Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 21
5 tækisins. Inga var nítján ára og mjög íalleg. Lisa tók eftir því, aö ]ja'ð var kominn ein- hver ljómi í augu Ingu, og vangar hennar voru rjóðir, og sá roði stafaði áreiðanlega ekki af kinnalit. Þegar Inga rétti út höndina eftir póstinum, komst Lisa ekki hjá þvi að taka eftir hringn- um. Hann var ekki af dýrustu tegund. — Eruð þér trúlofuð, Inga? spurði Lisa kurteislega. Hún greip fram i fyrir Ingu, sem reyndi að lýsa hamingju sinni sem bezt, en hún gleymdi þó ekki að óska henni til hamingju. Ósköp voru þessar stúlkur miklir kjánar! Inga hafði nýlokið verzlunarskólanámi, þar sem hún hafði reynzt með mestu prýði, og nú var lnin fús til þess að gefa allt á bátinn, einungis til þess að snúast i kringum manninn sinn. Þegar Inga var farin með póstinn, tók Lisa upp púðurdósina til þess að líta heldur betur út, áður en hún gekk inn til varaforstjórans með bréf, sem hún hafði verið að lesa. Varaforstjórinn, Peter Höeg, var fimmtiu og sjö ára gamall ekkill. Forstjórinn var sjötiu og átta ára gamall og var alltaf með annan fótinn á skrifstofunni. Honum þótti mjög gaman að tala íim þá daga, er hann stofnsetti vyrirtækið. Hann hafði gifzt ríkri stúlku. Hann sagði það reyndar ekki með þessum orðum, en þannig hafði þetta samt gerzt. Um ást var ekki að ræða, og Höeg gamli tiafði tekið það ákaflega illa upp, þegar sonur hans giftist stúlku, sem var honum ekki til neins fjárhagslegs stuðn- ings. Britta Höeg var hvorki rík né umsetin. Nú var hún dáin, en forstjórinn talaði alltaf um hjónaband þeirra sem „glappaskot sonar sins.“ Forstjórinn var nákvæmlega á sömu Ökukennarinn hennar var með hökuskarð. skoðun og Lisa að þessu ieyti. Þess vegna hafði þeim alltaf komið svo vel saman. Vara- forstjórinn hafði einu sinni i gamni kallað Lisu rafeindaheila, þvi að svo mikil skynsemi lá að baki öllum gerðum hennar. En Lisa skeytti þessu engu. Ef hún giftist einhvcrn tíma, mundi hún einmitt giftast syni l'orstjór- ans. Reyndar var þrjátíu ára aldursmunur á þeim, en það skipti engu. Hún gat orðið hon- um ómetanleg stoð i viðskipta- og samkvæm- islífinu. Og hún vihli geta látið fyrirtækið aukast og eflast eftir lians dag, þar til sonur þeirra yrði nógu gamall til þess að taka að sér stjórnina. Þau mundu aðeins eignast eitt barn, og það varð helzt að vera strákur. Fiest- ar stúlkur létu tilfinningar sínar hlaupa með sig í gönur, og dóttir varaforstjórans og henn- ar væri vafalaust líkleg 1 i 1 þess að gera glappa- skot. Lisa ællaði að skapa sér örugga framtið, og hún ællaði að fara eftir sinu eigin höfði og ckki láta neinn breyta áætlunum sinum. Hún hfilsaði yaraforstjóranum vingjjhrn- lega, og hann sagði henni i stultu. máli, hvað henni bæri að gera um daginn. Lisu var aldrei lesið fyrir bréf — henni var einungis sagt hvað hún ætti að skrifa, og hún skrifaði sjálf undir öll bréfin. Hún var öllu meira en cinka- ritari, því að hún gat sinnt störfum varafor- stjórans, án þess að sjiyrjast ráða, og þetta kom sér vel, þar eð varaforstjórinn ferðaðist mikið. — Segið mér, Lisa, hafið þér ökuleyfi? sagði iiann skyndilega. Lisa varð að viðurkenna með trega, að hún liefði ekki ökuleyfi. — Það var leiðinlegt, sagði Peter Höeg. — Mig langaði til þess að biðja yður um að hjálpa mér að vinna upp nýja útibúið okkar. Þvi vegnar ekki sem bezt, og ég hafði hugsað mér, að við gætum unnið þar nokkrar klukku- stundir á dag. En ef þér getið ekki sjálfar ekið, verðum við of háð livort öðru . . . Það var leiðinlegt. .. — Ég get lært að aka, sagði Lisa strax. ■— Og ég get tekið lestina, þangað til ég fæ öku- leyfið. —- Það verður alltaf einhverjum vandkvæð- um bundið. Yerksmiðjan er spölkorn frá bæn- um, og það er langt þangað frá stöðinni. Haldið þér, að þér getið lært að aka strax? — Það ætla ég að vona, svaraði Lisa, — og ég á mjög liægt með að læra. Hálftíina siðar var þclta allt klajipað og klárt, og Lisa var búin að panta ökutíma. Hún vihli Ijúka þessu af sem fyrst, þvi að hún var sannfærð um, að náið samstarf þeirra tveggja mundi sýna Peter fram á, að hann gæti ekki án hennar verið, hvorki á vinnu- stað né utan. Og þannig vildi það til. Á hverjum degi sat Hans Madsen heilan klukkutíma við hliðina á Lisu í kennslubif- reiðinni og talaði við hana. Reyndar fjallaði sámtalið næstum einungis iim: Stíga aðeins meira á benzíngjöfina, skipta, beygja rétt... en rödd hans var djúp og ró- lcg, og öðru hverju lagði hann handlegginn yfir Lisu og tók i stýrið, og i hvert sinn fannst henni einhver straumur fara um sig ’alla. Þetta var hræðilegt. Þetta kom henni úr jafnvægi, þannig að hún átti fullt i fangi með að einbeina sér að akstrinum, og þcgar hún kom á skrifstofuna, var hún hreint ckki með sjálfri sér. Stundum stóð hún hjálpárvana i stóru skrif- stofunni og starði á stúlkurnar. Henni fannst hún knúin lil þess að segja þeim, að öku- kcnnari hennar væri með hökuskarð og djúpa spékop|ia, sem kæmu i Ijós, þegar hann ial- aði. En stúlkurnar sátu álútar yfir ritvélum sinum og litu ekki einu sinni upp. Lisa and- varpaði og fór inn n skrilslofuna sína. Daginn oflir kom hún siundarl'jórðungi of seinl á skrifstofuna. Hún hafði verið að kaupa sér litla, svarta kollu, sem fór vei við svörtu drngtina, þegar lienni datl skyndilcga í hug að kaupa sér lítinn, áberandi stráhatt með Ijósrauðri blæju. Framhald á bls. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.