarkalausri umhyggju fyrir honum. Hún hugs- aði um það, er þau liöfðu sagt svo fallega hvort við annað meðan þau biðu í sjiikrahúsinu. — Það hefur enginn haft neina þýðingu fyrir mig nema þú. Var það liann eða liún sem hafði sagt það, — eða hæði. Það var sama. Joe og hún tilheyrðu hvort öðru. Þau og barnið voru ein lítil fjöl- skylda. Ekkert unga fólksins þarna inni var svo traustlega bundið hvort öðru sem hún og Joe. Þau hafa það sem ég hef ekki, hugsaði hún, en aftur á móti á ég svo óendanlega mikið meira en þau. Við höfum að- eins valið sitt hvora leið, það er allt og sumt. Bilflauta var þeytt skammt frá þeim, og Joe vaknaði. Hann reisti sig upp, nuddaði augun og leit á hana. — Er allt i lagi, spurði hann. —■ Allt í lagi, liún brosti til lians. Og skyndilega fann hún, að það var einmitt það sem hún meinti. Það var allt í lagi, hún óskaði einskis annars. ★ JIVARO Framhald af bls. 5. brugðið um björgin til þess að hægt væri að koma fleiri verka- mönnum að við dráttinn, vega þau áfram með trjám og svo framvegis, en ekkert dugði. Loks lýsti Pacha- cutec konungur sjálfur yfir þvi, að steinarnir væru „þreyttir“. Þeim var lofað að hvilast i friði, svo sem 300 metra frá ákvörðunarstað. Ein hugsun er það sem leitar mjög á hvern þann er reikar um í rústum hinna stórfenglegu bygg- inga Inkaþjóðarinnar. Hvernig hefði framþróunin orðið hjá þess- ari miklu menningarþjóð, ef hún hefði ekki orðið herfang hinna skilningslausu og gullþyrstu Spán- verja, sem eyðilögðu hana? Hann sér raeir en aðrir Framhald af bls. 13. um, og liún ráðlagi vinkonu sinni að leita til taugalæknis. Þremur vikum eftir að Croiset hafði talað þessi orð inn á segulbandið, komu þrjátíu konur saman 1 Haag. Þær sett- ust á tölusetta stóla, sem dregið var um. Ilringt var í Croiset og hann beðinn um að vera viðstaddur, en honum var ekki sagt frá heimilisfanginU) Stuttu síðar hringdi liann dyrahjöllunni og konurn- ar þrjátíu tóku á móti honum. Síðan var konunum leyft að heyra það, sem hann hafði lesið inn á bandið, og sú, sem sat í stól númer níu, varð að viðurkenna, að þetta stóð allt heima. Croiset getur sagt frá því, sem þegar hefur gerzt, og því, sem óorðið er, í lífi manna, sem hann Þekkir alls ekki. Nú er farið að rannsaka þessa furðulegu hæfileika hans á Fjarhrifasálfræðistofn- uninni við háskólann í Utrecht, og verð- ur árangur birtur i tímariti sálfræðinga um þessar slóðir. Hann er ekki einvörðungu gæddur hæfileikum til þess að sjá i gegnum tíma og rúm. Þegar hann ieggur hönd sína á höfuð manna eða brjóst, getur hann séð fyrir innstq hugsanir mannsins. Hann getur sagt fólki hvað veldur áhyggjum og livað hefur áður komið fyrir það. Hann hefur komið í veg fyrir dóms- morð í Liibeck, þar sem faðir var sakað- ur um að liafa myrt son sinn. Einnig hefur hann getað bent mönnum á viss- an stað í Þýzkalandi, þar sem ekið hafði verið á barn, sem lengi hafði verið leitað að. Visindamenn geta ekki skýrt þessa furðulegu hajfileika Croisets á neinn hátt. Sérfræðingar í Hollandi og annars staðar lialda áfram tilraununum á hon- um, og þeim er nú orðið ljóst, að engin brögð eru í tafli. Maðurinn sér í gegnum holt og hæðir! 28 yiKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.