Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 26

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 26
Þegar Lára var álján ára giftlst hún Joe Anderson. Henni fannst hún alls ekki vera of ung, og skemmti sér mikið við undrun ókunnugra. — Eruð þið virkilega gift? Ennþá skemmtilegra hafði það verið árið eftir að Bobby fæddist og fólk hróp- aði: — Eigið þið barn? Lára var lika ótrúlega barnaleg til að vera bæði eiginkona og móðir. Með dökka hárið og spikoppana i kinnunum liktist hún helzt skólastúlku. En eftir að hafa verið gift í nokkur ár varð breyting hið innra með henni . . . það varð svo hægfara að hún veitti þvi varla athygli. Allt hafði verið svo fullkomið — Joe, litla ibúðin þeirra, síðan þetta yndislega hús, sem þau sjálf höfðu byggt og að lok- um Iitla barnið. Hin daglegu hús störf höfðu bæði veitt henni ánægju og gleði. — Lára var hamingjusöm. En þegar Bobby var tveggja ára og hún sjálf tuttugu og eins árs varð breytingin. Það snerti hvorki Joe ná Bobby, luin var ánægð með þá eins og áður. Nei, það var hún sjálf, sem eiithvað var að. Fyrsta skiptið sem hún þeitti þvi athygli, var hún úti að verzla. Tvær frúr stóðu við hlið hennar við búðarborðið og spjölluðu saman, önnur spurði. — Hvernig gengur með dóttur GIFTIST ÉG OF ING? legt hcimili og dásamlegan litinn dreng. Og þó varð þessi tilfinning eftir i undirrnéðvitund hennar, þvi kvöld eitt gerði hún skyndilega vart við sig aftur. Þau höfðu nýlokið kvöldverði og hún hafði sezt niður með handavinnu. Joe settist við skrifborð sitt og hélt áfram með vinnu, sem hann hafði tekið heim mcð sér af skrifstofunni. — Þú vinnur of mikið, vinur minn, sagði hún skyndilega. Joe leit upp. — Ég verð, þú veizt það sjálf. — Já, en . . . Joe hélt áfram að vinna, en hún stóð eirðarlaus upp og gekk að glugganum. Allt sem hún sá, var auð gatan og húsin sitt hvoru megin. Það voru þrjár gerðir af hús- um þarna, og sú hugsun sló hana, að þeir sem þarna bjuggu, voru i raun og veru ekki ólíkari heldur en liúsakynnin. Við erum öll eins, ung hjón með lítil börn, höfum áhuga á sömu skemmfunum og tölum um sömu hluti. Mennirnir okkar koma heim á sama tima á kvöldin, með sömu blöðin undir handleggnum og eftir matinn fara þeir allir út að vinna í garðinum. í sömu svifuin kom lítill opinn bíll akandi eftir göt- unni. Ungur piltur og stúlka sátu þétt hlið við h!ið í honum og hlóu. Þau voru auðsjáanlega mjög ástfang- in hvort af öðru. Lára fékk kökk i hálsinn og snéri sér frá glugganum. — Joe . . . Hann leit upp, lagði frá sér pappirinn, teygði úr sér og stóð upp. þina? — Með Marjorie? — Ó, hún hefur það dásamlegt núna, þú veizt hvernig það er, í>ð vera aðeins nitján ára. Nýjir félagar hvert kvöld og skcmmtanir. Hún hló. — Og hvers vegna ekki? Maður cr aðeins ungur einu sinni. Lára ætl- aði að fara að kaupa þvottaefni en stanzaði. Það var sem hjartað í henni hætti að slá. Hún sá þarna Marjorie i huganum. sem á hverju kvöldi mcð nýjum félögum fór út að dansa og skemmta scr. Hvað var það sem móðirin hafði sagt. — Þú veizt hvernig það er, að vera aðeins nitján ára. Maður er aðerins ungur einu sinni. Hún stóð magn- laus. Ég hef aldrei upp’.ifað slíkt, hugsaði hún. Þegar ég var nitján ára hafði ég Bobby að annast. Hún skalf er innkaupunum var lokið. Hve heimskulegt var þetta. Máske vildi þessi Marjorie gjarnan skipta við hana, eiga góðan eiginmann, fal- f — Það er kominn tími til að völcva garðinn, sagði liann. Láru langaði til að æpa. Þetla var hræðilegt, — og hún sem var svo ung, alltof ung ... Ég gifti mig of ung, hugsaði hún, en varð skelkuð yfir hugsunum sínum. Og þó, það var satt, hin skemmtilega æska hennar var liðin að eilífu. Nú var hún eiginkona og móðir, kona með áhyggjur af lieimilinu, hvort Bobby væri heilbrigður og borðaði nóg, og yfir eldhúsvaskinum sem alltaf var að stíflast . . . En ég er ekki nema tutlugu og eins árs, ómaði hið innra með henni. — Er eitthvað að? spurði Joe, — þú iitur svo illa út. Hún greip andan á lofti og fann til sektar. Joe hefði orðið mjög særður, hefði hann getað lesið hugsanir hennar. Hann mundi áreiðanlega ekki skilja . . . — Nei, svaraði hún stuttlega, — ég þarf að atliuga hvort Bobby sef- ur. Það var viku seinna sem Susan Ferguson hringdi. Susan var gömul skólasystir l.áru og höfðu þær ætlað saman í háskólann. Susan gerði |iað líka, en Lára hafði gifst Joe. Lára lilustaði á sögur Susan úr háskólan- um, meðan hún fylgdist með Bobby, sem Iék sér á gólfinu. Svo ólíkt hafði lif þeirra orðið, luigsaði Iiúri. Það var eins og líf á tveim ólíkuin Iinött- um. Susan bauð Í-áru og Joe i sam- kvæmi þetta sama kvöld. — Þið verðið einu hjónin, sagði hún spaugsöm, — og við þörfnumst tilbreytingar. Þið megið til með að koma. Lára hringdi strax á skrif- stofuna til Joe, og meðan hún stóð þarna og fylgdist með Bobby, sem hún gat ekki litið af augnablik, fannst henni að þau yrðu að fara i samkvæmið. Hún vissi ekki hvers vegna, en Joe varð að samþykkja það. — Er nokkuð að? spurði Joe var- lega, er hann heyrði að það var Lára. Hún hló. Hvers vegna? þarf endilega eitthvað að vera að, ef ég liringi til þín? — Oftast er það. Siðast var það vatnið í kjallaranum. Hvernig hcfur Bobby það? — Gott, svaraði Lára, en sagði honum siðan frá heimboðinu. Hann hugsaði sig um, en svaraði siðan: Ég ætlaði að vinna, en allt í lagi, getirðu fengið frú Harrisson til að gæta barnsins, þá förum við. Þegar Susan opnaði fyrir þcim um kvöidið, barst glaunnir samkvæmis- isins þeim til eyrna, háværar radd- ir, hiátur og músik. Gat það verið, hugsaði Lára, að maður licyrði livort samkvæm.ð væri setið ógiftu fölki eða hjónum. Og það leið ekki á löngu áður en hún vissi að þannig var það. Það var svo greinilegt að þau voru óbundin, svo frjáls og óþvinguð og eflirvæntingin ljóinaði í augum þeirra. Lára hitti marga af sinuin gömlu skólaféiögum. Hún spjallaði við hina kátu og fjörugu Molly Sáwyer, sem sagði henni frá sigri siniini i samkcppni i modelteikningu og verðlaununum, sem voru þriggja vikna löng ferð til Parisar. — Ég er fegin að þú skyldir hætta að teikna, sagði hún við Láru. Ég man hve dugleg þú varst. Þú hefðir hirt verðlaunin við nefið á mér. Þegar hár, dökkhærður, laglegur maður bauð svo Molly i dans, leit Lára á úrið og andvarpaði. Paris, hugsaði hún. Þau yrðu að fara að VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.