Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 7
— Svel, gat hann ekkl varizt a!5 segjn, og han* varð einhvern veginn fyrir vonbrigðum. Þá var hún svona ... væmin ... En hún var með svo fal- leg og alvarleg augu. Einnig begar hún sagði: — Finnst yður ekki gaman aö ljóðum, skáldskap ? Þér virðizt samt vera af þeirri manngerð! Hann roðnaði, en honum gramdist þetta enn, svo að hann sagði aðeins með fyrirlitningu: — Væmni! Meira og minna óskiljanleg væmni og tilfinningasemi. — Hafið þér þá lesið mikið af ljóðum? spurði hún einfaldlega. — Nei, viðurkenndi hann, en ... Hún beið ekki einu sinni eftir svari hans, því að það var eins og hún vissi það fyrirfram, svo að hún hélt áfram, eins og hún væri að tala við sjálfa sig: — Ég hef lesið þó nokkuð og á eftir að lesa miklu fleiri ljóð, eins mörg og mér vinnst tími til að lesa. Eiginlega ætlaði ég mér að læra lista- og bókmenntasögu, reyna að skilja þvilíkt, skiljið Þér, en þá skildu pabbi og mamma, og ég varð að sjá fyrir mér sjálf. Ég vinn í verzlun núna. — Hvað eruö þér þá vanur að lesa? — Lögfræði. Ég er að læra lögfræði. ú, sagði hún bara. Hún sagði ekki „svei“, þótt A' hann hefði það á tilfinningunni, að henni hefði vel verið trúandi til þess. Hann tók eftir því, að þótt hún væri svona ung (ef til vill átján ðra) skorti hana ekki dómgreind, þótt hún hefði vafa- laust ekki lesið „Lög Svíaríkis". Ef til vill varð maður þannig af að lesa ijóð. Þá ætti hann að glugga dálitið í skáldskap. Hann gæti byrjað á Karlfeldt. — Sjálfsagt, hélt hún nú áfram hugsandi — eru lagabreytingar og lagabókstafir bráðnauðsynlegir hlutir. En ég furða mig á því hve umfangsmikið þetta er allt saman, þvi að ef öllum þætti vænt um náungann, væri þetta svo til óþarfi. Elska náung- ann, það hljómar heldur of hátiðlega, og ég á auð- vitað ekki við að manni eigi að þykja jafnvænt um alla, síður en svo, en Þó þannig, að enginn geri öðrum illt. Til dæmis allar lagagreinarnar um skilnaði. Þetta ættu aumingja lögfræðingarnir ekki að þurfa að læra ... I fyrsta lagi ætti enginn að giftast án þess að elska maka sinn heitt, í öðru lagi ætti eng- inn að reyna að komast upp á milli hjóna og eyði- leggja þannig hjónabandið. En ef annar aðilinn, af hvaða ástæðu sem það nú er, vill skilnað, ætti það að gerast án ósamlyndis og þrætu, til þess að draga úr þjáningunni. — Þetta hljómar glæsilega, sagði hann og fannst hún tala óvenju barnalega. En á hinn bóginn hafði hann aðeins séð Þetta vandamál fyrir sér sem þurr- ar greinar í lögfræðiskruddunum sínum. — Mér skilst, að þér séuð á þeirri skoðun, sagði hún nú — og ég er einnig á þeirri skoðun, og auð- vitað er þetta óþolandi þegar til lengdar lætur. Það er vist líka vegna þess að ég er eitt þessara „milli- liðabarna" að ég lít þannig á þetta. Et ég væri sá, sem hefði brotið eitthvað af mér — mundi ég ef til vill líta öðruvísi á það. En það er engu líkara en pabba og mömmu hafi aldrei Þótt vænt hvoru um annað — eða mig. Ég ólst upp án ástar, og það er ef til vill þess vegna að ég trúi því í blindni, að ást- in sé allra meina bót. .. En hvað er ég annars að þrasa? Hann hafði ekki hugsað um það. Þetta virt- ist allt svo eðlilegt. Á meðan hann hafði setið við hlið hennar, hafði honum fundizt eitthvað losna hið innra með sér, eitthvað hart og eigingjarnt. og allar hinar ungu, óreyndu tilfinningar fundu til með henni. Hún fann víst sannarlega til. að er næstum eins slæmt með mig, bara öfugt, F' sagði hann. — Ég er alinn upp í mikilli ást, sælu og ljóðrænu andrúmslofti, ef svo mætti segja, og það til svo mikilla muna, að það tekur hreinlega enginn eftir mér! Og hann sagði henni frá „Ham- ingjukofanum" og hlátrinum, sem hafði alltaf ásótt hann, bundið hann ... Síðan sátu þau bæði grafkyrr stundarkorn og horfðu á sumarskýið, sem enn sveif á himninum fyrir ofan þau. — Þá hafði henni einnig skjátlazt, þegar hún hélt, að það væri nóg, ef allir elskuðu hver annan. Gat of mikill kærleikur verið til ama? — Já... Það var reynsla hans En hún hafði greinilega fundið of litla ást. Ást, blönduð heil- brigðri skynsemi, einlægni og skilningi, mundi auð- vitað vera öllum til gleði, er það ekki? sagði hann og fannst hann afar lífsreyndur. — Jú, jú, jú! Þau brostu hvort tll annars. Og þá skildist hon- um, að honum hafði skjátlazt; það var í rauninni alis ekki óþolandi að sjá ungar stúlkur brosa! M enningarþjóðir lifa sín glæsilegu skeið og líða undir lok, en táknin lifa ... Ef teilcn- aður er stafur og utan nm hann er hringuð slanga, kemur fram — nú sem fyrr — tákn læknislistarinnar. Ef við setjum vængi á stafinn og bætum annari slöngu við, fá- um við fram — nú sem fyrr — tákn verzlunar. Enn eiinir eftir af slöngudýrkun forfeðra okkar... Frjósemi, daiiði og endurholdgun. Næstum allar fornar menningarþjóðir hafa þekkt slöngudýrkun. Slangan var tákn hins óvænta, bráða dauða. En slangan, sem gat hvenær sem er horfið niður í jörðina og birzt aftur jafnskyndilega, slangan, sem gat horf- ið heilan vetur og komið aftur á hverju vori, slangan, sem kast- Drottinn sendi brenn- andi slöngur meðal jieirra, og þær bitu fólkið og fjöldi Israels-í manna lét lifið. Siðan segir frá þvi, er ísra- elsmenn leituðu til Móses og sögðu: Við, höfum syndgað, þvi að við höfum talað gegn Drottni og gegn þér. Bið þú Drottin að taka slöngur þessar frá okkur. Og Móses bað fyrir ísraelsmenn. Þá segir frá þvi, er Drottinn bað Móses að gera sér brennandi slöngu og setja hana á stöng, og átti sá, sem varð fyrir hiti og sá slönguna, að lifa. Þetta gerði Móses. Hann gerði sér kopar- slöngu og setti hana á stöng ,og þegar menn urðu fyrir slöngubiti og litu á þessa slöngu, iiéldu þeir lifi. Leeknagnðinn lendir í ástarævintýri — í liki slöngu. lnin er tengd Asklepi- osi, hinum forngríska læknaguði. Myndastyttur af As- klepíosi sýna hann þar sem liann styðst við staf, sem sianga hring- ar sig utan um. Frá því á 5. öld f. Kr. voru Asklepiosi viða gerð reisuleg liof i Grikklandi. Þau urðu smátt og smátt að nokkurs konar heilsu- liælum. Helgisiðinum tilheyrði sá siður að fórna einhverju á alt- ari slangnanna i hofi Asblepiosar. Slangan var nokkurs konar „fulltrúi“ Askle- piosar, nema hvað samband hennar og guðsins var öllu nán- ara. Asklepíos kemur nefnilega sjálfur fram í slöngulíki, þegar hann vill það við hafa — m. a. þegar hann lendir í ástarævintýr- um, sem segir frá i fornum skrifum ... Hin griska Asklepí- SLÖNGURNAR EILfFU Sagan um tákn læknislistar eg verzlunar er einna líkust ævintýri. aði af sér hinum gamla ham sinum og smaug síðan leiðar sinnar á ný i nýju, glitrandi skarti sinu ... slangan varð einnig tákn end- urfæðingarinnar. Ef til vill einungis vegna hins siðast- nefnda var slangan víða tákn frjóseminn- ar. Þegnr „Mosrs gerSi koparslöngv". Meira að segja i Bibli- unni hafa slöngurnar skilið eftir sig verks- ummerki (auk sögunn- ar um Evu og síöng- una!) f fjórðu ?Tósehók seg- ir frá barmkvælum fsraelsmanna, sem ótt- ast það að deyja i eyðimörkinni þar sem hvorki finnst vatn né brauð. Loks segir frá þvi er Er nokkuð undarlegt liótt slangan, sem var merki skyndidauða, frjósemi og endur- lioldgunar, hafi fljótt einnig orðið vöru- merki lækna? Við finnum fyrs minnzt á slönguna þessu sambandi Grikklandi, þar sem| Frjósemistákn frá um 900 fyrir KrisL / gamla daga voru sett- ar utan á lyfjabúðir svona slöngumyndir — )g áttu að vera trygg- ng fyrir því, að lyfið kæmi að Iwtdi. Á all- mörgum nútímalyfja- bögglum eða glösum sjáum við svipaðar slöngumyndir. osardýrkun var lekin upp i Róm, þar sem guðinn nefndist Æsku- lap. Frá þessu „guða- «láni“ segir á einum |stað: Árið 293 f. Kr. gáus ’upp skæð farsótt i Róm. Leitað var i bók- um véfréttargyðjurtnar Sibyllu, þar sem ráð- lagt var að ná i Askle- píos frá Epidaurosum (þar sem var miðstöð liinnar grisku Asklepi- osardýrkunar). Galeiða var strax send af stað. Þegar rómversku sendimenn- irnir komu til Epidau- ros, reis hin heilaga Framhald á bls. 23. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.